Innlent

60 teknir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir mældust á 146 kílómetra hraða.
Tveir mældust á 146 kílómetra hraða. Vísir/Anton
Sextíu ökumenn hafa verið stöðvaðir af lögreglu fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.



Tveir ökumenn, karlmenn um tvítugt, mældust á mestum hraða en þeir mældust báðir á 146 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Hraðakstursinn kostar hvorn þeirra 130 þúsund krónur, sviptingu ökuleyfis í einn mánuði og þrjá punkta í ökuferilsskrá.



Einn ökumannanna, sem staðnir voru að hraðakstri, var að auki á ótryggðri bifreið og voru skráningarnúmer hennar fjarlægð af þeim sökum, að sögn lögreglu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×