Ekki einhugur um hugleiðslunámskeið þingmanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2015 07:00 Hugleiðslunámskeið var haldið í Alþingishúsinu í gær. vísir/gva Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Pjetur Þau Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stóðu fyrir hugleiðslunámskeiði fyrir þingmenn í hádeginu í gær. Námskeiðið, sem fór fram í salnum Hlaðbúð á þriðju hæð Alþingishússins, vakti spurningar hjá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og formanni fjárlaganefndar, um hvert hlutverk þinghússins væri. „Ég er mjög hugsi yfir þessu nýja hlutverki Alþingishússins,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég velti því upp hvort að ég ætti ekki bara að halda blómaskreytinganámskeið, fyrst við erum byrjuð á svona námskeiðum.“Óttarr Proppé.Vísir/StefánÁgætlega sótt Fréttablaðið ræddi við þingmenn í gær sem höfðu haft fregnir af þessum orðum Vigdísar, sem hún lét falla í Alþingishúsinu í gær, þegar námskeiðið var auglýst. Óttarr Proppé hafði þó ekki heyrt af þeim. „Ég hef ekki fylgst með því, nei,“ segir hann um hvaða skoðanir Vigdís hefur á námskeiðinu. „Við höfum verið að tala um að svona gæti við gagnlegt fyrir okkur þingmennina. Við eigum að vera opin fyrir öllu sem getur hjálpað okkur að rækja störf okkar betur,“ segir Óttarr um hugmyndina að þessu hugleiðslunámskeiði. Hann segir námskeiðið hafa verið ágætlega sótt. „Þarna mættu nokkrir þingmenn. Við vorum svo heppin að einn kennari bauðst til að koma og miðla reynslu sinni.“ Þegar Óttarr er spurður um hvort kennarinn hafi nokkuð verið Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem kennir hugleiðslu, segir Óttarr ekki svo hafa verið. „Nei, þetta var ekki Björn, en þetta var örugglega í hans anda.“Elín HirstVísirFleiri lýst yfir áhuga Kennarinn á námskeiðinu var Sigrún Olsen, sem rekur Lótushús í Garðabæ. „Við fengum hana Sigrúnu til að reyna að koma á jafnvægi á andrúmsloftið,“ segir Elín Hirst í léttum tóni. Elín hefur sjálf stundað hugleiðslu í dágóðan tíma. „Já, ætli þetta séu ekki komin ein tíu eða tólf ár. Ég vissi að Óttar hafði líka verið í þessu að einhverju marki, þannig að við töluðum okkur saman og stóðum fyrir þessu. Þarna mættu sjö manns og ég fékk tölvupósta frá allavega tíu þingmönnum sem lýstu yfir áhuga á að koma næst. Námskeiðið bar að með nokkuð skömmum fyrirvara og margir þingmenn voru þá þegar búnir að bóka sig annað. Við munum því halda annað námskeið næsta þriðjudag.“Námskeið þingmanna Eins og margir vita er Vigdís Hauksdóttir menntuð í blómaskreytingum. Ef hugmynd hennar, að hún haldi slíkt námskeið, verður að veruleika mætti spyrja sig hvaða aðrir þingmenn gætu frætt þingheim um nytsamlega en skemmtilega hluti, sem eru kannski ekki alltaf í umræðunni. Fréttablaðið tók saman nokkra sem gætu eflaust haldið skemmtileg námskeið.Kökuskreytingar Bjarna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er þekktur fyrir áhuga sinn á kökuskreytingum. Bjarni hefur oft birt á Facebook-síðu sinni myndir af kökum sem hann hefur bakað og skreytt og hafa þær vakið mikla lukku þar.Katrín með galdra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er töframaður. Hún er meðlimur í Hinu íslenska töframannagildi, félagi töframanna hér á landi. Katrín gæti eflaust kennt þingmönnum einhver töfrabrögð.Bollywood-dansar Helga Hrafns Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lauk nýlega námskeiði í Bollywood-dansi ásamt Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur, unnustu sinni. Þau þóttu standa sig með prýði á námskeiðinu og telja þeir sem til þekkja að Helgi sé líklega fyrsti karlmaðurinn til þess að ljúka námskeiði af þessu tagi hér á landi. Tengdar fréttir Bjarni Ben bakaði Peppa Pig köku: „Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði“ "Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í stöðufærslu á Facebook eftir að hafa bakað afmælisköku dóttur sinnar. 5. október 2015 14:30 Björn Bjarnason leiðir hugleiðslutíma Ráðherrann fyrrverandi kynntist hugleiðslu á námskeiði í franskri sveitasælu fyrir 25 árum og segir hana nýtast alls staðar og alltaf. 18. september 2015 07:00 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Pjetur Þau Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stóðu fyrir hugleiðslunámskeiði fyrir þingmenn í hádeginu í gær. Námskeiðið, sem fór fram í salnum Hlaðbúð á þriðju hæð Alþingishússins, vakti spurningar hjá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og formanni fjárlaganefndar, um hvert hlutverk þinghússins væri. „Ég er mjög hugsi yfir þessu nýja hlutverki Alþingishússins,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég velti því upp hvort að ég ætti ekki bara að halda blómaskreytinganámskeið, fyrst við erum byrjuð á svona námskeiðum.“Óttarr Proppé.Vísir/StefánÁgætlega sótt Fréttablaðið ræddi við þingmenn í gær sem höfðu haft fregnir af þessum orðum Vigdísar, sem hún lét falla í Alþingishúsinu í gær, þegar námskeiðið var auglýst. Óttarr Proppé hafði þó ekki heyrt af þeim. „Ég hef ekki fylgst með því, nei,“ segir hann um hvaða skoðanir Vigdís hefur á námskeiðinu. „Við höfum verið að tala um að svona gæti við gagnlegt fyrir okkur þingmennina. Við eigum að vera opin fyrir öllu sem getur hjálpað okkur að rækja störf okkar betur,“ segir Óttarr um hugmyndina að þessu hugleiðslunámskeiði. Hann segir námskeiðið hafa verið ágætlega sótt. „Þarna mættu nokkrir þingmenn. Við vorum svo heppin að einn kennari bauðst til að koma og miðla reynslu sinni.“ Þegar Óttarr er spurður um hvort kennarinn hafi nokkuð verið Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem kennir hugleiðslu, segir Óttarr ekki svo hafa verið. „Nei, þetta var ekki Björn, en þetta var örugglega í hans anda.“Elín HirstVísirFleiri lýst yfir áhuga Kennarinn á námskeiðinu var Sigrún Olsen, sem rekur Lótushús í Garðabæ. „Við fengum hana Sigrúnu til að reyna að koma á jafnvægi á andrúmsloftið,“ segir Elín Hirst í léttum tóni. Elín hefur sjálf stundað hugleiðslu í dágóðan tíma. „Já, ætli þetta séu ekki komin ein tíu eða tólf ár. Ég vissi að Óttar hafði líka verið í þessu að einhverju marki, þannig að við töluðum okkur saman og stóðum fyrir þessu. Þarna mættu sjö manns og ég fékk tölvupósta frá allavega tíu þingmönnum sem lýstu yfir áhuga á að koma næst. Námskeiðið bar að með nokkuð skömmum fyrirvara og margir þingmenn voru þá þegar búnir að bóka sig annað. Við munum því halda annað námskeið næsta þriðjudag.“Námskeið þingmanna Eins og margir vita er Vigdís Hauksdóttir menntuð í blómaskreytingum. Ef hugmynd hennar, að hún haldi slíkt námskeið, verður að veruleika mætti spyrja sig hvaða aðrir þingmenn gætu frætt þingheim um nytsamlega en skemmtilega hluti, sem eru kannski ekki alltaf í umræðunni. Fréttablaðið tók saman nokkra sem gætu eflaust haldið skemmtileg námskeið.Kökuskreytingar Bjarna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er þekktur fyrir áhuga sinn á kökuskreytingum. Bjarni hefur oft birt á Facebook-síðu sinni myndir af kökum sem hann hefur bakað og skreytt og hafa þær vakið mikla lukku þar.Katrín með galdra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er töframaður. Hún er meðlimur í Hinu íslenska töframannagildi, félagi töframanna hér á landi. Katrín gæti eflaust kennt þingmönnum einhver töfrabrögð.Bollywood-dansar Helga Hrafns Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lauk nýlega námskeiði í Bollywood-dansi ásamt Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur, unnustu sinni. Þau þóttu standa sig með prýði á námskeiðinu og telja þeir sem til þekkja að Helgi sé líklega fyrsti karlmaðurinn til þess að ljúka námskeiði af þessu tagi hér á landi.
Tengdar fréttir Bjarni Ben bakaði Peppa Pig köku: „Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði“ "Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í stöðufærslu á Facebook eftir að hafa bakað afmælisköku dóttur sinnar. 5. október 2015 14:30 Björn Bjarnason leiðir hugleiðslutíma Ráðherrann fyrrverandi kynntist hugleiðslu á námskeiði í franskri sveitasælu fyrir 25 árum og segir hana nýtast alls staðar og alltaf. 18. september 2015 07:00 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Bjarni Ben bakaði Peppa Pig köku: „Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði“ "Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í stöðufærslu á Facebook eftir að hafa bakað afmælisköku dóttur sinnar. 5. október 2015 14:30
Björn Bjarnason leiðir hugleiðslutíma Ráðherrann fyrrverandi kynntist hugleiðslu á námskeiði í franskri sveitasælu fyrir 25 árum og segir hana nýtast alls staðar og alltaf. 18. september 2015 07:00