Erfitt að velja á milli Íslands og Kasakstans Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 7. september 2015 11:00 Rauan er aðeins 29 ára gömul en hefur náð ótrúlegum árangri á sínu sviði. Hún reynir að mæta á leikinn og ætlar að halda með Kasakstan. Vísir/GVA Rauan Meirbekova kláraði í þessari viku tvöfalda doktorsgráðu. Eina frá Háskólanum í Reykjavík og aðra frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) í Þrándheimi í Noregi. Hún varði doktorsritgerðina við tækni- og verkfræðideild á fimmtudaginn í HR en þar voru meðal annars mættir aðilar frá Alcoa og Rio Tinto Alcan. „Andrúmsloftið var mjög afslappað og þetta gekk mjög vel. Það er mjög gott að vera búin að þessu og ég hlakka til komandi tíma.“ Rauan er frá Kasakstan og eftir erfiða viku er hún spennt fyrir fótboltaleik helgarinnar. „Ég held að ég mæti á leikinn, ég mun styðja Kasakstan þó að ég óski Íslandi góðs gengis.” Hún hefur núna ráðið sig í það verkefni hjá Háskólanum í Reykjavík að byggja upp tilraunaaðstöðu og efla efnisfræði sem fræðisvið hjá HR. „Þetta verður skemmtilegt verkefni, enda mikil starfsemi á sviði efnisfræði hér á Íslandi. Það er ekki mikið kennt á þessu sviði þrátt fyrir að það séu margir sem vinna við það.“ Rauan býst við því að byrja að kenna við skólann á næstu önn samhliða verkefninu. Rauan er frá Kasakstan og kom til Íslands fyrir sjö árum á vegum verkfræðistofunnar Verkís. Hún hafði hitt fulltrúa frá fyrirtækinu á ráðstefnu erlendis þar sem hún starfaði sem túlkur og var henni í kjölfarið boðið til Íslands. Í kringum 2010 byrjaði hún að skoða doktorsnám á sviði orkumála og setti sig í samband við Guðrúnu Sævarsdóttur, dósent við Háskólann í Reykjavík. Eftir að hafa stofnað fjölskyldu hér á landi með íslenskum manni og nýkomin með spennandi starf þá sér Rauan ekki fyrir sér að flytja aftur til Kasakstans bráðlega. „Mér líður vel á Íslandi og mig langar til þess að þróa tilraunastofuna, enda er það mjög spennandi verkefni.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Rauan Meirbekova kláraði í þessari viku tvöfalda doktorsgráðu. Eina frá Háskólanum í Reykjavík og aðra frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) í Þrándheimi í Noregi. Hún varði doktorsritgerðina við tækni- og verkfræðideild á fimmtudaginn í HR en þar voru meðal annars mættir aðilar frá Alcoa og Rio Tinto Alcan. „Andrúmsloftið var mjög afslappað og þetta gekk mjög vel. Það er mjög gott að vera búin að þessu og ég hlakka til komandi tíma.“ Rauan er frá Kasakstan og eftir erfiða viku er hún spennt fyrir fótboltaleik helgarinnar. „Ég held að ég mæti á leikinn, ég mun styðja Kasakstan þó að ég óski Íslandi góðs gengis.” Hún hefur núna ráðið sig í það verkefni hjá Háskólanum í Reykjavík að byggja upp tilraunaaðstöðu og efla efnisfræði sem fræðisvið hjá HR. „Þetta verður skemmtilegt verkefni, enda mikil starfsemi á sviði efnisfræði hér á Íslandi. Það er ekki mikið kennt á þessu sviði þrátt fyrir að það séu margir sem vinna við það.“ Rauan býst við því að byrja að kenna við skólann á næstu önn samhliða verkefninu. Rauan er frá Kasakstan og kom til Íslands fyrir sjö árum á vegum verkfræðistofunnar Verkís. Hún hafði hitt fulltrúa frá fyrirtækinu á ráðstefnu erlendis þar sem hún starfaði sem túlkur og var henni í kjölfarið boðið til Íslands. Í kringum 2010 byrjaði hún að skoða doktorsnám á sviði orkumála og setti sig í samband við Guðrúnu Sævarsdóttur, dósent við Háskólann í Reykjavík. Eftir að hafa stofnað fjölskyldu hér á landi með íslenskum manni og nýkomin með spennandi starf þá sér Rauan ekki fyrir sér að flytja aftur til Kasakstans bráðlega. „Mér líður vel á Íslandi og mig langar til þess að þróa tilraunastofuna, enda er það mjög spennandi verkefni.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira