Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 3. janúar 2015 20:49 Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Heimasíða KKÍ Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson fær þessi verðlaun en hann var nú í níunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2013, varð í öðru sæti í kjörinu að þessu sinni en þriðji varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Jón Arnór fór á árinu fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu á næsta ári og þar munaði mikið um frábæra frammistöðu Jóns Arnórs í síðustu tveimur leikjum liðsins. Jón Arnór skoraði 22,0 stig að meðaltali í riðlakeppninni þar af 23 stig á 29 mínútum í 71-69 sigri á Bretland í Koparkassanum í Ólympíuþorpinu í London. Jón Arnór skoraði meðal annars stærstu körfu leiksins í London þegar hann skoraði úr þriggja stiga skoti 44 sekúndum fyrir leikslok og kom íslenska landsliðinu fjórum stigum yfir, 71-67. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Íslands í leiknum. Jón Arnór spilaði á árinu með tveimur liðum í spænsku úrvalsdeildinni, næststerkustu deild heims á eftir NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jón Arnór hóf árið með CAI Zaragoza sem endaði í 8. sæti á Spáni og komst í undanúrslit spænska bikarsins en Jón Arnór var fyrirliði liðsins. Jón Arnór samdi síðan við stórliðið Unicaja Malaga en lið hans endaði árið í efsta sæti spænsku deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Euroleague, sem er Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig: 1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327 3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303 4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147 5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100 6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65 7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46 9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44 10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36 11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26 12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25 13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24 14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21 15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19 16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15 17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11 18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10 19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9 20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8 21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7 22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4 23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3 24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2 – Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2 – Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2 – Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2 28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1 – Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1 – Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1 Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson fær þessi verðlaun en hann var nú í níunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2013, varð í öðru sæti í kjörinu að þessu sinni en þriðji varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Jón Arnór fór á árinu fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu á næsta ári og þar munaði mikið um frábæra frammistöðu Jóns Arnórs í síðustu tveimur leikjum liðsins. Jón Arnór skoraði 22,0 stig að meðaltali í riðlakeppninni þar af 23 stig á 29 mínútum í 71-69 sigri á Bretland í Koparkassanum í Ólympíuþorpinu í London. Jón Arnór skoraði meðal annars stærstu körfu leiksins í London þegar hann skoraði úr þriggja stiga skoti 44 sekúndum fyrir leikslok og kom íslenska landsliðinu fjórum stigum yfir, 71-67. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Íslands í leiknum. Jón Arnór spilaði á árinu með tveimur liðum í spænsku úrvalsdeildinni, næststerkustu deild heims á eftir NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jón Arnór hóf árið með CAI Zaragoza sem endaði í 8. sæti á Spáni og komst í undanúrslit spænska bikarsins en Jón Arnór var fyrirliði liðsins. Jón Arnór samdi síðan við stórliðið Unicaja Malaga en lið hans endaði árið í efsta sæti spænsku deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Euroleague, sem er Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig: 1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327 3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303 4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147 5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100 6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65 7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46 9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44 10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36 11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26 12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25 13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24 14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21 15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19 16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15 17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11 18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10 19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9 20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8 21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7 22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4 23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3 24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2 – Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2 – Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2 – Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2 28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1 – Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1 – Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira