Innlent

Ók á staur við Miklubraut: Tveir fluttir á slysadeild

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tækjabíll slökkviliðsins og fulltrúar Orkuveitunnar kallaðir á staðinn.
Tækjabíll slökkviliðsins og fulltrúar Orkuveitunnar kallaðir á staðinn. Vísir/Pjetur
Bíl var ekið á ljósastaur við Miklubraut til móts við Skeifuna á tólfta tímanum í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild; fullorðinn einstaklingur og barn. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hugsanleg meiðsli þeirra.



Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var sendur tækjabíll á staðinn þar sem að ljósastaurinn lagðist í jörðina en rafmagn var á staurnum. Fulltrúar frá Orkuveitunni voru einnig kallaðir til vegna málsins.

Uppfært klukkan 13:20

Að sögn læknis á slysadeild er líðan beggja nokkuð góð og engir meiriháttar áverkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×