Mikilvægt að opinber fyrirtæki virði samkeppnisreglur Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 15:50 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Vísir/Valli Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“ Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira