Börn á flótta – Hvað gerum við? Erna Reynisdóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun