Volkswagen hyggur á verksmiðju í Nígeríu Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 09:00 Þung bílaumferð í Nígeríu. Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent
Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent