Volkswagen hyggur á verksmiðju í Nígeríu Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 09:00 Þung bílaumferð í Nígeríu. Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent