Tungumál sem allir skilja magnús gunnarsson skrifar 11. febrúar 2015 12:00 duo landon Þau Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer flytja í dag nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur. AÐSEND MYND Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer mynda fiðludúettinn Duo Landon sem spilar á Háskólatónleikum í Kapellu Háskóla Íslands kl. 12.30 í dag. Martin Frewer hefur skipst á við Hjörleif Valsson með að leika í dúóinu en öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að leika á fiðlur frá Christophe Landon. Á tónleikunum munu Hlíf og Martin frumflytja verk eftir Báru Grímsdóttur og verk eftir Sergei Prokofiev og Hildigunni Rúnarsdóttur. „Þegar við Hjörleifur byrjuðum að vinna saman í Duo Landon komumst við að því að það voru aðeins til þrjú verk fyrir tvær fiðlur í íslensku flórunni og fannst að það þyrfti að bæta úr því. Í framhaldinu frumfluttum við verk eftir Atla Heimi, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jónas Tómasson. Þar með var aukningin á íslenskum fiðludúettum orðin 100%. Í dag frumflytjum við svo eitt verk til en það er eftir Báru Grímsdóttur. Stór hluti af því sem við erum að gera er að frumflytja ný íslensk verk og að baki slíkum flutningi liggur oft mikil vinna. Það er ánægjulegt að þessi vinna ber oft hróður landsins víða enda er tónlistin tungumál sem allir skilja og fólk tengist henni strax. Það er mikilvægt fyrir okkur að muna þetta og gæta vel að íslenskri tónlist og tónlistararfi. Það er nefnilega ekki nóg að byggja hús ef þar er svo ekki spilað og tónlistin gerð aðgengileg sem flestum. Þannig er frumflutningurinn á verki Báru að sumu leyti til kominn vegna þess að við fengum tækifæri til þess að koma fram á Háskólatónleikum í dag og við vonum auðvitað að það komi sem flestir. Að auki ætlum við að spila Sergei Prokofiev og tvo kafla úr verki Hildigunnar Rúnarsdóttur. Tónleikarnir eru aðeins hálftíma langir þannig að við verðum að takmarka okkur, en fyrir vikið er þetta tilvalið fyrir alla tónlistarunnendur í dagsins önn enda kostar ekkert inn.“ Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer mynda fiðludúettinn Duo Landon sem spilar á Háskólatónleikum í Kapellu Háskóla Íslands kl. 12.30 í dag. Martin Frewer hefur skipst á við Hjörleif Valsson með að leika í dúóinu en öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að leika á fiðlur frá Christophe Landon. Á tónleikunum munu Hlíf og Martin frumflytja verk eftir Báru Grímsdóttur og verk eftir Sergei Prokofiev og Hildigunni Rúnarsdóttur. „Þegar við Hjörleifur byrjuðum að vinna saman í Duo Landon komumst við að því að það voru aðeins til þrjú verk fyrir tvær fiðlur í íslensku flórunni og fannst að það þyrfti að bæta úr því. Í framhaldinu frumfluttum við verk eftir Atla Heimi, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jónas Tómasson. Þar með var aukningin á íslenskum fiðludúettum orðin 100%. Í dag frumflytjum við svo eitt verk til en það er eftir Báru Grímsdóttur. Stór hluti af því sem við erum að gera er að frumflytja ný íslensk verk og að baki slíkum flutningi liggur oft mikil vinna. Það er ánægjulegt að þessi vinna ber oft hróður landsins víða enda er tónlistin tungumál sem allir skilja og fólk tengist henni strax. Það er mikilvægt fyrir okkur að muna þetta og gæta vel að íslenskri tónlist og tónlistararfi. Það er nefnilega ekki nóg að byggja hús ef þar er svo ekki spilað og tónlistin gerð aðgengileg sem flestum. Þannig er frumflutningurinn á verki Báru að sumu leyti til kominn vegna þess að við fengum tækifæri til þess að koma fram á Háskólatónleikum í dag og við vonum auðvitað að það komi sem flestir. Að auki ætlum við að spila Sergei Prokofiev og tvo kafla úr verki Hildigunnar Rúnarsdóttur. Tónleikarnir eru aðeins hálftíma langir þannig að við verðum að takmarka okkur, en fyrir vikið er þetta tilvalið fyrir alla tónlistarunnendur í dagsins önn enda kostar ekkert inn.“
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira