Innlent

Félagsmenn í VR greiða atkvæði um vinnustöðvun

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Vísir/Anton Brink
Félagsmenn VR, aðildarfélögum Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Flóabandalagsins, þ.e. Eflingar, Hlífar og VSFK, hafa boðað til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum. Atkvæðagreiðslunni lýkur eigi síðar en 20. maí en verði verkföll samþykkt hefjast aðgerðir fimmtudaginn 28. maí.

Félagsmennirnir hafa verið samningslausir í tvo mánuði og reynt að ná sátt við atvinnurekendur án árangurs.

Skiplag vinnustöðvana félaganna er með þeim hætti að dagana 28. maí til og með 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæðiVR, LÍV og aðildarfélaga Flóans. Frá og með 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.

Hér fyrir neðan er birt yfirlit yfir skipulag aðgerða:

28. maí og 29. maí: Hópbifreiðafyrirtæki - frá kl. 00:00 28. maí til 24:00 29. maí.

30. maí og 31. maí: Hótel, gististaðir og baðstaðir - frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí.

31. maí og 1. júní: Flugafgreiðsla - frá kl. 00:00 31. maí til kl 24:00 1. júní.

2. júní og 3. júní: Skipafélög og matvöruverslanir - frá kl. 00:00 2. júní til kl 24:00 3. júní.

4. júní og 5. júní: Olíufélög - frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní.

6. júní: Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 6. júní 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×