Handbolti

Sterbik líklega ekki með Spánverjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arpad Sterbik, einn besti markvörður heims, verður líklega ekki með landsliði Spánar á HM sem hefst í Katar síðar í mánuðinum.

Sterbik er að glíma við meiðsli í báðum hnjám og hefur af þeim sökum lítið getað spilað að undanförnu. „Hann gat bara spilað í fimm mínútur í síðasta leik en eftir það gat hann ekki æft í tíu daga,“ sagði Raul Gonzalez, þjálfari hans hjá Vardar Skopje í Makedóníu.

Manuel Cadenas, landsliðsþjálfari Spánar, útilokaði þó ekki að taka Sterbik með til Katar. „Okkur skilst að hann sé ekki leikfær og að öllu óbreyttu verða Sierra og Gonzalo markverðir okkar í Katar.“

„En ef að ástandið hjá Arpad skánar er mögulegt að við tökum hann með okkur út sem aukamann, þar sem reglurnar heimila okkur að gera tvær breytingar á hópnum eftir að keppnin hefst.“

Katar er í A-riðli keppninnar með Slóveníu, Katar, Hvíta-Rússlandi, Brasilíu og Síle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×