Innlent

Líkamsárás í heimahúsi í Keflavík

Bjarki Ármannsson skrifar
Tveir einstaklingar voru handteknir og ein kona flutt á spítala.
Tveir einstaklingar voru handteknir og ein kona flutt á spítala. Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo vegna líkamsárásar í heimahúsi við Hafnargötu í Keflavík nú síðdegis. Ein kona var jafnframt flutt á sjúkrahús en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hún ekki talin alvarlega særð.

Í frétt Víkurfrétta, sem fyrst greindu frá, kemur fram að viðbúnaður lögreglu á vettvangi hafi verið mikill, að minnsta kosti fjórar lögreglubifreiðar og ein sjúkrabifreið. 

Konan sem flutt var á sjúkrahús er ekki talin alvarlega slösuð.Víkurfréttir/Hilmar Bragi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×