Globeathon heilsunnar vegna Sigrún Arnardóttir skrifar 11. september 2015 00:00 Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu og á síðasta ári tóku yfir 70 lönd þátt í þessum viðburði. Í ár er boðið upp á 5 km og 10 km hlaup og göngu. Það er Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, og Krabbameinsfélagið sem standa að þessum viðburði saman en allur ágóði rennur til Lífs. Á hverju ári greinast um 60 konur með krabbamein í kvenlíffærum, aðallega krabbamein í leghálsi, legi eða eggjastokkum. Krabbamein sem greinast á frumstigi eru oft læknanleg og er því mikilvægt að konur taki ábyrgð á eigin heilsu og sinni þeim forvörnum sem eru í boði og hlusti á líkamann og leiti til lækna ef þær eru með ný einkenni frá kvenlíffærum.Leghálskrabbamein Leghálskrabbameinsleit hófst á Íslandi fyrir rúmlega 50 árum og hefur mikill árangur náðst í því að lækka dánartíðni þess. Megintilgangur leitarinnar er að greina og meðhöndla forstigsbreytingar krabbameins í leghálsi. Leitarstöð Krabbameinsfélagsis hvetur allar konur á aldrinum 23-65 ára til að mæta á þriggja ára fresti í þessa leit. Leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum (Human Papilloma Virus) og smitast við kynmök. Árið 2011 hófst bólusetning gegn þessum flokki veira og er öllum tólf ára stelpum á landinu boðin bólusetning og fer hún fram í skólum landsins. Er þetta mikil fjárfesting til framtíðar og mun lækka dánartíðni leghálskrabbameins enn frekar og minnka þann kostnað sem felst í eftirliti og aðgerðum vegna frumubreytinga í leghálsi.Krabbamein í legi Krabbamein í legi getur myndast í slímhúð legsins eða í legvöðvanum. Þetta krabbamein er algengara hjá konum eftir tíðarhvörf og gefur sig oft til kynna með blæðingum frá leggöngum. Ofþyngd getur verið áhættuþáttur vegna þess að hormónið estrogen myndast að hluta til í fituvef eftir tíðahvörf og getur örvað slímhúðina í leginu. Það er mikilvægt að leita til læknis ef fram koma blæðingar frá legi eftir tíðahvörf.Krabbamein í eggjastokkum Krabbamein í eggjastokkum gefur lítil einkenni í byrjun og greinist því oft ekki fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn og hefur náð að dreifa sér út fyrir eggjastokkana. Um 60% kvenna sem greinast með eggjastokkakrabbamein eru með langt genginn sjúkdóm. Það er engin skimun til fyrir eggjastokkakrabbamein og því mikilvægt að konur séu vakandi fyrir einkennum frá kviðarholi. Helstu einkenni eru óljósir kviðverkir, þrýstingseinkenni á þvagblöðru eða endaþarm, verkir við samfarir og aukið ummál kviðar. Globeathon-hlaupið/gangan fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 11 við Háskólann í Reykjavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið/gönguna . Hlaupið/gengið er inn í Fossvogsdal og til baka og í lok hlaups fer fram verðlaunaafhending og dreginn verður út fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga. Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt verkefnið með vinningum og viljum við nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir það. Bláa lónið og Vistor hafa verið styrktaraðlilar hlaupsins frá upphafi. Tilgangur Lífs styrktarfélags er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna á landinu. Það geta allir tekið þátt í Globeathon. Við skorum á þig að taka þátt, heilsunnar vegna. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá www.hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Háskólans í Reykjavík kl. 9.00-10.45 á sunnudaginn . Við erum á Facebook undir Globeathon Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu og á síðasta ári tóku yfir 70 lönd þátt í þessum viðburði. Í ár er boðið upp á 5 km og 10 km hlaup og göngu. Það er Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, og Krabbameinsfélagið sem standa að þessum viðburði saman en allur ágóði rennur til Lífs. Á hverju ári greinast um 60 konur með krabbamein í kvenlíffærum, aðallega krabbamein í leghálsi, legi eða eggjastokkum. Krabbamein sem greinast á frumstigi eru oft læknanleg og er því mikilvægt að konur taki ábyrgð á eigin heilsu og sinni þeim forvörnum sem eru í boði og hlusti á líkamann og leiti til lækna ef þær eru með ný einkenni frá kvenlíffærum.Leghálskrabbamein Leghálskrabbameinsleit hófst á Íslandi fyrir rúmlega 50 árum og hefur mikill árangur náðst í því að lækka dánartíðni þess. Megintilgangur leitarinnar er að greina og meðhöndla forstigsbreytingar krabbameins í leghálsi. Leitarstöð Krabbameinsfélagsis hvetur allar konur á aldrinum 23-65 ára til að mæta á þriggja ára fresti í þessa leit. Leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum (Human Papilloma Virus) og smitast við kynmök. Árið 2011 hófst bólusetning gegn þessum flokki veira og er öllum tólf ára stelpum á landinu boðin bólusetning og fer hún fram í skólum landsins. Er þetta mikil fjárfesting til framtíðar og mun lækka dánartíðni leghálskrabbameins enn frekar og minnka þann kostnað sem felst í eftirliti og aðgerðum vegna frumubreytinga í leghálsi.Krabbamein í legi Krabbamein í legi getur myndast í slímhúð legsins eða í legvöðvanum. Þetta krabbamein er algengara hjá konum eftir tíðarhvörf og gefur sig oft til kynna með blæðingum frá leggöngum. Ofþyngd getur verið áhættuþáttur vegna þess að hormónið estrogen myndast að hluta til í fituvef eftir tíðahvörf og getur örvað slímhúðina í leginu. Það er mikilvægt að leita til læknis ef fram koma blæðingar frá legi eftir tíðahvörf.Krabbamein í eggjastokkum Krabbamein í eggjastokkum gefur lítil einkenni í byrjun og greinist því oft ekki fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn og hefur náð að dreifa sér út fyrir eggjastokkana. Um 60% kvenna sem greinast með eggjastokkakrabbamein eru með langt genginn sjúkdóm. Það er engin skimun til fyrir eggjastokkakrabbamein og því mikilvægt að konur séu vakandi fyrir einkennum frá kviðarholi. Helstu einkenni eru óljósir kviðverkir, þrýstingseinkenni á þvagblöðru eða endaþarm, verkir við samfarir og aukið ummál kviðar. Globeathon-hlaupið/gangan fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 11 við Háskólann í Reykjavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið/gönguna . Hlaupið/gengið er inn í Fossvogsdal og til baka og í lok hlaups fer fram verðlaunaafhending og dreginn verður út fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga. Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt verkefnið með vinningum og viljum við nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir það. Bláa lónið og Vistor hafa verið styrktaraðlilar hlaupsins frá upphafi. Tilgangur Lífs styrktarfélags er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna á landinu. Það geta allir tekið þátt í Globeathon. Við skorum á þig að taka þátt, heilsunnar vegna. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá www.hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Háskólans í Reykjavík kl. 9.00-10.45 á sunnudaginn . Við erum á Facebook undir Globeathon Ísland.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun