#Lægðin tekin með stæl Guðrún Ansnes skrifar 10. september 2015 11:45 #lægðin var vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlunum í vikunni, enda fátt íslendingum jafn tíðrætt og blessað veðrið. mynd/getty Ásdís var reynda í góðum gír í Berlín þegar náðist í hana. En hún kemur vel búin heim í haustlægðarhrynuna. Flestir Íslendingar hafa ekki farið varhluta af fyrstu haustlægðinni sem legið hefur sem mara yfir landinu með tilheyrandi sálarstríði, kuldaköstum og fljúgandi trampólínum. Samfélagsmiðlarnir stútfylltust af buguðu fólki í slag við lægðina, allt saman samviskusamlega myllumerkt #lægðin. Vissara er að klæða sig eftir veðri, en það getur verið þrautin þyngri ætli menn og konur að tolla í tískunni í slíku árferði. Vísir fór á stúfana og hafði samband við nokkra annálaða tískuspekúlanta sem kunna listina að klæða sig smart, og vera nokkuð hlýtt á meðan haustlægðirnar gefa þeim hvern kinnhestinn á fætur öðrum, og má með sanni segja að útvíðar buxur og yfirstórir jakkar séu vinsæl fyrirbæri í vopnabúrum okkar fólks. Andri er fatahönnuður, og því sannarlega með puttinn á púlsinum í þessum efnum.mynd/aðsendÁsdís María Viðarsdóttirsöngkona, samkvæmisljón ogstarfsmaður Spútnik „Ég ætla að segja að kasmírpeysur komi manni ansi langt. Annaðhvort með rúllukraga eða svona djúsí peysur eins og fást til dæmis í Aftur. Útvíðar buxur, hvort sem þær eru léttar eða þungar, jafnvel úr flaueli, eru málið. Svo er upplagt að klæða sig í támjó stígvél. Ég hef alltaf elskað chunky boots á veturna, en nú sé ég bara támjó. Hæglega má svo rústa lægðinni með oversized jakka, með kögri eða svona mokka, og ég myndi segja nauðsyn. Til að toppa þetta allt, þá eru dökkir mattir varalitir æði, brúnir eða berjalitir."Pattra fer vel beltuð inn í haustlægðirnar, en hún segir þau koma gríðarlega sterk inn í haust.mynd/aðsendAndri Hrafn Unnarssonfatahönnuður „Skyldueign fyrir haustlægðina er regnkápa, og því meira sem brakar í henni því betra! 66°Norður eða Army.is eru með brakandi ferskar kápur. Svo skipta buxurnar miklu máli, alvöru gallabuxur, þar sem gæðin segja til sín. Annars held ég að grátt sé málið, hvort sem er í jakkafötum, gallabuxum, stuttermabolum eða kjólum. Grár tónar vel við haustliti. Allir aukahlutir verða svo stórir, hattar, treflar, töskur. Go bold or go home, eins og þeir segja. Strigaskórnir loka þessu svo, en það er sennilega síðasti sjéns til að sporta strigaskóm án þess að þeir veðrist í klessu. Kannski ekki spánýtt, en á alltaf erindi. Þá kemur Jason Markk, náttúrulegi skóhreinsirinn, til bjargar og heldur skónum ferskum."Hlynur telur ekki alls ólíklegt að kósýföt verði í bland við annað eitursvalt.Pattra Sriyanongelífsstíls- og tískubloggari á Trendnet.is „Ég segi að áberandi belti verði fyrirferðarmikil í haust. Vígaleg belti með flottum sylgjum, en mikilvægt að hafa í huga að auðvelt er að ofgera þessu trendi, þar sem línan er afskaplega þunn á milli „classy“ og „trashy“. Þá er kjörið að verjast haustlægðum með rúllukrögum. Þeir hafa verið áberandi og halda því áfram, þeir eru líka svo hentugir þar sem þeir eru afar fjölbreyttir og passa nánast við allt og öll tilefni. Svo verða útvíðu buxurnar ansi sjáanlegar, rúskinn, kögur og allur pakkinn. Sjálf hef ég alltaf verið hrifin af þeim, og er því hæstánægð með þessa endurkomu, enda annálaður aðdáandi sjöunda áratugarins. Að lokum ber að nefna þykkan og góðan leðurjakka, en hann er lykileign í fataskápa Íslendinga, enda má klæðast honum allt árið, og svo fara í hann undir frakka þegar lægðin læðist að."Lína Birgitta hefur tröllatrú á rúllukrögunum.Hlynur James Hákonarsonbloggari á Herratrend.is „Hausttískan 2015 byggir mikið á retró klæðnaði sjöunda áratugarins, og þá eru menn svolítið að blanda saman nútíma ræktarfatnaði, við svokallað „loungewear“ eða kósíföt. Ætli menn sér að komast í gegnum þessar haustlægðir, vel útlítandi, myndi ég segja að stórar yfirhafnir spili lykilhlutverk og þá skiptir miklu máli að þær séu í jarðarlitum. Svo halda einfaldir bolir sér alltaf inni og þykku peysurnar standa fyrir sínu. Stan Smith strigaskórnir verða áfram áberandi."Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttirtískubloggari og stílisti „Allan daginn góð rúllukragapeysa og þá helst í jarðlitum. Þær svíkja mann aldrei, og hvað þá í haustlægð. Þær einföldustu geta gert heildarútlitið brjálæðislega töff. Svo myndi ég segja að cape blazerar kæmu sterkir inn með lægðunum, og eru svolítið möst þegar maður ætlar eitthvað fínt. Sjálf var ég búin að leita lengi að slíkum og fór um allt, en datt loks niður á hinn eina sanna í ZARA. Þessi sér um að setja punktinn yfir i-ið, enda mjög smart." Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Ásdís var reynda í góðum gír í Berlín þegar náðist í hana. En hún kemur vel búin heim í haustlægðarhrynuna. Flestir Íslendingar hafa ekki farið varhluta af fyrstu haustlægðinni sem legið hefur sem mara yfir landinu með tilheyrandi sálarstríði, kuldaköstum og fljúgandi trampólínum. Samfélagsmiðlarnir stútfylltust af buguðu fólki í slag við lægðina, allt saman samviskusamlega myllumerkt #lægðin. Vissara er að klæða sig eftir veðri, en það getur verið þrautin þyngri ætli menn og konur að tolla í tískunni í slíku árferði. Vísir fór á stúfana og hafði samband við nokkra annálaða tískuspekúlanta sem kunna listina að klæða sig smart, og vera nokkuð hlýtt á meðan haustlægðirnar gefa þeim hvern kinnhestinn á fætur öðrum, og má með sanni segja að útvíðar buxur og yfirstórir jakkar séu vinsæl fyrirbæri í vopnabúrum okkar fólks. Andri er fatahönnuður, og því sannarlega með puttinn á púlsinum í þessum efnum.mynd/aðsendÁsdís María Viðarsdóttirsöngkona, samkvæmisljón ogstarfsmaður Spútnik „Ég ætla að segja að kasmírpeysur komi manni ansi langt. Annaðhvort með rúllukraga eða svona djúsí peysur eins og fást til dæmis í Aftur. Útvíðar buxur, hvort sem þær eru léttar eða þungar, jafnvel úr flaueli, eru málið. Svo er upplagt að klæða sig í támjó stígvél. Ég hef alltaf elskað chunky boots á veturna, en nú sé ég bara támjó. Hæglega má svo rústa lægðinni með oversized jakka, með kögri eða svona mokka, og ég myndi segja nauðsyn. Til að toppa þetta allt, þá eru dökkir mattir varalitir æði, brúnir eða berjalitir."Pattra fer vel beltuð inn í haustlægðirnar, en hún segir þau koma gríðarlega sterk inn í haust.mynd/aðsendAndri Hrafn Unnarssonfatahönnuður „Skyldueign fyrir haustlægðina er regnkápa, og því meira sem brakar í henni því betra! 66°Norður eða Army.is eru með brakandi ferskar kápur. Svo skipta buxurnar miklu máli, alvöru gallabuxur, þar sem gæðin segja til sín. Annars held ég að grátt sé málið, hvort sem er í jakkafötum, gallabuxum, stuttermabolum eða kjólum. Grár tónar vel við haustliti. Allir aukahlutir verða svo stórir, hattar, treflar, töskur. Go bold or go home, eins og þeir segja. Strigaskórnir loka þessu svo, en það er sennilega síðasti sjéns til að sporta strigaskóm án þess að þeir veðrist í klessu. Kannski ekki spánýtt, en á alltaf erindi. Þá kemur Jason Markk, náttúrulegi skóhreinsirinn, til bjargar og heldur skónum ferskum."Hlynur telur ekki alls ólíklegt að kósýföt verði í bland við annað eitursvalt.Pattra Sriyanongelífsstíls- og tískubloggari á Trendnet.is „Ég segi að áberandi belti verði fyrirferðarmikil í haust. Vígaleg belti með flottum sylgjum, en mikilvægt að hafa í huga að auðvelt er að ofgera þessu trendi, þar sem línan er afskaplega þunn á milli „classy“ og „trashy“. Þá er kjörið að verjast haustlægðum með rúllukrögum. Þeir hafa verið áberandi og halda því áfram, þeir eru líka svo hentugir þar sem þeir eru afar fjölbreyttir og passa nánast við allt og öll tilefni. Svo verða útvíðu buxurnar ansi sjáanlegar, rúskinn, kögur og allur pakkinn. Sjálf hef ég alltaf verið hrifin af þeim, og er því hæstánægð með þessa endurkomu, enda annálaður aðdáandi sjöunda áratugarins. Að lokum ber að nefna þykkan og góðan leðurjakka, en hann er lykileign í fataskápa Íslendinga, enda má klæðast honum allt árið, og svo fara í hann undir frakka þegar lægðin læðist að."Lína Birgitta hefur tröllatrú á rúllukrögunum.Hlynur James Hákonarsonbloggari á Herratrend.is „Hausttískan 2015 byggir mikið á retró klæðnaði sjöunda áratugarins, og þá eru menn svolítið að blanda saman nútíma ræktarfatnaði, við svokallað „loungewear“ eða kósíföt. Ætli menn sér að komast í gegnum þessar haustlægðir, vel útlítandi, myndi ég segja að stórar yfirhafnir spili lykilhlutverk og þá skiptir miklu máli að þær séu í jarðarlitum. Svo halda einfaldir bolir sér alltaf inni og þykku peysurnar standa fyrir sínu. Stan Smith strigaskórnir verða áfram áberandi."Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttirtískubloggari og stílisti „Allan daginn góð rúllukragapeysa og þá helst í jarðlitum. Þær svíkja mann aldrei, og hvað þá í haustlægð. Þær einföldustu geta gert heildarútlitið brjálæðislega töff. Svo myndi ég segja að cape blazerar kæmu sterkir inn með lægðunum, og eru svolítið möst þegar maður ætlar eitthvað fínt. Sjálf var ég búin að leita lengi að slíkum og fór um allt, en datt loks niður á hinn eina sanna í ZARA. Þessi sér um að setja punktinn yfir i-ið, enda mjög smart."
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira