Chelsea-liðið sem Eiður spilaði með fyrir tíu árum betra en meistararnir í ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 09:30 Eiður Smári, Arjen Robben og Roman Abramovic fagna Englandsmeistaratitlinum 2005. vísir/getty Chelsea varð Englandsmeistari í fimmta sinn í gær þegar liðið lagði Crystal Palace, 1-0, á Stamford Bridge. Ekkert lið getur náð lærisveinum José Mourinho þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir. „Það er enginn vafi um að Chelsea er verðskuldaður meistari. Liðið hefur frábæra einstaklinga og José Mourinho hefur breytt þessu í alvöru lið,“ skrifar Jamie Redknapp, sparkspekingur Sky Sports, í pistli á vefsíðu Daily Mail. „Þið getið gleymt því að tala um Chelsea-liðið sem leiðinlegt lið. Það eina leiðinlega við Chelsea er að ekkert lið gat skákað því.“ „Ef önnur lið hefðu spilað betur hefði kannski verið meiri pressa á Chelsea, en þess í stað náði liðið að kreista fram þau úrslit sem það þurfti,“ segir Redknapp.Eiður Smári skoraði tólf mörk fyrir tíu árum þegar Chelsea varð meistari.vísir/gettyTíu ár eru síðan José Mourinho gerði Chelsea fyrst að Englandsmeisturum, en Lundúnaliðið valtaði þá yfir deildina með meiri yfirburðum en nú. Chelsea vann deildina þá með 95 stig, en liðið skoraði 72 mörk og fékk aðeins á sig 15 mörk í 38 leikjum. „Þrátt fyrir að Chelsea vinni síðustu þrjá leiki sína nær það ekki sama stigafjölda og þá. Það gæti skorað fleiri mörk en er ekki nálægt því að vera jafn gott varnarlið,“ segir Redknapp. „Það lið var eins og vél með Petr Cech, John Terry Ricardo Carvalho, William Gallas og Claude Makélélé. Sá síðastnefndi var svo góður að staða á vellinum var skírð eftir honum. Grunnurinn í þessu liði var traustur.“ Eiður Smári Guðjohnsen var í umræddu Chelsea-liði, en hann skoraði tólf mörk í 37 leikjum þetta tímabil. „Fram á við var Chelsea með Damien Duff og Arjen Robben fljúgandi fram og aftur kantinn með Frank Lampard að styðja við Didier Drogba eða Eið Guðjohsnen í framlínunni. Svona gat Chelsea keyrt yfir lið,“ segir Redknapp. „Chelsea-liðið í dag hefur verið frábært á köflum og á meira inni, en mér finnst 2005-liðið betra,“ segir Jamie Redknapp. Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi notar landsliðið til að knýja sig áfram. 4. maí 2015 08:30 Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Chelsea varð Englandsmeistari í fimmta sinn í gær þegar liðið lagði Crystal Palace, 1-0, á Stamford Bridge. Ekkert lið getur náð lærisveinum José Mourinho þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir. „Það er enginn vafi um að Chelsea er verðskuldaður meistari. Liðið hefur frábæra einstaklinga og José Mourinho hefur breytt þessu í alvöru lið,“ skrifar Jamie Redknapp, sparkspekingur Sky Sports, í pistli á vefsíðu Daily Mail. „Þið getið gleymt því að tala um Chelsea-liðið sem leiðinlegt lið. Það eina leiðinlega við Chelsea er að ekkert lið gat skákað því.“ „Ef önnur lið hefðu spilað betur hefði kannski verið meiri pressa á Chelsea, en þess í stað náði liðið að kreista fram þau úrslit sem það þurfti,“ segir Redknapp.Eiður Smári skoraði tólf mörk fyrir tíu árum þegar Chelsea varð meistari.vísir/gettyTíu ár eru síðan José Mourinho gerði Chelsea fyrst að Englandsmeisturum, en Lundúnaliðið valtaði þá yfir deildina með meiri yfirburðum en nú. Chelsea vann deildina þá með 95 stig, en liðið skoraði 72 mörk og fékk aðeins á sig 15 mörk í 38 leikjum. „Þrátt fyrir að Chelsea vinni síðustu þrjá leiki sína nær það ekki sama stigafjölda og þá. Það gæti skorað fleiri mörk en er ekki nálægt því að vera jafn gott varnarlið,“ segir Redknapp. „Það lið var eins og vél með Petr Cech, John Terry Ricardo Carvalho, William Gallas og Claude Makélélé. Sá síðastnefndi var svo góður að staða á vellinum var skírð eftir honum. Grunnurinn í þessu liði var traustur.“ Eiður Smári Guðjohnsen var í umræddu Chelsea-liði, en hann skoraði tólf mörk í 37 leikjum þetta tímabil. „Fram á við var Chelsea með Damien Duff og Arjen Robben fljúgandi fram og aftur kantinn með Frank Lampard að styðja við Didier Drogba eða Eið Guðjohsnen í framlínunni. Svona gat Chelsea keyrt yfir lið,“ segir Redknapp. „Chelsea-liðið í dag hefur verið frábært á köflum og á meira inni, en mér finnst 2005-liðið betra,“ segir Jamie Redknapp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi notar landsliðið til að knýja sig áfram. 4. maí 2015 08:30 Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi notar landsliðið til að knýja sig áfram. 4. maí 2015 08:30
Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45
Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15