Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri 27-30 | Liðin mætast í 8-liða úrslitum Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2015 18:45 Vísir/Valli Akureyri vann fínan sigur á ÍR, 30-27, í lokaumferð Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Austurberginu. Akureyri endar í sjötta sæti í deildarkeppninni og mætir liðið því einmitt ÍR í átta liða úrslitunum. Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í liði ÍR í kvöld og gerði hann níu mörk. Þeir Brynjar Hólm Grétarsson og Halldór Logi Árnason voru með sex mörk fyrir Akureyringa. ÍR-ingar héldu þriðja sætinu þar sem FH-ingar töpuðu fyrir ÍBV í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að vera með eins marks forskot. Á tímabili var sóknarleikur Akureyringa nokkuð tilviljunarkenndur en liðið tókst þó að ná tökum á honum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 6-6. Á þeim tímapunkti fóru gestirnir frá Akureyri að spila vel. Ingimundur Ingimundarson var að reynast ÍR-ingum í vörninni erfiður og skoraði skyttan nokkur falleg mörk. ÍR-ingar voru oft á tíðum kærulausir í sínum aðgerðum og hentu stundum boltanum einfaldlega útaf vellinum. Akureyri komst í 11-8 og þá tóku þjálfarar ÍR-inga leikhlé. Akureyringar voru mun betri út hálfleikinn og leikhléið gerði lítið sem ekkert fyrir ÍR-ingana. Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir drengina frá Akureyri og útlitið dökkt fyrir ÍR-inga. Davíð Georgsson fór hamförum í upphafi síðari hálfleiksins fyrir ÍR-inga og gerði þrjú fyrstu mörk liðsins í hálfleiknum. ÍR-ingar voru snöggir að minnka muninn niður í þrjú mörk, 16-19 og leikurinn galopinn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður munaði aðeins einu marki. ÍR-ingurinn Arnar Birkir Hálfdánarson fór á kostum á tímabili í síðari hálfleik. Mikil orka fór í það að vinna sig aftur inn í leikinn hjá ÍR-ingum sem varð þess valdandi að Akureyri náði aftur tökum á leiknum og vann liðið að lokum þægilegan sigur 30-27. Heimir: Þetta verður hörku einvígi„Það vantaði alveg helling í þetta ÍR-lið í kvöld og það hefði þótt frekar lélegt ef við hefðum ekki klárað þennan leik,“ segir Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar. „Þetta var í raun bara ágætur leikur, kannski á 80 prósent hraða. Úrslitakeppnin leggst vel í okkur. Maður er aðeins að kynnast þessu núna, þrír leikir á sjö dögum. Við þurfum að hvíla okkur vel um helgina en það er gaman að fara aftur í úrslitakeppni.“ Heimir segir að hart verði barist í einvíginu milli ÍR og Akureyrar. „Þetta er frábært lið og hrikalega skemmtilegir handboltamenn í ÍR. Þetta verður hörku handbolti. Við þurfum að vera hrikalega skynsamir í sókn, þeir eru gríðarlega fljótir fram og síðan þurfum við að sýna okkar fínu vörn, þá getum við farið áfram.“ Bjarni: Ég hlakka mikið til„Það var kafli í fyrri hálfleik þar sem við settum hökuna niður í bringu og það kostaði okkur mikið,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þá náðu þeir upp góðu forskoti sem var erfitt að glíma við. Við náðum að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en komumst aldrei nær. Ég var samt ánægður með margt hjá okkur í kvöld.“ Bjarni segir að liðið hafi gefið allt í leikinn í kvöld og sýnt mikla baráttu. „Við gefumst aldrei upp og sérstaklega á heimavelli, þar þurfa öll lið að hafa fyrir hlutunum. Ég hlakka mjög mikið til einvígisins gegn Akureyri. Þetta verður fjör og hörku barátta. Leikirnir verða bara 50/50 leikir og bara hörku fjör.“ Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Akureyri vann fínan sigur á ÍR, 30-27, í lokaumferð Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Austurberginu. Akureyri endar í sjötta sæti í deildarkeppninni og mætir liðið því einmitt ÍR í átta liða úrslitunum. Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í liði ÍR í kvöld og gerði hann níu mörk. Þeir Brynjar Hólm Grétarsson og Halldór Logi Árnason voru með sex mörk fyrir Akureyringa. ÍR-ingar héldu þriðja sætinu þar sem FH-ingar töpuðu fyrir ÍBV í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að vera með eins marks forskot. Á tímabili var sóknarleikur Akureyringa nokkuð tilviljunarkenndur en liðið tókst þó að ná tökum á honum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 6-6. Á þeim tímapunkti fóru gestirnir frá Akureyri að spila vel. Ingimundur Ingimundarson var að reynast ÍR-ingum í vörninni erfiður og skoraði skyttan nokkur falleg mörk. ÍR-ingar voru oft á tíðum kærulausir í sínum aðgerðum og hentu stundum boltanum einfaldlega útaf vellinum. Akureyri komst í 11-8 og þá tóku þjálfarar ÍR-inga leikhlé. Akureyringar voru mun betri út hálfleikinn og leikhléið gerði lítið sem ekkert fyrir ÍR-ingana. Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir drengina frá Akureyri og útlitið dökkt fyrir ÍR-inga. Davíð Georgsson fór hamförum í upphafi síðari hálfleiksins fyrir ÍR-inga og gerði þrjú fyrstu mörk liðsins í hálfleiknum. ÍR-ingar voru snöggir að minnka muninn niður í þrjú mörk, 16-19 og leikurinn galopinn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður munaði aðeins einu marki. ÍR-ingurinn Arnar Birkir Hálfdánarson fór á kostum á tímabili í síðari hálfleik. Mikil orka fór í það að vinna sig aftur inn í leikinn hjá ÍR-ingum sem varð þess valdandi að Akureyri náði aftur tökum á leiknum og vann liðið að lokum þægilegan sigur 30-27. Heimir: Þetta verður hörku einvígi„Það vantaði alveg helling í þetta ÍR-lið í kvöld og það hefði þótt frekar lélegt ef við hefðum ekki klárað þennan leik,“ segir Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar. „Þetta var í raun bara ágætur leikur, kannski á 80 prósent hraða. Úrslitakeppnin leggst vel í okkur. Maður er aðeins að kynnast þessu núna, þrír leikir á sjö dögum. Við þurfum að hvíla okkur vel um helgina en það er gaman að fara aftur í úrslitakeppni.“ Heimir segir að hart verði barist í einvíginu milli ÍR og Akureyrar. „Þetta er frábært lið og hrikalega skemmtilegir handboltamenn í ÍR. Þetta verður hörku handbolti. Við þurfum að vera hrikalega skynsamir í sókn, þeir eru gríðarlega fljótir fram og síðan þurfum við að sýna okkar fínu vörn, þá getum við farið áfram.“ Bjarni: Ég hlakka mikið til„Það var kafli í fyrri hálfleik þar sem við settum hökuna niður í bringu og það kostaði okkur mikið,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þá náðu þeir upp góðu forskoti sem var erfitt að glíma við. Við náðum að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en komumst aldrei nær. Ég var samt ánægður með margt hjá okkur í kvöld.“ Bjarni segir að liðið hafi gefið allt í leikinn í kvöld og sýnt mikla baráttu. „Við gefumst aldrei upp og sérstaklega á heimavelli, þar þurfa öll lið að hafa fyrir hlutunum. Ég hlakka mjög mikið til einvígisins gegn Akureyri. Þetta verður fjör og hörku barátta. Leikirnir verða bara 50/50 leikir og bara hörku fjör.“
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira