Innlent

Sigmundur Davíð til Sviss og Liechtenstein

Atli Ísleifsson skrifar
Í heimsókn sinni til Liechtenstein mun forsætisráðherra eiga fund með forsætisráðherra landsins, Adrian Hasler.
Í heimsókn sinni til Liechtenstein mun forsætisráðherra eiga fund með forsætisráðherra landsins, Adrian Hasler. Vísir/Valli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun heimsækja Sviss og Liechtenstein dagana 6. til 8. maí næstkomandi.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ráðherra muni taka þátt í ráðstefnu undir yfirskriftinni „Proudly Small“ í St. Gallen háskóla og halda þar ræðu um málefni norðurslóða. „Ennfremur mun forsætisráðherra taka þátt í pallborðsumræðum um stöðu smáríkja í heiminum ásamt forsætisráðherra Möltu, utanríkisráðherra Gana og ríkisstjóra Delaware fylkis í Bandaríkjunum. Þá mun forsætisráðherra eiga tvíhliða fund með varaforsætisráðherra Sviss, Johann Schneider-Ammann, þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna, málefni EFTA, norðurslóðir og staða mála í Úkraínu verða meðal umræðuefna.“

Í heimsókn sinni til Liechtenstein mun forsætisráðherra eiga fund með forsætisráðherra landsins, Adrian Hasler, þar sem málefni EES-samningsins verða ofarlega á baugi. „Ennfremur mun forsætisráðherra eiga fund með krónprinsi Liechtenstein og forseta þingsins. Þá mun forsætisráðherra heimsækja háskólann í Liechtenstein og þjóðminjasafnið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×