„Hér varð Hrun“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. maí 2015 06:30 Þessar mánudagsgreinar hafa verið hér í Fréttablaðinu síðan í mars árið 2003, með hléum að vísu. Ég varð svolítið hvumsa síðastliðinn mánudag þegar greinin mín var ekki á sínum stað í Fréttablaðinu en í staðinn komin grein eftir Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann eiganda blaðsins og fyrrverandi eiganda. Mér hefur verið sagt að þar hafi verið um mistök að ræða og ég tek til greina skýringar ritstjórnar. Óþarfi að gera meira veður út af því. Einhvern daginn kemur að því að manni þyki nóg komið af þessum skrifum – eða blaðinu – en það er óneitanlega skemmtilegra að enda svo langa og ánægjulega samfylgd með öðrum hætti en þessum. Ég held að það sé líka óhætt að fullvissa lesendur Fréttablaðsins um að þeir munu tæpast eiga von á því að Jón Ásgeir spreyti sig á teikningu í stað Halldórs eða bjóði upp á sögulegan fróðleik í plássi Illuga. Og það er kannski rétt að nota tækifærið og taka fram svona í eitt skipti fyrir öll, að ég þekki ekki Jón Ásgeir eða Ingibjörgu Pálmadóttur, hef aldrei hitt þau, aldrei talað við þau, skrifast á við þau eða fólk á þeirra vegum eða haft nokkuð af þeim að segja – eða þau af mér. Samskipti mín við ritstjóra blaðsins hafa frá fyrstu tíð verið ágæt, ég hef ævinlega haft algjörlega frjálsar hendur með þennan dálk og það hefur aldrei verið reynt að hafa áhrif á skrif mín af hálfu eigenda eða ritstjórnar með nokkrum hætti.Allsherjarsaga Maður sem vill verja hendur sínar og sæmd skrifar grein þar sem hann gerir grein fyrir sínum málstað. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar má lesa grein Jóns Ásgeirs í samhengi við ýmsar aðrar greinar, fréttir og frásagnir sem saman mynda nokkurs konar „Allsherjarsögu“ sem haldið er að okkur um þessar mundir á ýmsum vettvangi. Sagan er eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari standi fyrir ofsóknum á hendur fyrrverandi bankamönnum og athafnamönnum og Hæstiréttur Íslands taki þátt í þeim, til að friða blóðþyrstan almenning – og náttúrlega Evu Joly, það voðalega kvendi sem stundum er nefnd til sögunnar sem helsti skúrkur Hrunmálanna. Geirfinnsmálið hefur þráfaldlega verið nefnt til samanburðar af talsmönnum sakborninga, nú síðast Eggerti Skúlasyni. Útrásarvíkingarnir eru samkvæmt þessari sögu látnir taka á sig allar syndir íslensks samfélags á árunum fyrir Hrun svo að þjóðin þurfi ekki að horfast í augu við eigin afglöp. Þetta er sagan. Og um þessar mundir er úr nægum fjölmiðlum að velja fyrir þá sem vilja halda henni á lofti, með einstökum dæmum með tilheyrandi aðkeyptri vandlætingu valinna lögmanna. En á málum tengdum Hruninu og Geirfinnsmálinu er veigamikill munur. Eitt er að sakborningar eru afar ólíkt fólk í ólíkri stöðu; í Geirfinnsmálinu voru dæmdir smælingjar sem fáa áttu að, og þó að útrásarvíkingar og bankamenn hafi vissulega mátt þola óvinsældir á undanförnum árum hafa þeir engu að síður haft bolmagn til að ráða til sín slyngustu – og dýrustu – lögmenn landsins sem hafa verið óþreytandi við að draga fram alla hugsanlega – og óhugsanlega – meinbugi á málatilbúnaði ákæruvaldsins, eins og lög gera ráð fyrir, tafið mál og þæft eftir föngum; heilu lögmannsstofurnar hafa verið að störfum fyrir þessa sakborninga og ýmsir fjölmiðlar verið opnir fyrir því að vera vettvangur einstakra kafla í „Allsherjarsögunni“ – og heilu bækurnar hafa verið skrifaðar með tilheyrandi uppslætti á völdum síðum.„Hér varð Hrun“ Í Geirfinnsmálinu fannst ekki glæpurinn – en hér er um að ræða aðdraganda þess að bankarnir féllu og Ísland varð í raun gjaldþrota ríki. „Hér varð Hrun“. Í Geirfinnsmálinu voru þvingaðar fram játningar með miklu harðræði í máli þar sem ekki var lík, ekki morðvopn, ekki tengsl meintra banamanna og meints fórnarlambs og ekki sjáanlegur hagur nokkurs manns af meintu manndrápi. Þau mál sem sérstakur saksóknari hefur haft til umfjöllunar hafa á hinn bóginn snúist um meinta stórfellda markaðsmisnotkun og sýndarviðskipti og ógurlegar lánveitingar banka í eigu sakborninga til félaga sem ekki stóðu í sjáanlegum rekstri. Um er að ræða meint auðgunarbrot upp á stjarnfræðilegar upphæðir. Aurum-málið sem Jón Ásgeir skrifaði um á dögunum snýst ekki um það hvað sérstakur saksóknari vissi og vissi ekki um tengsl Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar; það snýst ekki um hug Sverris Ólafssonar til eins eða neins; það snýst um að komist sé til botns í því hvort lánveitingar til tiltekins félags standist lög. Þetta er hin lagalega hlið málsins. Nátengd henni er svo siðferðisleg hlið sem við þurfum að fást við sem samfélag á öðrum vettvangi en hinum lagalega; Hrunmálin eru ekki einskær lagaleg álitamál heldur snúast þau líka um dyggðir og lesti og lærdóma sem einstaklingar og samfélag þurfa að draga af því sem hér gekk á upp úr aldamótum þegar innleiddur var hömlulaus óða-kapítalismi. Og þegar við búum til óða-kapítalisma fáum við óða kapítalista. Maður skilur það að menn verji hendur sínar, heiður sinn og sæmd. En óneitanlega hvarflar stundum að manni að útrásarvíkingarnir hefðu frekar átt að hringja í heimspekinga en lögmenn þegar málin tóku að hrannast upp. Það hefði verið ódýrara og það hefði hjálpað þeim að efna til samræðu við þjóðina, í einlægni og trúnaði, um afglöp bóluáranna í stað þess að berjast um á hæl og hnakka með ærnum tilkostnaði og leiðindum, neita öllu, þræta fyrir allt og verjast með lagaþvargi eins og höfðingjar á Íslandi hafa gert um aldir. Þeir hefðu kannski komist að raun um að Íslendingar eru alveg til í að hlusta og fyrirgefa, skynji þeir að verið sé að segja þeim satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessar mánudagsgreinar hafa verið hér í Fréttablaðinu síðan í mars árið 2003, með hléum að vísu. Ég varð svolítið hvumsa síðastliðinn mánudag þegar greinin mín var ekki á sínum stað í Fréttablaðinu en í staðinn komin grein eftir Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann eiganda blaðsins og fyrrverandi eiganda. Mér hefur verið sagt að þar hafi verið um mistök að ræða og ég tek til greina skýringar ritstjórnar. Óþarfi að gera meira veður út af því. Einhvern daginn kemur að því að manni þyki nóg komið af þessum skrifum – eða blaðinu – en það er óneitanlega skemmtilegra að enda svo langa og ánægjulega samfylgd með öðrum hætti en þessum. Ég held að það sé líka óhætt að fullvissa lesendur Fréttablaðsins um að þeir munu tæpast eiga von á því að Jón Ásgeir spreyti sig á teikningu í stað Halldórs eða bjóði upp á sögulegan fróðleik í plássi Illuga. Og það er kannski rétt að nota tækifærið og taka fram svona í eitt skipti fyrir öll, að ég þekki ekki Jón Ásgeir eða Ingibjörgu Pálmadóttur, hef aldrei hitt þau, aldrei talað við þau, skrifast á við þau eða fólk á þeirra vegum eða haft nokkuð af þeim að segja – eða þau af mér. Samskipti mín við ritstjóra blaðsins hafa frá fyrstu tíð verið ágæt, ég hef ævinlega haft algjörlega frjálsar hendur með þennan dálk og það hefur aldrei verið reynt að hafa áhrif á skrif mín af hálfu eigenda eða ritstjórnar með nokkrum hætti.Allsherjarsaga Maður sem vill verja hendur sínar og sæmd skrifar grein þar sem hann gerir grein fyrir sínum málstað. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar má lesa grein Jóns Ásgeirs í samhengi við ýmsar aðrar greinar, fréttir og frásagnir sem saman mynda nokkurs konar „Allsherjarsögu“ sem haldið er að okkur um þessar mundir á ýmsum vettvangi. Sagan er eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari standi fyrir ofsóknum á hendur fyrrverandi bankamönnum og athafnamönnum og Hæstiréttur Íslands taki þátt í þeim, til að friða blóðþyrstan almenning – og náttúrlega Evu Joly, það voðalega kvendi sem stundum er nefnd til sögunnar sem helsti skúrkur Hrunmálanna. Geirfinnsmálið hefur þráfaldlega verið nefnt til samanburðar af talsmönnum sakborninga, nú síðast Eggerti Skúlasyni. Útrásarvíkingarnir eru samkvæmt þessari sögu látnir taka á sig allar syndir íslensks samfélags á árunum fyrir Hrun svo að þjóðin þurfi ekki að horfast í augu við eigin afglöp. Þetta er sagan. Og um þessar mundir er úr nægum fjölmiðlum að velja fyrir þá sem vilja halda henni á lofti, með einstökum dæmum með tilheyrandi aðkeyptri vandlætingu valinna lögmanna. En á málum tengdum Hruninu og Geirfinnsmálinu er veigamikill munur. Eitt er að sakborningar eru afar ólíkt fólk í ólíkri stöðu; í Geirfinnsmálinu voru dæmdir smælingjar sem fáa áttu að, og þó að útrásarvíkingar og bankamenn hafi vissulega mátt þola óvinsældir á undanförnum árum hafa þeir engu að síður haft bolmagn til að ráða til sín slyngustu – og dýrustu – lögmenn landsins sem hafa verið óþreytandi við að draga fram alla hugsanlega – og óhugsanlega – meinbugi á málatilbúnaði ákæruvaldsins, eins og lög gera ráð fyrir, tafið mál og þæft eftir föngum; heilu lögmannsstofurnar hafa verið að störfum fyrir þessa sakborninga og ýmsir fjölmiðlar verið opnir fyrir því að vera vettvangur einstakra kafla í „Allsherjarsögunni“ – og heilu bækurnar hafa verið skrifaðar með tilheyrandi uppslætti á völdum síðum.„Hér varð Hrun“ Í Geirfinnsmálinu fannst ekki glæpurinn – en hér er um að ræða aðdraganda þess að bankarnir féllu og Ísland varð í raun gjaldþrota ríki. „Hér varð Hrun“. Í Geirfinnsmálinu voru þvingaðar fram játningar með miklu harðræði í máli þar sem ekki var lík, ekki morðvopn, ekki tengsl meintra banamanna og meints fórnarlambs og ekki sjáanlegur hagur nokkurs manns af meintu manndrápi. Þau mál sem sérstakur saksóknari hefur haft til umfjöllunar hafa á hinn bóginn snúist um meinta stórfellda markaðsmisnotkun og sýndarviðskipti og ógurlegar lánveitingar banka í eigu sakborninga til félaga sem ekki stóðu í sjáanlegum rekstri. Um er að ræða meint auðgunarbrot upp á stjarnfræðilegar upphæðir. Aurum-málið sem Jón Ásgeir skrifaði um á dögunum snýst ekki um það hvað sérstakur saksóknari vissi og vissi ekki um tengsl Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar; það snýst ekki um hug Sverris Ólafssonar til eins eða neins; það snýst um að komist sé til botns í því hvort lánveitingar til tiltekins félags standist lög. Þetta er hin lagalega hlið málsins. Nátengd henni er svo siðferðisleg hlið sem við þurfum að fást við sem samfélag á öðrum vettvangi en hinum lagalega; Hrunmálin eru ekki einskær lagaleg álitamál heldur snúast þau líka um dyggðir og lesti og lærdóma sem einstaklingar og samfélag þurfa að draga af því sem hér gekk á upp úr aldamótum þegar innleiddur var hömlulaus óða-kapítalismi. Og þegar við búum til óða-kapítalisma fáum við óða kapítalista. Maður skilur það að menn verji hendur sínar, heiður sinn og sæmd. En óneitanlega hvarflar stundum að manni að útrásarvíkingarnir hefðu frekar átt að hringja í heimspekinga en lögmenn þegar málin tóku að hrannast upp. Það hefði verið ódýrara og það hefði hjálpað þeim að efna til samræðu við þjóðina, í einlægni og trúnaði, um afglöp bóluáranna í stað þess að berjast um á hæl og hnakka með ærnum tilkostnaði og leiðindum, neita öllu, þræta fyrir allt og verjast með lagaþvargi eins og höfðingjar á Íslandi hafa gert um aldir. Þeir hefðu kannski komist að raun um að Íslendingar eru alveg til í að hlusta og fyrirgefa, skynji þeir að verið sé að segja þeim satt.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun