Mikilvægt að opinber fyrirtæki virði samkeppnisreglur Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 15:50 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Vísir/Valli Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“ Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira