Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 21:45 Vísir/AFP Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00