Mikilvægt að opinber fyrirtæki virði samkeppnisreglur Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 15:50 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Vísir/Valli Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“ Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira