Í fyrsta sinn eiga íslendingar nú fulltrúa í keppninni, hina 28 ára gömlu fyrirsætu Rakel Ósk. Rakel var búsett í Kaupmannahöfn í tíu ár en flutti aftur hingað til lands í byrjun desember. Þá hafði hún nýlega hreppt titilinn Ungfrú nóvember. Þrjátíu dömur kepptu um þann titil enda birtist yngismær á síðu 9 í ExtraBladet á hverjum einasta degi.
„Ég fyrsti íslendingurinn sem tek þátt í þessari keppni er mér sagt og ég er líka næstelsti keppandinn. Sú elsta er 32 ára," segir Rakel sem er menntaður bókhaldari og vann meðal annars fyrir Discovery stöðvarnar á Norðurlöndunum.
Rakel Ósk á Facebook.

„Svo þurfti ég að fara aftur út núna í janúar því ég er að taka þátt í lokakeppninni," segir Rakel en síðasta laugardag var allt undirlagt hjá liðsmönnum Ekstra Bladet við að kynna stelpurnar sem keppa nú um titilinn Side 9 Pige ársins 2014.
Smelltu hér til að sjá myndbönd frá deginum.

En hvað kom til að Rakel Ósk ákvað að fara í þessa keppni?
„Ég vildi í raun bara koma sjálfri mér á framfæri og á sama tíma fara aðeins út fyrir þægindarammann. Hingað til hef ég setið fyrir á því sem kallast "art-nudes" eða listrænar nektarljósmyndir. Að vera ber að ofan á blaðsíðu 9 er ekki mikið flóknara en maður fær talsvert meiri athygli. Ég hafði líka misst nokkur kíló og var bara frekar ánægð með mig svo ég sló bara til," segir Rakel en það var ljósmyndari CoverModels.dk sem hvatti Rakel til að fara í keppnina.
„Það eru pínu fordómar í Danmörku fyrir stelpum sem sitja fyrir á síðu níu en þetta er samt allt bara í góðu gamni og tengist ekki klámi eða slíku enda leyfir Extra Bladet ekki stelpum að vera með ef þær hafa verið í svoleiðis," segir Rakel Ósk að lokum.
Næsta miðvikudag fer lokakeppnin fram og þá munu eflaust margir aðdáendur standa við bakið á Rakel í kosningu sem fer fram á netinu.
Meira um það síðar hér í Lífinu á Vísir.is.