Engar viðræður í gangi um þinglok Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. maí 2015 07:00 Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ekki borið sig eftir samningum um þinglok. vísir/valli Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti. Alþingi Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti.
Alþingi Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira