Fjárfesting í gagnaverum 20 milljarðar á 5 til 6 árum Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Thor Um 80 alþjóðlegir aðilar nýttu sér þjónustu gagnavers Advania í Hafnarfirði á síðasta ári. tækniFjárfesting við uppbyggingu íslenska gagnaversiðnaðarins er í kringum 20 milljarðar króna á aðeins fimm til sex árum. Föst og afleidd störf eru þegar um 300 talsins. Þetta kom fram í máli Eyjólfs M. Kristinssonar, formanns Samtaka íslenskra gagnavera (DCI), á vorfundi Landsnets fyrir skemmstu. Eyjólfur fjallaði meðal annars um af hverju Ísland hentar vel til uppbyggingar gagnavera. Ekki síst er það náttúruleg kæling sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað fyrirtækjanna sem þurfa að kaupa minni orku til kælingar á vélbúnaði en víða annars staðar. Tiltölulega lágt orkuverð spilar einnig inn í þessa mynd. Gagnaver á Íslandi nýta 20 megavött (MW) af orku og kaupa rafmagn fyrir um 1,4 milljarða króna árlega. Keypt bandvídd er fyrir 500 milljónir á ári. Þótt greinin sé ung að árum þá eru þegar bein störf í gagnaverum á Íslandi í dag 70 til 100, en afleidd störf eru mun fleiri eða rúmlega 200 talsins. Eyjólfur svaraði þeirri spurningu af hverju gagnaver á Íslandi eru ekki fleiri og stærri en raun ber vitni. Það sagði hann helst að rekja til þess að gagnasamband við Bandaríkin væri „ekki frábært“ en nefndi að við erfiðar aðstæður hefði greinin fengið mikla stoð frá fyrirtækjum á sviði gagnaflutninga- og fjarskiptasambanda við útlönd. „Hins vegar þarf miklu meira til ef við ætlum að vera samkeppnishæf,“ sagði Eyjólfur sem varpaði fram þeirri spurningu hver aðkoma stjórnvalda gæti verið til að styðja við gagnaversiðnaðinn til framtíðar. Hann nefndi að skattaumhverfi þyrfti að vera samkeppnishæft við helstu samkeppnislönd og að styðja þyrfti uppbyggingu innviða eins og raforku- og fjarskiptakerfis, eins menntunar sem nýtist greininni og mikilvægi lagalegrar verndar tjáningar- og upplýsingafrelsis. „Við finnum það að þau lönd sem við erum helst í samkeppni við fá öflugan stuðning frá stjórnvöldum; eru með sterkar markaðsskrifstofur á bak við sig og þessi lönd hafa markað sér skýra stefnu um að ná árangri. Árangurinn hefur ekki líka ekki látið á sér standa,“ sagði Eyjólfur og nefndi Írland sem dæmi en einnig Finnland og Svíþjóð. Hann sagði tækifærin án nokkurs vafa fyrir hendi enda væru tvö prósent allrar orku í Bandaríkjunum þegar nýtt til að reka gagnaver og aðrar tölur væru til marks um það að gagnaveraiðnaðurinn á heimsvísu yxi hraðar en menn gerðu sér almennt grein fyrir. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
tækniFjárfesting við uppbyggingu íslenska gagnaversiðnaðarins er í kringum 20 milljarðar króna á aðeins fimm til sex árum. Föst og afleidd störf eru þegar um 300 talsins. Þetta kom fram í máli Eyjólfs M. Kristinssonar, formanns Samtaka íslenskra gagnavera (DCI), á vorfundi Landsnets fyrir skemmstu. Eyjólfur fjallaði meðal annars um af hverju Ísland hentar vel til uppbyggingar gagnavera. Ekki síst er það náttúruleg kæling sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað fyrirtækjanna sem þurfa að kaupa minni orku til kælingar á vélbúnaði en víða annars staðar. Tiltölulega lágt orkuverð spilar einnig inn í þessa mynd. Gagnaver á Íslandi nýta 20 megavött (MW) af orku og kaupa rafmagn fyrir um 1,4 milljarða króna árlega. Keypt bandvídd er fyrir 500 milljónir á ári. Þótt greinin sé ung að árum þá eru þegar bein störf í gagnaverum á Íslandi í dag 70 til 100, en afleidd störf eru mun fleiri eða rúmlega 200 talsins. Eyjólfur svaraði þeirri spurningu af hverju gagnaver á Íslandi eru ekki fleiri og stærri en raun ber vitni. Það sagði hann helst að rekja til þess að gagnasamband við Bandaríkin væri „ekki frábært“ en nefndi að við erfiðar aðstæður hefði greinin fengið mikla stoð frá fyrirtækjum á sviði gagnaflutninga- og fjarskiptasambanda við útlönd. „Hins vegar þarf miklu meira til ef við ætlum að vera samkeppnishæf,“ sagði Eyjólfur sem varpaði fram þeirri spurningu hver aðkoma stjórnvalda gæti verið til að styðja við gagnaversiðnaðinn til framtíðar. Hann nefndi að skattaumhverfi þyrfti að vera samkeppnishæft við helstu samkeppnislönd og að styðja þyrfti uppbyggingu innviða eins og raforku- og fjarskiptakerfis, eins menntunar sem nýtist greininni og mikilvægi lagalegrar verndar tjáningar- og upplýsingafrelsis. „Við finnum það að þau lönd sem við erum helst í samkeppni við fá öflugan stuðning frá stjórnvöldum; eru með sterkar markaðsskrifstofur á bak við sig og þessi lönd hafa markað sér skýra stefnu um að ná árangri. Árangurinn hefur ekki líka ekki látið á sér standa,“ sagði Eyjólfur og nefndi Írland sem dæmi en einnig Finnland og Svíþjóð. Hann sagði tækifærin án nokkurs vafa fyrir hendi enda væru tvö prósent allrar orku í Bandaríkjunum þegar nýtt til að reka gagnaver og aðrar tölur væru til marks um það að gagnaveraiðnaðurinn á heimsvísu yxi hraðar en menn gerðu sér almennt grein fyrir.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira