Guðjón Valur: Nú fer ég og gef strákunum pitsu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2015 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson ræðir málin við nýja aðstoðarþjálfara liðsins, Ólaf Stefánsson. Vísir/Ernir Eftir talsverða niðursveiflu síðasta rúma árið þá stigu Strákarnir okkar eins og við þekkjum þá aftur út á fjalir Laugardalshallar. Serbía lenti undir íslensku hraðlestinni sem vann ótrúlegan sextán marka sigur, 38-22. Með viljann að vopni og sjálfstraustið í botni hreinlega keyrðu strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu mínútu. Komust í 8-1, misstu það niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá bara aftur í og litu aldrei til baka. 16-10 í hálfleik og síðan var gefið í botn og keyrt yfir andstæðinginn í seinni hálfleik. Einhver besta frammistaða sem liðið hefur sýnt í nokkur ár. Þetta geta strákarnir og þeir vita það manna best. „Það small eiginlega allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti,“ sagði brosmildur landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, en hann fór algjörlega á kostum. Skoraði tólf mörk í leiknum og þar af tíu úr hraðaupphlaupum. „Við vorum með svör við öllu og sundurspiluðum þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo spilamennskan hafi verið slæm upp á síðkastið. Það er leiðinlegt að spila illa. Við þykjumst vita hvað hefur verið að og það hefur tekið tíma að laga það. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að vinna Serbíu á útivelli með sextán mörkum.“ Guðjón segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig og ofan á þetta verði að byggja. Eftir erfitt gengi segir hann afar ljúft að hafa náð að sýna aftur hvað liðið getur. „Við höfum verið að spila langt fyrir neðan okkar getu og það hefur nagað alla inn að beini. Það detta nokkur kíló af öxlunum í kvöld. Nú fer ég og gef strákunum pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti allan hringinn. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Eftir talsverða niðursveiflu síðasta rúma árið þá stigu Strákarnir okkar eins og við þekkjum þá aftur út á fjalir Laugardalshallar. Serbía lenti undir íslensku hraðlestinni sem vann ótrúlegan sextán marka sigur, 38-22. Með viljann að vopni og sjálfstraustið í botni hreinlega keyrðu strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu mínútu. Komust í 8-1, misstu það niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá bara aftur í og litu aldrei til baka. 16-10 í hálfleik og síðan var gefið í botn og keyrt yfir andstæðinginn í seinni hálfleik. Einhver besta frammistaða sem liðið hefur sýnt í nokkur ár. Þetta geta strákarnir og þeir vita það manna best. „Það small eiginlega allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti,“ sagði brosmildur landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, en hann fór algjörlega á kostum. Skoraði tólf mörk í leiknum og þar af tíu úr hraðaupphlaupum. „Við vorum með svör við öllu og sundurspiluðum þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo spilamennskan hafi verið slæm upp á síðkastið. Það er leiðinlegt að spila illa. Við þykjumst vita hvað hefur verið að og það hefur tekið tíma að laga það. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að vinna Serbíu á útivelli með sextán mörkum.“ Guðjón segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig og ofan á þetta verði að byggja. Eftir erfitt gengi segir hann afar ljúft að hafa náð að sýna aftur hvað liðið getur. „Við höfum verið að spila langt fyrir neðan okkar getu og það hefur nagað alla inn að beini. Það detta nokkur kíló af öxlunum í kvöld. Nú fer ég og gef strákunum pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti allan hringinn.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita