Hélt að hann væri með flensu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2015 18:36 Það tók karlmann sem fékk heilablóðfall sólarhring að átta sig á hversu alvarleg veikindin væru. Hann hélt í fyrstu að hann væri með flensu. Hann hvetur fólk til að kynna sér einkennin sem fylgja heilablóðfalli. Samtökin Heilaheill héldu í dag fund Grand hóteli í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna. Á meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla. Hann fékk heilablóðfall fyrir tíu árum. „Ég hélt fyrst að það væri flensa en þegar ég fór að lamast í útlimunum og fann jafnt til sljóleika og jafnvægisleysis og mér var flökurt, sumir jafnvel kasta upp, þá vissi ég það að það væri eitthvað að gerast,“ segir Þórir. Þegar að hann fór á sjúkrahús var um sólarhringur frá því að hann fann fyrst fyrir slappleika. Þórir lamaðist alveg hægra megin í líkamanum og þurfti að nota hjólastól um tíma. Hann segir það hafa verið mikið áfall að veikjast og að endurhæfingin hafi tekið á. „Það þarf sérstakan andlegan styrk í endurhæfingunni og þá kemur frekjan og þrjóskan alveg virkilega að notum,“ segir Þórir. Þórir segir að ef hann hefði þekkt þau einkenni sem fylgja heilablóðföllum betur þá hefði hann getað brugðist hraðar við þegar að hann veiktist. „Ég hefði getað gert það hefði ég bara vitað meira um sko hvernig þessi einkenni lýstu sér. Það er mjög nauðsynlegt fyrir alla þá sem að verða fyrir þessum áhrifum að hafa strax samband við lækni,“ segir Þórir. Hann segir rannsókn íslenskra lækna frá árinu 2013 sýna að þeim hefur fækkað á síðustu árum sem fá heilablóðfall hér á landi. Hann telur að það megi meðal annars rekja til betri heilbrigðisþjónustu. „Þeim hefur fækkað um næstum því um 50%. Það eru 343 einstaklingar sem að fá slag á ári í fyrsta sinn. Fjögur hundruð og tíu með þeim sem að fá í annað, þriðja eða fjórða sinn og það er náttúrulega mikið af þessu eldra fólk en 343 á ári. Hér áður fyrr þegar ég fékk áfallið, fyrir tíu árum síðan, þá var talað um það að það væru 700 manns sem að fengju þetta á ári,“ segir Þórir. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Það tók karlmann sem fékk heilablóðfall sólarhring að átta sig á hversu alvarleg veikindin væru. Hann hélt í fyrstu að hann væri með flensu. Hann hvetur fólk til að kynna sér einkennin sem fylgja heilablóðfalli. Samtökin Heilaheill héldu í dag fund Grand hóteli í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna. Á meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla. Hann fékk heilablóðfall fyrir tíu árum. „Ég hélt fyrst að það væri flensa en þegar ég fór að lamast í útlimunum og fann jafnt til sljóleika og jafnvægisleysis og mér var flökurt, sumir jafnvel kasta upp, þá vissi ég það að það væri eitthvað að gerast,“ segir Þórir. Þegar að hann fór á sjúkrahús var um sólarhringur frá því að hann fann fyrst fyrir slappleika. Þórir lamaðist alveg hægra megin í líkamanum og þurfti að nota hjólastól um tíma. Hann segir það hafa verið mikið áfall að veikjast og að endurhæfingin hafi tekið á. „Það þarf sérstakan andlegan styrk í endurhæfingunni og þá kemur frekjan og þrjóskan alveg virkilega að notum,“ segir Þórir. Þórir segir að ef hann hefði þekkt þau einkenni sem fylgja heilablóðföllum betur þá hefði hann getað brugðist hraðar við þegar að hann veiktist. „Ég hefði getað gert það hefði ég bara vitað meira um sko hvernig þessi einkenni lýstu sér. Það er mjög nauðsynlegt fyrir alla þá sem að verða fyrir þessum áhrifum að hafa strax samband við lækni,“ segir Þórir. Hann segir rannsókn íslenskra lækna frá árinu 2013 sýna að þeim hefur fækkað á síðustu árum sem fá heilablóðfall hér á landi. Hann telur að það megi meðal annars rekja til betri heilbrigðisþjónustu. „Þeim hefur fækkað um næstum því um 50%. Það eru 343 einstaklingar sem að fá slag á ári í fyrsta sinn. Fjögur hundruð og tíu með þeim sem að fá í annað, þriðja eða fjórða sinn og það er náttúrulega mikið af þessu eldra fólk en 343 á ári. Hér áður fyrr þegar ég fékk áfallið, fyrir tíu árum síðan, þá var talað um það að það væru 700 manns sem að fengju þetta á ári,“ segir Þórir.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira