Aðeins einn þeirra hefði lifað af Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2015 17:06 Breska tímaritið Total Film fékk lækna til að líta á áverka sem þessar fjórar persónur hlutu í kvikmyndum og komust að þeirri niðurstöðu að aðeins ein þeirra hefði lifað af. Kvikmyndir geta verið ansi fjarri raunveruleikanum og sannast það eflaust ágætlega í nýrri úttekt breska tímaritsins Total Film sem fékk nokkra lækna til að meta hversu miklar líkur eru á því að nokkrar af ástsælustu hetjum kvikmyndasögunnar hefðu lifað af áverka sem þær hljóta. Er það niðurstaðan að njósnarinn James Bond, lögreglumaðurinn John McClane og hinn uppátækjasami grallari Kevin McCallister hefðu ekki þraukað í raunveruleikanum. Allavega voru áverkar þeirra svo miklir að læknarnir telja meiri líkur á að karakter Tom Hanks úr Cast Away hefði lifað af flugslys og einveru á eyðieyju í fjögur ár. Læknarnir horfðu á nýjustu myndina um njósnara hennar hátignar, Skyfall, og komust að því að James Bond hefði tórað í sjö mínútur í þeirri mynd. Í upphafsatriði myndarinnar verður hann fyrir byssukúlu úr rýrðu úrani sem hefur um 60 prósent geislavirkni náttúrulegs úrans. Kúlan hæfir hann við viðbeinið og voru læknarnir almennt á því að hún hefði tætt í sig lunga njósnarans og orðið honum að bana. En kraftaverkin eiga það til að gerast en þá eru læknarnir sannfærðir um að byssukúla úr rýrðu úrani auki líkurnar á krabbameini. Eftir að hafa orðið fyrir kúlunni fellur Bond af lest úr töluverðri hæð í á og telja læknarnir að fall úr slíkri hæð geti valdið mænuskaða. Eftir að hann kemst á þurrt leitar Bond ekki til læknis heldur fjarlægir hann sjálfur byssukúluna úr líkama sínum og telja læknarnir miklar líkur á miklum blóðmissi, meðvitundarleysi, tauga- og vöðvaskaða ásamt sýkingu.Þá horfðu þeir einnig á Die Hard þar sem Bruce Willis fór með hlutverk lögreglumannsins John McClane þar sem hann barðist gegn sveit þýskra þjófa einn síns liðs í Nakatomi-turninum í Los Angeles. Læknarnir telja engar líkur á að McClane hefði lifað miðað við þá áverka sem hann hlýtur í myndinni. Nefna þeir til að mynda þá staðreynd að nærri endalokum myndarinnar er McClane skotinn í öxlina og segja þeir hetjuna eiga að missa það mikið blóð við þann áverka að henni er ekki hugað líf. Og ekki bætir úr skák að hann hafði misst töluvert af blóði þegar hann skarst illa undir fótunum í átökum við þýsku illmennin.Margir muna eftir Macaulay Culkin í hlutverki hins átta ára gamla Kevin McCallister í kvikmyndinni Home Alone frá árinu 1990. Þar barðist hann við innbrotsþjófana Harry Lime og Marv Merchants, sem Joe Pesci og Daniel Stern léku. Læknarnir eru á því að Marv og Harry hefðu líklega látist af völdum áverka um fimm til sex klukkustundum eftir að myndinni lýkur en Kevin litli hefði hins vegar átt að láta lífið þegar 35 mínútur eru liðnar af myndinni. Þar fær hann þungt höfuðhögg eftir að hafa klifrað upp á hillu og telja læknarnir allar líkur á að það höfuðhögg eigi að draga hann til dauða.Chuck Noland, maðurinn sem Tom Hanks leikur í Cast Away, á hins vegar mun meiri lífslíkur en félagar hans Bond, McClane og McCallister að mati læknanna. Og þetta segja þeir þrátt fyrir að Noland lendi í flugslysi og dvelji í fjögur ár einn á eyðieyju. Samkvæmt þeim á Noland um 76 prósent líkur á lífshættulegum áverkum þegar flugvélin hrapar í sjóinn. „En hann gæti örugglega tórað fram að endalokum myndarinnar ef horft er til líkamlegrar heilsu,“ hefur Total Film eftir læknunum. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Kvikmyndir geta verið ansi fjarri raunveruleikanum og sannast það eflaust ágætlega í nýrri úttekt breska tímaritsins Total Film sem fékk nokkra lækna til að meta hversu miklar líkur eru á því að nokkrar af ástsælustu hetjum kvikmyndasögunnar hefðu lifað af áverka sem þær hljóta. Er það niðurstaðan að njósnarinn James Bond, lögreglumaðurinn John McClane og hinn uppátækjasami grallari Kevin McCallister hefðu ekki þraukað í raunveruleikanum. Allavega voru áverkar þeirra svo miklir að læknarnir telja meiri líkur á að karakter Tom Hanks úr Cast Away hefði lifað af flugslys og einveru á eyðieyju í fjögur ár. Læknarnir horfðu á nýjustu myndina um njósnara hennar hátignar, Skyfall, og komust að því að James Bond hefði tórað í sjö mínútur í þeirri mynd. Í upphafsatriði myndarinnar verður hann fyrir byssukúlu úr rýrðu úrani sem hefur um 60 prósent geislavirkni náttúrulegs úrans. Kúlan hæfir hann við viðbeinið og voru læknarnir almennt á því að hún hefði tætt í sig lunga njósnarans og orðið honum að bana. En kraftaverkin eiga það til að gerast en þá eru læknarnir sannfærðir um að byssukúla úr rýrðu úrani auki líkurnar á krabbameini. Eftir að hafa orðið fyrir kúlunni fellur Bond af lest úr töluverðri hæð í á og telja læknarnir að fall úr slíkri hæð geti valdið mænuskaða. Eftir að hann kemst á þurrt leitar Bond ekki til læknis heldur fjarlægir hann sjálfur byssukúluna úr líkama sínum og telja læknarnir miklar líkur á miklum blóðmissi, meðvitundarleysi, tauga- og vöðvaskaða ásamt sýkingu.Þá horfðu þeir einnig á Die Hard þar sem Bruce Willis fór með hlutverk lögreglumannsins John McClane þar sem hann barðist gegn sveit þýskra þjófa einn síns liðs í Nakatomi-turninum í Los Angeles. Læknarnir telja engar líkur á að McClane hefði lifað miðað við þá áverka sem hann hlýtur í myndinni. Nefna þeir til að mynda þá staðreynd að nærri endalokum myndarinnar er McClane skotinn í öxlina og segja þeir hetjuna eiga að missa það mikið blóð við þann áverka að henni er ekki hugað líf. Og ekki bætir úr skák að hann hafði misst töluvert af blóði þegar hann skarst illa undir fótunum í átökum við þýsku illmennin.Margir muna eftir Macaulay Culkin í hlutverki hins átta ára gamla Kevin McCallister í kvikmyndinni Home Alone frá árinu 1990. Þar barðist hann við innbrotsþjófana Harry Lime og Marv Merchants, sem Joe Pesci og Daniel Stern léku. Læknarnir eru á því að Marv og Harry hefðu líklega látist af völdum áverka um fimm til sex klukkustundum eftir að myndinni lýkur en Kevin litli hefði hins vegar átt að láta lífið þegar 35 mínútur eru liðnar af myndinni. Þar fær hann þungt höfuðhögg eftir að hafa klifrað upp á hillu og telja læknarnir allar líkur á að það höfuðhögg eigi að draga hann til dauða.Chuck Noland, maðurinn sem Tom Hanks leikur í Cast Away, á hins vegar mun meiri lífslíkur en félagar hans Bond, McClane og McCallister að mati læknanna. Og þetta segja þeir þrátt fyrir að Noland lendi í flugslysi og dvelji í fjögur ár einn á eyðieyju. Samkvæmt þeim á Noland um 76 prósent líkur á lífshættulegum áverkum þegar flugvélin hrapar í sjóinn. „En hann gæti örugglega tórað fram að endalokum myndarinnar ef horft er til líkamlegrar heilsu,“ hefur Total Film eftir læknunum.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira