Hvers vegna kvennafrí? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 21. október 2015 13:04 Á þessu mikla afmælisári höldum við ekki bara upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis heldur á kvennafrídagurinn (eða kvennaverkfallið) 40 ára afmæli. Það var 24. október 1975 sem þúsundir kvenna um land allt lögðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þar er skemmst frá að segja að samfélagið lamaðist. Karlar urðu að ganga í störf kvenna þar sem það var hægt og taka að sér börn og bú. Árið 1975 var kvennaár Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi nýttu kvennasamtök árið til hins ýtrasta í þágu kvennabaráttunnar. Á ráðstefnu sem haldin var um mitt sumar kom fram sú hugmynd að konur færu í verkfall í einn dag. Hugtakið verkfall vafðist fyrir sumum og því varð lausnin sú að kalla daginn kvennafrí. Framkvæmdanefnd var komið á laggir og hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem ástæður þessarar aðgerðar voru skýrðar. Það er fróðlegt að skoða skjal nefndarinnar og bera saman við stöðuna í dag. Hvað hefur áunnist á 40 árum?Bara heimaÍ skjalinu er fyrst er bent á að þegar vanti fólk í láglaunastörf sé auglýst eftir konum. Í dag er bannað að auglýsa sérstaklega eftir konum eða körlum til starfa nema að sérstök ástæða sé til. Konur eru þó enn í miklum meirihluta meðal þeirra sem lægst hafa launin. Næst er nefnt að konur í verslunar- og skrifstofustörfum fái aðeins 73% af meðallaunum karla í sömu störfum. Árið 2013 höfðu konur 68% af atvinnutekjum karla en þar er bæði um fulla vinnu og hlutastörf að ræða. Mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Samkvæmt könnunum VR undanfarin ár hefur launabilið dregist verulega saman hjá félagsmönnum þess en er þó enn óviðunandi. Það hefur ekki tekist að útrýma launamisréttinu. Þá nefnir framkvæmdanefndin að engar konur séu í aðalsamninganefnd ASÍ. Þetta hefur breyst mikið. Nú eru það samböndin innan ASÍ sem semja og þar sem um blönduð félög er að ræða koma bæði konur og karlar að samningum en fróðlegt væri að skoða þau mál betur. Í þessu samhengi er nefnt að verkakonur hafi 30.000 kr. lægri laun en verkakarlar á mánuði. Hér er erfitt um samanburð en undanfarin ár hefur kynbundinn launamunur verið hvað minnstur meðal ófaglærðs verkafólks en þar eru launin líka lægst. Víkur þá sögunni að bændakonum og húsmæðrum. Árið 1975 voru konur afar fáséðar á fundum bænda en þær hafa nú fulla aðild að samtökum þeirra. Á öðrum stað í ávarpinu er nefnt að vinna bændakvenna sé aðeins metin til 175.000 kr. á ári og væri fróðlegt að „núvirða“ þá tölu. Nefndin bendir á að lítið sé gert úr störfum húsmæðra og sagt sé að þær séu „bara heima“. Störf þeirra séu einskis metin á vinnumarkaði. Á sínum tíma tókst að koma mati á heimilisstöfum inn í kjarasamninga og skipti það margar konur verulegu máli. Hins vegar hefur heimavinnandi konum fækkað gríðarlega frá árinu 1975 enda er atvinnuþátttaka kvenna 16-74 ára 78% sem er með því mesta sem gerist innan OECD. Atvinnuþátttaka kvenna hefur vaxið jafnt og þétt frá því um 1960, m.a. vegna aukinnar menntunar, vaxtar í opinberri þjónustu, þarfar sjávarútvegsins og fleiri atvinnugreina. Næg og góð dagheimiliNæst er fullyrt að til séu „menn“, væntanlega karlar, sem telji dagheimili fyrir börn aðeins auka á leti kvenna. Fróðlegt væri að vita til hvaða ummæla er verið að vísa. Á kvennaárinu var mikill skortur á dagvistun fyrir börn og var það ein af meginkröfum Rauðsokkahreyfingarinnar að komið yrði á fót nægum og góðum dagheimilum. Konur streymdu út á vinnumarkaðinn en þar beið þeirra launamisrétti, kvenfyrirlitning og skortur á félagslegri þjónustu. Það var ekki fyrr en undir lok síðustu aldar sem lagi var komið á dagvistun barna með markvissri uppbyggingu leikskóla um land allt. Við stöndum nú mjög framarlega hvað varðar þjónustu við yngstu borgarana þó alltaf megi gera betur. Síðast skal tíunduð sú fullyrðing nefndarinnar að kynferði (karla) ráði meiru við stöðuveitingar en menntun og hæfni. Hrædd er ég um að allt of mörg dæmi séu um þetta enn þann dag í dag. Karlakvótarnir lifa góðu lífi. Án friðar ekkert jafnréttiÞað er fróðlegt að velta því fyrir sér hvað ekki var nefnt árið 1975. Í skjali nefndarinnar er ekki minnst á fæðingarorlof sem er svo mikilvægt mál í dag. Engar kröfur um þátttöku karla í uppeldi, heimilisstörfum eða jafnréttisbaráttunni. Ekkert er vikið að ofbeldi gegn konum enda var það vart komið á dagskrá. Engar kröfur um konur á þing eða í sveitarstjórnir. Það voru vinnandi konur heima og heiman sem sjónir beindust að. Á næstu árum átti umræðan eftir að þroskast og dafna. Vigdís var kjörin forseti, kvennalistar komu til sögu og jafnrétti kynjanna varð eitt mikilvægast málefni samfélagsins sem það er enn þann dag í dag. Verkefnin sem við er að glíma á 40 ára afmæli kvennafrídagsins eru ærin. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali, breyta heftandi staðalmyndum kynjanna sem unga fólkið finnur svo sárt fyrir, kveða launamisréttið í kútinn, jafna skiptingu heimilisstarfa, leiðrétta valdamisvægi í atvinnulífinu og síðast en ekki síst að vernda jörðina og koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu eins og við sjáum á degi hverjum. Án friðar ekkert jafnrétti. Án frískrar móður jarðar, léleg og versnandi lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu mikla afmælisári höldum við ekki bara upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis heldur á kvennafrídagurinn (eða kvennaverkfallið) 40 ára afmæli. Það var 24. október 1975 sem þúsundir kvenna um land allt lögðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þar er skemmst frá að segja að samfélagið lamaðist. Karlar urðu að ganga í störf kvenna þar sem það var hægt og taka að sér börn og bú. Árið 1975 var kvennaár Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi nýttu kvennasamtök árið til hins ýtrasta í þágu kvennabaráttunnar. Á ráðstefnu sem haldin var um mitt sumar kom fram sú hugmynd að konur færu í verkfall í einn dag. Hugtakið verkfall vafðist fyrir sumum og því varð lausnin sú að kalla daginn kvennafrí. Framkvæmdanefnd var komið á laggir og hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem ástæður þessarar aðgerðar voru skýrðar. Það er fróðlegt að skoða skjal nefndarinnar og bera saman við stöðuna í dag. Hvað hefur áunnist á 40 árum?Bara heimaÍ skjalinu er fyrst er bent á að þegar vanti fólk í láglaunastörf sé auglýst eftir konum. Í dag er bannað að auglýsa sérstaklega eftir konum eða körlum til starfa nema að sérstök ástæða sé til. Konur eru þó enn í miklum meirihluta meðal þeirra sem lægst hafa launin. Næst er nefnt að konur í verslunar- og skrifstofustörfum fái aðeins 73% af meðallaunum karla í sömu störfum. Árið 2013 höfðu konur 68% af atvinnutekjum karla en þar er bæði um fulla vinnu og hlutastörf að ræða. Mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Samkvæmt könnunum VR undanfarin ár hefur launabilið dregist verulega saman hjá félagsmönnum þess en er þó enn óviðunandi. Það hefur ekki tekist að útrýma launamisréttinu. Þá nefnir framkvæmdanefndin að engar konur séu í aðalsamninganefnd ASÍ. Þetta hefur breyst mikið. Nú eru það samböndin innan ASÍ sem semja og þar sem um blönduð félög er að ræða koma bæði konur og karlar að samningum en fróðlegt væri að skoða þau mál betur. Í þessu samhengi er nefnt að verkakonur hafi 30.000 kr. lægri laun en verkakarlar á mánuði. Hér er erfitt um samanburð en undanfarin ár hefur kynbundinn launamunur verið hvað minnstur meðal ófaglærðs verkafólks en þar eru launin líka lægst. Víkur þá sögunni að bændakonum og húsmæðrum. Árið 1975 voru konur afar fáséðar á fundum bænda en þær hafa nú fulla aðild að samtökum þeirra. Á öðrum stað í ávarpinu er nefnt að vinna bændakvenna sé aðeins metin til 175.000 kr. á ári og væri fróðlegt að „núvirða“ þá tölu. Nefndin bendir á að lítið sé gert úr störfum húsmæðra og sagt sé að þær séu „bara heima“. Störf þeirra séu einskis metin á vinnumarkaði. Á sínum tíma tókst að koma mati á heimilisstöfum inn í kjarasamninga og skipti það margar konur verulegu máli. Hins vegar hefur heimavinnandi konum fækkað gríðarlega frá árinu 1975 enda er atvinnuþátttaka kvenna 16-74 ára 78% sem er með því mesta sem gerist innan OECD. Atvinnuþátttaka kvenna hefur vaxið jafnt og þétt frá því um 1960, m.a. vegna aukinnar menntunar, vaxtar í opinberri þjónustu, þarfar sjávarútvegsins og fleiri atvinnugreina. Næg og góð dagheimiliNæst er fullyrt að til séu „menn“, væntanlega karlar, sem telji dagheimili fyrir börn aðeins auka á leti kvenna. Fróðlegt væri að vita til hvaða ummæla er verið að vísa. Á kvennaárinu var mikill skortur á dagvistun fyrir börn og var það ein af meginkröfum Rauðsokkahreyfingarinnar að komið yrði á fót nægum og góðum dagheimilum. Konur streymdu út á vinnumarkaðinn en þar beið þeirra launamisrétti, kvenfyrirlitning og skortur á félagslegri þjónustu. Það var ekki fyrr en undir lok síðustu aldar sem lagi var komið á dagvistun barna með markvissri uppbyggingu leikskóla um land allt. Við stöndum nú mjög framarlega hvað varðar þjónustu við yngstu borgarana þó alltaf megi gera betur. Síðast skal tíunduð sú fullyrðing nefndarinnar að kynferði (karla) ráði meiru við stöðuveitingar en menntun og hæfni. Hrædd er ég um að allt of mörg dæmi séu um þetta enn þann dag í dag. Karlakvótarnir lifa góðu lífi. Án friðar ekkert jafnréttiÞað er fróðlegt að velta því fyrir sér hvað ekki var nefnt árið 1975. Í skjali nefndarinnar er ekki minnst á fæðingarorlof sem er svo mikilvægt mál í dag. Engar kröfur um þátttöku karla í uppeldi, heimilisstörfum eða jafnréttisbaráttunni. Ekkert er vikið að ofbeldi gegn konum enda var það vart komið á dagskrá. Engar kröfur um konur á þing eða í sveitarstjórnir. Það voru vinnandi konur heima og heiman sem sjónir beindust að. Á næstu árum átti umræðan eftir að þroskast og dafna. Vigdís var kjörin forseti, kvennalistar komu til sögu og jafnrétti kynjanna varð eitt mikilvægast málefni samfélagsins sem það er enn þann dag í dag. Verkefnin sem við er að glíma á 40 ára afmæli kvennafrídagsins eru ærin. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali, breyta heftandi staðalmyndum kynjanna sem unga fólkið finnur svo sárt fyrir, kveða launamisréttið í kútinn, jafna skiptingu heimilisstarfa, leiðrétta valdamisvægi í atvinnulífinu og síðast en ekki síst að vernda jörðina og koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu eins og við sjáum á degi hverjum. Án friðar ekkert jafnrétti. Án frískrar móður jarðar, léleg og versnandi lífsgæði.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun