Málar á gamlar skóflur og spyr pendúlinn um verðið Guðrún Ansnes skrifar 18. maí 2015 10:00 Sigurbjörg segist nýta allt og þegar fólk spyr hana hvað hún ætli sér að gera við draslið, svari hún til að hún ætli að eiga það þar til hún deyr, þá fari það allt í Góða hirðinn. „Þú verður bara að gera allt úr engu, sagði hann þegar ég var sextán ára og síðan þá hef ég haft það að leiðarljósi í öllu,“ segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, listakona í Selvogi, og á þar við fyrrverandi vinnuveitanda sinn í Rósinni. Þessi orð hafa fylgt henni allar götur síðan og endurspeglast í verkum hennar. Sigurbjörg stendur nú fyrir sýningu á verkum sínum í Galleríi undir stiganum á bókasafni Þorlákshafnar, en hún sker sig að mörgu leyti frá öðrum myndlistarmönnum. Hún málar nefnilega á skóflur. „Ég hef safnað skóflum í mörg ár. Þetta byrjaði nú bara með einni og svo jókst þetta og fólk fór að gefa mér skóflur. Ég nýti það sem aðrir henda,“ útskýrir Sigurbjörg og bendir á að hún finni mikið af efniviði í fjörunni. Á sýningunni eru fjörutíu og þrjár skóflur sem Sigurbjörg hefur sankað að sér í gegnum tíðina og á þær málar hún helst andlit, fólk úr sveitinni og önnur fræg, og má til að mynda finna Móður Teresu á einni skóflunni.Hér sést pendúllinn að störfum en hann metur verðið hverju sinni.Sigurbjörg er listræn í eðli sínu og segist ekki vera að mála til að selja endilega, en ef fólk hefur áhuga á að kaupa af henni skóflu þá sjái pendúllinn alfarið um að verðsetja verkin. „Ég spyr pendúlinn alltaf og hann svarar mér alltaf. Hann hefur reyndar ekki viljað gefa mér upp verð á tveimur verkum mínum, svo ég álít sem svo að ég ætti bara ekki að selja þau yfirhöfuð.“ Sigurbjörg hefur tröllatrú á pendúlnum, en hún telur hann hafa bjargað á sér bakinu og losað hana við verkjalyfin. „Hann harðbannar mér að borða flatkökur, rúgmjöl og ost. Síðan ég hætti að borða þetta, hef ég stórlagast,“ segir hún og bætir við að hún fari alls ekki í langferðir án þess að spyrja pendúlinn. „Ég ákvað þó eitt verð sjálf, og það er á stóru skóflunni. Hana sel ég ekki undir hálfri milljón. En það er bara vegna þess að ég vil alls ekkert selja hana,“ segir þessi hressa listakona að lokum og skellir rækilega upp úr. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
„Þú verður bara að gera allt úr engu, sagði hann þegar ég var sextán ára og síðan þá hef ég haft það að leiðarljósi í öllu,“ segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, listakona í Selvogi, og á þar við fyrrverandi vinnuveitanda sinn í Rósinni. Þessi orð hafa fylgt henni allar götur síðan og endurspeglast í verkum hennar. Sigurbjörg stendur nú fyrir sýningu á verkum sínum í Galleríi undir stiganum á bókasafni Þorlákshafnar, en hún sker sig að mörgu leyti frá öðrum myndlistarmönnum. Hún málar nefnilega á skóflur. „Ég hef safnað skóflum í mörg ár. Þetta byrjaði nú bara með einni og svo jókst þetta og fólk fór að gefa mér skóflur. Ég nýti það sem aðrir henda,“ útskýrir Sigurbjörg og bendir á að hún finni mikið af efniviði í fjörunni. Á sýningunni eru fjörutíu og þrjár skóflur sem Sigurbjörg hefur sankað að sér í gegnum tíðina og á þær málar hún helst andlit, fólk úr sveitinni og önnur fræg, og má til að mynda finna Móður Teresu á einni skóflunni.Hér sést pendúllinn að störfum en hann metur verðið hverju sinni.Sigurbjörg er listræn í eðli sínu og segist ekki vera að mála til að selja endilega, en ef fólk hefur áhuga á að kaupa af henni skóflu þá sjái pendúllinn alfarið um að verðsetja verkin. „Ég spyr pendúlinn alltaf og hann svarar mér alltaf. Hann hefur reyndar ekki viljað gefa mér upp verð á tveimur verkum mínum, svo ég álít sem svo að ég ætti bara ekki að selja þau yfirhöfuð.“ Sigurbjörg hefur tröllatrú á pendúlnum, en hún telur hann hafa bjargað á sér bakinu og losað hana við verkjalyfin. „Hann harðbannar mér að borða flatkökur, rúgmjöl og ost. Síðan ég hætti að borða þetta, hef ég stórlagast,“ segir hún og bætir við að hún fari alls ekki í langferðir án þess að spyrja pendúlinn. „Ég ákvað þó eitt verð sjálf, og það er á stóru skóflunni. Hana sel ég ekki undir hálfri milljón. En það er bara vegna þess að ég vil alls ekkert selja hana,“ segir þessi hressa listakona að lokum og skellir rækilega upp úr.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira