Svartsvanir í tilhugalífinu: Vangaveltur um hvort grípa þurfi til aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:21 Vangaveltur eru uppi um hvort grípa þurfi til aðgerða vegna svarta svanaparsins sem heldur nú til á Suðurlandi. Verpi parið hér yrði það í fyrsta sinn sem svartir svanir fjölga sér á Íslandi. Svartir svanir hafa verið árlegir gestir hér á landi síðustu ár en það er þó sjaldgæfara að þeir flækist hingað í pörum. Tegundin er upprunin í Ástralíu en er síðan flutt af mannavöldum í andagarða í Norðvestur-Evrópu.Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði.Ekki eðlilegir í Evrópu Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði, segir svanina ekki eðlilega í náttúrunni hér. Þeir séu ekki skilgreindir sem náttúruleg villt tegund og því sé spurning um hvort koma þurfi í veg fyrir að þeir fjölgi sér. Það sé þó ákvörðun sem stjórnvöld þurfi að taka. „Mér finnst langlíklegast með þessa svani, og vona það reyndar, að þeir fái að vera í friði en að þeir verpi ekki. Það væri langsamlega best. Þá höfum við aðeins svigrúm til að nota umræðuna til að velta fyrir okkur hvað þarf að gera til framtíðar,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Ekki alslæmt ef þeir fjölga sérHann segist efast um ágæti þess að innfluttar tegundir nái sér á strik í villtum vistkerfum. Það sé þó ekki hundrað í hættunni þó það reyni fyrir sér. „Það er líka margt sem við vitum ekki. Við vitum ekki hvort svarti svanurinn muni keppa við einhverja íslenska fugla um fæðu eða búsvæði en það þarf að grípa til aðgerða ef tegundin verður ágeng.“ Aðspurður hvort svarti svanurinn gæti komið til með að menga hvíta svanastofninn segist hann ekki vita til þess að tegundirnar nokkurn tímann hafi kynblandast. „Áhættan er fyrst og fremst sú að innfluttu tegundirnar lendi í samkeppni við einhverjar innlendar tegundir þannig að þær verði ágengar og geti skaðað innlendar náttúrulegar tegundir.“ Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Vangaveltur eru uppi um hvort grípa þurfi til aðgerða vegna svarta svanaparsins sem heldur nú til á Suðurlandi. Verpi parið hér yrði það í fyrsta sinn sem svartir svanir fjölga sér á Íslandi. Svartir svanir hafa verið árlegir gestir hér á landi síðustu ár en það er þó sjaldgæfara að þeir flækist hingað í pörum. Tegundin er upprunin í Ástralíu en er síðan flutt af mannavöldum í andagarða í Norðvestur-Evrópu.Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði.Ekki eðlilegir í Evrópu Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði, segir svanina ekki eðlilega í náttúrunni hér. Þeir séu ekki skilgreindir sem náttúruleg villt tegund og því sé spurning um hvort koma þurfi í veg fyrir að þeir fjölgi sér. Það sé þó ákvörðun sem stjórnvöld þurfi að taka. „Mér finnst langlíklegast með þessa svani, og vona það reyndar, að þeir fái að vera í friði en að þeir verpi ekki. Það væri langsamlega best. Þá höfum við aðeins svigrúm til að nota umræðuna til að velta fyrir okkur hvað þarf að gera til framtíðar,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Ekki alslæmt ef þeir fjölga sérHann segist efast um ágæti þess að innfluttar tegundir nái sér á strik í villtum vistkerfum. Það sé þó ekki hundrað í hættunni þó það reyni fyrir sér. „Það er líka margt sem við vitum ekki. Við vitum ekki hvort svarti svanurinn muni keppa við einhverja íslenska fugla um fæðu eða búsvæði en það þarf að grípa til aðgerða ef tegundin verður ágeng.“ Aðspurður hvort svarti svanurinn gæti komið til með að menga hvíta svanastofninn segist hann ekki vita til þess að tegundirnar nokkurn tímann hafi kynblandast. „Áhættan er fyrst og fremst sú að innfluttu tegundirnar lendi í samkeppni við einhverjar innlendar tegundir þannig að þær verði ágengar og geti skaðað innlendar náttúrulegar tegundir.“
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira