Erfitt að velja á milli Íslands og Kasakstans Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 7. september 2015 11:00 Rauan er aðeins 29 ára gömul en hefur náð ótrúlegum árangri á sínu sviði. Hún reynir að mæta á leikinn og ætlar að halda með Kasakstan. Vísir/GVA Rauan Meirbekova kláraði í þessari viku tvöfalda doktorsgráðu. Eina frá Háskólanum í Reykjavík og aðra frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) í Þrándheimi í Noregi. Hún varði doktorsritgerðina við tækni- og verkfræðideild á fimmtudaginn í HR en þar voru meðal annars mættir aðilar frá Alcoa og Rio Tinto Alcan. „Andrúmsloftið var mjög afslappað og þetta gekk mjög vel. Það er mjög gott að vera búin að þessu og ég hlakka til komandi tíma.“ Rauan er frá Kasakstan og eftir erfiða viku er hún spennt fyrir fótboltaleik helgarinnar. „Ég held að ég mæti á leikinn, ég mun styðja Kasakstan þó að ég óski Íslandi góðs gengis.” Hún hefur núna ráðið sig í það verkefni hjá Háskólanum í Reykjavík að byggja upp tilraunaaðstöðu og efla efnisfræði sem fræðisvið hjá HR. „Þetta verður skemmtilegt verkefni, enda mikil starfsemi á sviði efnisfræði hér á Íslandi. Það er ekki mikið kennt á þessu sviði þrátt fyrir að það séu margir sem vinna við það.“ Rauan býst við því að byrja að kenna við skólann á næstu önn samhliða verkefninu. Rauan er frá Kasakstan og kom til Íslands fyrir sjö árum á vegum verkfræðistofunnar Verkís. Hún hafði hitt fulltrúa frá fyrirtækinu á ráðstefnu erlendis þar sem hún starfaði sem túlkur og var henni í kjölfarið boðið til Íslands. Í kringum 2010 byrjaði hún að skoða doktorsnám á sviði orkumála og setti sig í samband við Guðrúnu Sævarsdóttur, dósent við Háskólann í Reykjavík. Eftir að hafa stofnað fjölskyldu hér á landi með íslenskum manni og nýkomin með spennandi starf þá sér Rauan ekki fyrir sér að flytja aftur til Kasakstans bráðlega. „Mér líður vel á Íslandi og mig langar til þess að þróa tilraunastofuna, enda er það mjög spennandi verkefni.“ Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Rauan Meirbekova kláraði í þessari viku tvöfalda doktorsgráðu. Eina frá Háskólanum í Reykjavík og aðra frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) í Þrándheimi í Noregi. Hún varði doktorsritgerðina við tækni- og verkfræðideild á fimmtudaginn í HR en þar voru meðal annars mættir aðilar frá Alcoa og Rio Tinto Alcan. „Andrúmsloftið var mjög afslappað og þetta gekk mjög vel. Það er mjög gott að vera búin að þessu og ég hlakka til komandi tíma.“ Rauan er frá Kasakstan og eftir erfiða viku er hún spennt fyrir fótboltaleik helgarinnar. „Ég held að ég mæti á leikinn, ég mun styðja Kasakstan þó að ég óski Íslandi góðs gengis.” Hún hefur núna ráðið sig í það verkefni hjá Háskólanum í Reykjavík að byggja upp tilraunaaðstöðu og efla efnisfræði sem fræðisvið hjá HR. „Þetta verður skemmtilegt verkefni, enda mikil starfsemi á sviði efnisfræði hér á Íslandi. Það er ekki mikið kennt á þessu sviði þrátt fyrir að það séu margir sem vinna við það.“ Rauan býst við því að byrja að kenna við skólann á næstu önn samhliða verkefninu. Rauan er frá Kasakstan og kom til Íslands fyrir sjö árum á vegum verkfræðistofunnar Verkís. Hún hafði hitt fulltrúa frá fyrirtækinu á ráðstefnu erlendis þar sem hún starfaði sem túlkur og var henni í kjölfarið boðið til Íslands. Í kringum 2010 byrjaði hún að skoða doktorsnám á sviði orkumála og setti sig í samband við Guðrúnu Sævarsdóttur, dósent við Háskólann í Reykjavík. Eftir að hafa stofnað fjölskyldu hér á landi með íslenskum manni og nýkomin með spennandi starf þá sér Rauan ekki fyrir sér að flytja aftur til Kasakstans bráðlega. „Mér líður vel á Íslandi og mig langar til þess að þróa tilraunastofuna, enda er það mjög spennandi verkefni.“
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira