Virkir foreldrar skapa betri skóla Anna Margrét Sigurðardóttir skrifar 20. apríl 2015 12:00 Í ár eru tímamót hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Foreldraverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn þann 20. maí nk. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.Samstarf foreldra Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er ætlað að beina sjónum að því sem vel er gert í skólasamfélaginu og að því gróskumikla starfi sem á sér stað með börnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við val á verkefnum er horft til þess að þau feli í sér aukið samstarf skóla, heimila og annarra aðila sem vinna og stuðla að æskulýðsstarfi í sínu nærsamfélagi. Einnig er litið til þess hvort verkefni hafi skapað jákvæðar hefðir í samfélaginu og hvort þau hafi náð að festast í sessi. Mikil viðurkenning felst í því að fá tilnefningu til Foreldraverðlauna og í því felst hvatning til þeirra sem oft og tíðum leggja á sig ómælda vinnu.Virkir foreldrar Samstarf foreldra innan skóla felur í sér mikinn auð og er mikilvægur liður í að skapa jákvæðan skólabrag. Jákvæður skólabragur hefur hvetjandi áhrif á nám og líðan barna í skólum landsins og stuðlar að bættu samstarfi milli skóla og foreldra. Þó geta ekki allir foreldrar tekið þátt í foreldrasamstarfi en þrátt fyrir það hefur jákvæður skólabragur og samvinna foreldra í bekkjardeildum áhrif á alla nemendur og hefur ótvíræð áhrif á námsárangur og að auki óumdeilt forvarnargildi þegar fram í sækir. Öflugt foreldrasamstarf skapar hefðir sem skila sér í bættu samfélagi og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn og ungmenni. Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og benda til þess að gott samstarf milli heimila og skóla stuðli að betri líðan og námsárangri barna, auknu sjálfsöryggi og jákvæðara viðhorfi. Virkir foreldrar skapa betri skóla.Af hverju Foreldraverðlaun? Einn tilgangur Foreldraverðlaunanna er að koma á framfæri verðugum verkefnum sem aðrir geta tekið upp og aðlagað að sínu nærsamfélagi en fjölmörg dæmi eru um verkefni sem skólar og foreldrar hafa unnið að og sniðið að eigin samfélagi. Til gamans má geta að Foreldrahandbók Heimilis og skóla, sem mörg foreldrafélög á landinu vinna eftir, er dæmi um verkefni sem hlaut Foreldraverðlaunin á sínum tíma. Allir geta tilnefnt til Foreldraverðlauna, hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að tilnefna Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þá er verðlaunaður einstaklingur sem með starfi sínu hefur skarað fram úr og stuðlað að bættu samstarfi heimila og skóla.Jákvæður skólabragur Hvernig skapast hefðir í skólasamfélaginu og hvernig er þeim viðhaldið? Sú samfélagsvinna sem foreldrar leggja til er auðlind sem vert er að veita eftirtekt. Nýir foreldrar koma inn í skólasamfélagið og halda áfram verkefnum sem unnið hefur verið að og skapað hafa hefðir. Foreldrar eru eins og órofa keðja sem viðheldur hefðum sem eiga þátt í að móta jákvæðan skólabrag sem er mikilvægur í öllu skólastarfi. Lítum til okkar skólasamfélags og gefum því gaum hvort þar sé unnið að verkefnum sem vert er að tilnefna. Hægt er að skila inn tilnefningum til Foreldraverðlauna og Dugnaðarforks Heimilis og skóla á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is, fram til 6. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Í ár eru tímamót hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Foreldraverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn þann 20. maí nk. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.Samstarf foreldra Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er ætlað að beina sjónum að því sem vel er gert í skólasamfélaginu og að því gróskumikla starfi sem á sér stað með börnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við val á verkefnum er horft til þess að þau feli í sér aukið samstarf skóla, heimila og annarra aðila sem vinna og stuðla að æskulýðsstarfi í sínu nærsamfélagi. Einnig er litið til þess hvort verkefni hafi skapað jákvæðar hefðir í samfélaginu og hvort þau hafi náð að festast í sessi. Mikil viðurkenning felst í því að fá tilnefningu til Foreldraverðlauna og í því felst hvatning til þeirra sem oft og tíðum leggja á sig ómælda vinnu.Virkir foreldrar Samstarf foreldra innan skóla felur í sér mikinn auð og er mikilvægur liður í að skapa jákvæðan skólabrag. Jákvæður skólabragur hefur hvetjandi áhrif á nám og líðan barna í skólum landsins og stuðlar að bættu samstarfi milli skóla og foreldra. Þó geta ekki allir foreldrar tekið þátt í foreldrasamstarfi en þrátt fyrir það hefur jákvæður skólabragur og samvinna foreldra í bekkjardeildum áhrif á alla nemendur og hefur ótvíræð áhrif á námsárangur og að auki óumdeilt forvarnargildi þegar fram í sækir. Öflugt foreldrasamstarf skapar hefðir sem skila sér í bættu samfélagi og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn og ungmenni. Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og benda til þess að gott samstarf milli heimila og skóla stuðli að betri líðan og námsárangri barna, auknu sjálfsöryggi og jákvæðara viðhorfi. Virkir foreldrar skapa betri skóla.Af hverju Foreldraverðlaun? Einn tilgangur Foreldraverðlaunanna er að koma á framfæri verðugum verkefnum sem aðrir geta tekið upp og aðlagað að sínu nærsamfélagi en fjölmörg dæmi eru um verkefni sem skólar og foreldrar hafa unnið að og sniðið að eigin samfélagi. Til gamans má geta að Foreldrahandbók Heimilis og skóla, sem mörg foreldrafélög á landinu vinna eftir, er dæmi um verkefni sem hlaut Foreldraverðlaunin á sínum tíma. Allir geta tilnefnt til Foreldraverðlauna, hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að tilnefna Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þá er verðlaunaður einstaklingur sem með starfi sínu hefur skarað fram úr og stuðlað að bættu samstarfi heimila og skóla.Jákvæður skólabragur Hvernig skapast hefðir í skólasamfélaginu og hvernig er þeim viðhaldið? Sú samfélagsvinna sem foreldrar leggja til er auðlind sem vert er að veita eftirtekt. Nýir foreldrar koma inn í skólasamfélagið og halda áfram verkefnum sem unnið hefur verið að og skapað hafa hefðir. Foreldrar eru eins og órofa keðja sem viðheldur hefðum sem eiga þátt í að móta jákvæðan skólabrag sem er mikilvægur í öllu skólastarfi. Lítum til okkar skólasamfélags og gefum því gaum hvort þar sé unnið að verkefnum sem vert er að tilnefna. Hægt er að skila inn tilnefningum til Foreldraverðlauna og Dugnaðarforks Heimilis og skóla á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is, fram til 6. maí nk.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar