Virkir foreldrar skapa betri skóla Anna Margrét Sigurðardóttir skrifar 20. apríl 2015 12:00 Í ár eru tímamót hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Foreldraverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn þann 20. maí nk. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.Samstarf foreldra Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er ætlað að beina sjónum að því sem vel er gert í skólasamfélaginu og að því gróskumikla starfi sem á sér stað með börnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við val á verkefnum er horft til þess að þau feli í sér aukið samstarf skóla, heimila og annarra aðila sem vinna og stuðla að æskulýðsstarfi í sínu nærsamfélagi. Einnig er litið til þess hvort verkefni hafi skapað jákvæðar hefðir í samfélaginu og hvort þau hafi náð að festast í sessi. Mikil viðurkenning felst í því að fá tilnefningu til Foreldraverðlauna og í því felst hvatning til þeirra sem oft og tíðum leggja á sig ómælda vinnu.Virkir foreldrar Samstarf foreldra innan skóla felur í sér mikinn auð og er mikilvægur liður í að skapa jákvæðan skólabrag. Jákvæður skólabragur hefur hvetjandi áhrif á nám og líðan barna í skólum landsins og stuðlar að bættu samstarfi milli skóla og foreldra. Þó geta ekki allir foreldrar tekið þátt í foreldrasamstarfi en þrátt fyrir það hefur jákvæður skólabragur og samvinna foreldra í bekkjardeildum áhrif á alla nemendur og hefur ótvíræð áhrif á námsárangur og að auki óumdeilt forvarnargildi þegar fram í sækir. Öflugt foreldrasamstarf skapar hefðir sem skila sér í bættu samfélagi og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn og ungmenni. Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og benda til þess að gott samstarf milli heimila og skóla stuðli að betri líðan og námsárangri barna, auknu sjálfsöryggi og jákvæðara viðhorfi. Virkir foreldrar skapa betri skóla.Af hverju Foreldraverðlaun? Einn tilgangur Foreldraverðlaunanna er að koma á framfæri verðugum verkefnum sem aðrir geta tekið upp og aðlagað að sínu nærsamfélagi en fjölmörg dæmi eru um verkefni sem skólar og foreldrar hafa unnið að og sniðið að eigin samfélagi. Til gamans má geta að Foreldrahandbók Heimilis og skóla, sem mörg foreldrafélög á landinu vinna eftir, er dæmi um verkefni sem hlaut Foreldraverðlaunin á sínum tíma. Allir geta tilnefnt til Foreldraverðlauna, hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að tilnefna Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þá er verðlaunaður einstaklingur sem með starfi sínu hefur skarað fram úr og stuðlað að bættu samstarfi heimila og skóla.Jákvæður skólabragur Hvernig skapast hefðir í skólasamfélaginu og hvernig er þeim viðhaldið? Sú samfélagsvinna sem foreldrar leggja til er auðlind sem vert er að veita eftirtekt. Nýir foreldrar koma inn í skólasamfélagið og halda áfram verkefnum sem unnið hefur verið að og skapað hafa hefðir. Foreldrar eru eins og órofa keðja sem viðheldur hefðum sem eiga þátt í að móta jákvæðan skólabrag sem er mikilvægur í öllu skólastarfi. Lítum til okkar skólasamfélags og gefum því gaum hvort þar sé unnið að verkefnum sem vert er að tilnefna. Hægt er að skila inn tilnefningum til Foreldraverðlauna og Dugnaðarforks Heimilis og skóla á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is, fram til 6. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í ár eru tímamót hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Foreldraverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn þann 20. maí nk. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.Samstarf foreldra Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er ætlað að beina sjónum að því sem vel er gert í skólasamfélaginu og að því gróskumikla starfi sem á sér stað með börnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við val á verkefnum er horft til þess að þau feli í sér aukið samstarf skóla, heimila og annarra aðila sem vinna og stuðla að æskulýðsstarfi í sínu nærsamfélagi. Einnig er litið til þess hvort verkefni hafi skapað jákvæðar hefðir í samfélaginu og hvort þau hafi náð að festast í sessi. Mikil viðurkenning felst í því að fá tilnefningu til Foreldraverðlauna og í því felst hvatning til þeirra sem oft og tíðum leggja á sig ómælda vinnu.Virkir foreldrar Samstarf foreldra innan skóla felur í sér mikinn auð og er mikilvægur liður í að skapa jákvæðan skólabrag. Jákvæður skólabragur hefur hvetjandi áhrif á nám og líðan barna í skólum landsins og stuðlar að bættu samstarfi milli skóla og foreldra. Þó geta ekki allir foreldrar tekið þátt í foreldrasamstarfi en þrátt fyrir það hefur jákvæður skólabragur og samvinna foreldra í bekkjardeildum áhrif á alla nemendur og hefur ótvíræð áhrif á námsárangur og að auki óumdeilt forvarnargildi þegar fram í sækir. Öflugt foreldrasamstarf skapar hefðir sem skila sér í bættu samfélagi og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn og ungmenni. Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og benda til þess að gott samstarf milli heimila og skóla stuðli að betri líðan og námsárangri barna, auknu sjálfsöryggi og jákvæðara viðhorfi. Virkir foreldrar skapa betri skóla.Af hverju Foreldraverðlaun? Einn tilgangur Foreldraverðlaunanna er að koma á framfæri verðugum verkefnum sem aðrir geta tekið upp og aðlagað að sínu nærsamfélagi en fjölmörg dæmi eru um verkefni sem skólar og foreldrar hafa unnið að og sniðið að eigin samfélagi. Til gamans má geta að Foreldrahandbók Heimilis og skóla, sem mörg foreldrafélög á landinu vinna eftir, er dæmi um verkefni sem hlaut Foreldraverðlaunin á sínum tíma. Allir geta tilnefnt til Foreldraverðlauna, hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að tilnefna Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þá er verðlaunaður einstaklingur sem með starfi sínu hefur skarað fram úr og stuðlað að bættu samstarfi heimila og skóla.Jákvæður skólabragur Hvernig skapast hefðir í skólasamfélaginu og hvernig er þeim viðhaldið? Sú samfélagsvinna sem foreldrar leggja til er auðlind sem vert er að veita eftirtekt. Nýir foreldrar koma inn í skólasamfélagið og halda áfram verkefnum sem unnið hefur verið að og skapað hafa hefðir. Foreldrar eru eins og órofa keðja sem viðheldur hefðum sem eiga þátt í að móta jákvæðan skólabrag sem er mikilvægur í öllu skólastarfi. Lítum til okkar skólasamfélags og gefum því gaum hvort þar sé unnið að verkefnum sem vert er að tilnefna. Hægt er að skila inn tilnefningum til Foreldraverðlauna og Dugnaðarforks Heimilis og skóla á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is, fram til 6. maí nk.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun