Hvernig deyja tungumál? Linda Markúsdóttir skrifar 11. september 2015 10:00 Í gegnum tíðina hefur aragrúi tungumála dáið út um heim allan. Í mjög stuttu máli lognast tungumál oftast út af vegna utanaðkomandi þrýstings annarrar menningar sem hefur yfirburði sökum stærðar, valds og/eða efnahagslegs bolmagns. Málnotendur geta þá hvort sem er verið tilneyddir til að segja skilið við mál sitt eða kosið að gera það sjálfir í þeirri trú að þeir séu betur settir án þess. Sú menning sem nú þrýstir á íslenska tungu er alþjóðlega tæknimenningin. Ungt fólk vill tala það mál sem setur það í samband við nýja og betri tíma. Tæknin er allt umlykjandi og nú er sú breyting að verða að í stað þess að þrýsta á hnappa mun tækjunum verða stjórnað með tungumálinu. Málnotendur munu því, hvort sem þeim líkar betur eða verr, þurfa að tala það mál sem tækin skilja. Á stafrænni öld snýst varðveisla íslenskrar tungu því að miklu leyti um fjármuni og forgangsröðun stjórnvalda. Á stærri málsvæðum getur máltækni verið arðbær markaðsvara. Hérlendis mun slíkt seint standa undir kostnaði, hvað þá skila hagnaði, og því er mikilvægt að stjórnvöld veiti peninga í málaflokkinn. Eru hérlendir ráðamenn meðvitaðir um það og taka þeir mögulegan dauða íslenskunnar alvarlega? Út á við rembast þeir við að fá almúgann til að trúa því. Á tyllidögum tala þeir um þann dýrmæta arf sem tungumálið er á meðan íslenski fáninn blaktir við hún. Þá slá íslenskumælandi hjörtu í takt og trúa því, þótt ekki sé nema eitt augnablik, að björgunarbátur drekkhlaðinn rannsóknarstyrkjum og íslenskri máltækni sé á leiðinni. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði vissulega nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni árið 2014. Nefndin skilaði af sér aðgerðaráætlun í byrjun árs 2015 og lagði til að á tíu ára tímabili yrði tæpur milljarður íslenskra króna veittur til að styrkja stafræna stöðu íslenskunnar.Hola íslenskra fræða Í fjárlögum 2015 fengust 15 milljónir af þeim 40 sem beðið var um, eða tæp 38 prósent. Í glóðvolgum fjárlögum ársins 2016 eru 30 milljónir veittar í máltæknisjóð af þeim 90 sem talin var þörf á, sem samsvarar rétt rúmum 33 prósentum. Báturinn veltist því kannski um þarna á máltæknisjónum en það eru rétt um 35 prósenta líkur á því að hann vinni einhver björgunarafrek. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd […]. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Hér eru á ferðinni sérlega göfug og falleg markmið. Forsætisráðherrann okkar, sá sami og skrifaði undir téðan stjórnarsáttmála, var eitt sinn ávíttur af forseta Alþingis fyrir að nota slettuna „soundbite“ í ræðustól. Hann brást við með orðunum „Herra forseti, ókei, ég skil hvað þú ert að segja.“ og sagði jafnframt að honum hefði þótt nauðsynlegt að grípa til enskunnar í þessu tilviki. Í marsmánuði 2015 skilaði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, margumræddum forsætisráðherra skýrslu um breytingu á íslensku peningakerfi á ensku án þess að nokkur haldbær rök lægju þar að baki. Við Arngrímsgötu 5 stendur ekkert en þar er aftur á móti stór og sérlega íslensk hola. Hún er hola íslenskra fræða þar sem enn bólar ekkert á húsinu sem stóð til að reisa þar. Málvernd og virðing. Það var nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur aragrúi tungumála dáið út um heim allan. Í mjög stuttu máli lognast tungumál oftast út af vegna utanaðkomandi þrýstings annarrar menningar sem hefur yfirburði sökum stærðar, valds og/eða efnahagslegs bolmagns. Málnotendur geta þá hvort sem er verið tilneyddir til að segja skilið við mál sitt eða kosið að gera það sjálfir í þeirri trú að þeir séu betur settir án þess. Sú menning sem nú þrýstir á íslenska tungu er alþjóðlega tæknimenningin. Ungt fólk vill tala það mál sem setur það í samband við nýja og betri tíma. Tæknin er allt umlykjandi og nú er sú breyting að verða að í stað þess að þrýsta á hnappa mun tækjunum verða stjórnað með tungumálinu. Málnotendur munu því, hvort sem þeim líkar betur eða verr, þurfa að tala það mál sem tækin skilja. Á stafrænni öld snýst varðveisla íslenskrar tungu því að miklu leyti um fjármuni og forgangsröðun stjórnvalda. Á stærri málsvæðum getur máltækni verið arðbær markaðsvara. Hérlendis mun slíkt seint standa undir kostnaði, hvað þá skila hagnaði, og því er mikilvægt að stjórnvöld veiti peninga í málaflokkinn. Eru hérlendir ráðamenn meðvitaðir um það og taka þeir mögulegan dauða íslenskunnar alvarlega? Út á við rembast þeir við að fá almúgann til að trúa því. Á tyllidögum tala þeir um þann dýrmæta arf sem tungumálið er á meðan íslenski fáninn blaktir við hún. Þá slá íslenskumælandi hjörtu í takt og trúa því, þótt ekki sé nema eitt augnablik, að björgunarbátur drekkhlaðinn rannsóknarstyrkjum og íslenskri máltækni sé á leiðinni. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði vissulega nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni árið 2014. Nefndin skilaði af sér aðgerðaráætlun í byrjun árs 2015 og lagði til að á tíu ára tímabili yrði tæpur milljarður íslenskra króna veittur til að styrkja stafræna stöðu íslenskunnar.Hola íslenskra fræða Í fjárlögum 2015 fengust 15 milljónir af þeim 40 sem beðið var um, eða tæp 38 prósent. Í glóðvolgum fjárlögum ársins 2016 eru 30 milljónir veittar í máltæknisjóð af þeim 90 sem talin var þörf á, sem samsvarar rétt rúmum 33 prósentum. Báturinn veltist því kannski um þarna á máltæknisjónum en það eru rétt um 35 prósenta líkur á því að hann vinni einhver björgunarafrek. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd […]. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Hér eru á ferðinni sérlega göfug og falleg markmið. Forsætisráðherrann okkar, sá sami og skrifaði undir téðan stjórnarsáttmála, var eitt sinn ávíttur af forseta Alþingis fyrir að nota slettuna „soundbite“ í ræðustól. Hann brást við með orðunum „Herra forseti, ókei, ég skil hvað þú ert að segja.“ og sagði jafnframt að honum hefði þótt nauðsynlegt að grípa til enskunnar í þessu tilviki. Í marsmánuði 2015 skilaði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, margumræddum forsætisráðherra skýrslu um breytingu á íslensku peningakerfi á ensku án þess að nokkur haldbær rök lægju þar að baki. Við Arngrímsgötu 5 stendur ekkert en þar er aftur á móti stór og sérlega íslensk hola. Hún er hola íslenskra fræða þar sem enn bólar ekkert á húsinu sem stóð til að reisa þar. Málvernd og virðing. Það var nefnilega það.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun