Ný tilmæli um heimsóknir á fæðingar- og sængurlegudeild spítala Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 15:21 Tilmælin byggja á stefnu um heimsóknir og viðveru við fæðingar sem mótuð var þegar fæðingarþjónustunni á spítalanum var breytt árið 2014. Vísir/Valli Ný tilmæli um heimsóknir og viðveru á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt Landspítala taka gildi 1. maí 2015. Í tilkynningu frá Landspítala segir að tilmælin byggi á stefnu um heimsóknir og viðveru við fæðingar sem mótuð var þegar fæðingarþjónustunni á spítalanum var breytt árið 2014. Í þeirri stefnumótun hafi fagleg sjónarmið í hvívetna verið höfð að leiðarljósi. „Aðstandendur hafa eðlilega ríka þörf fyrir að koma í heimsókn og foreldrar að sýna nýja barnið sitt. Með breyttum heimsóknartilmælum vakir fyrir ljósmæðrum og læknum kvennadeilda að vernda viðkvæmt ferli tengslamyndunar og gæta sem best að heilsu móður og barns fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Hagsmunir fjölskyldunnar eru því hafðir í fyrirrúmi.Heimsóknir á fæðingarvakt 23BLjósmæður og læknar fæðingarvaktar mælast til þess að eingöngu einn einstaklingur sé viðstaddur fæðingu móðurinni til stuðnings til að trufla ekki það viðkvæma ferli sem fæðingin er. Heimsóknir á fæðingarvakt til fæðandi kvenna og fyrstu tímana eftir fæðingu eru ekki æskilegar. Fæðingin og tíminn fyrst eftir fæðingu er mikilvægur fyrir tengslamyndun foreldra og nýbura. Grunnurinn að brjóstagjöf er lagður á fyrstu tímunum eftir fæðingu og mikilvægt að móðir og barn fái frið og tíma til að leggja þann mikilvæga grunn. Konur dvelja á fæðingarvaktinni meðan á fæðingu stendur og í um það bil tvær klukkustundir eftir fæðingu. Eftir það flytjast þær á meðgöngu- og sængurlegudeild.Heimsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild 22AHeimsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild eru eingöngu fyrir nánustu aðstandendur milli kl. 16:00 og 19:30. Mikilvægt er að sýna tillitssemi, skipuleggja heimsóknir í samráði við foreldra og fresta heimsóknum ef fólk er með kvef eða flensu. Heimsóknir barna yngri en 12 ára hafa ekki verið leyfðar í vetur vegna RS víruss og verður það bann í gildi meðan ný tilfelli koma upp. Mikilvægt er að heimsóknargestir kanni hjá foreldrum hvar fjölskyldan er því meðgöngu- og sængurlegudeildin er bæði á 2. og 3. hæð í kvennadeildarhúsi Landspítala. Konur sem eiga börn á vökudeild dvelja yfirleitt á 3. hæð og þá er gengið inn um Barnaspítalann. Aðrar sængurkonur og konur sem eru inniliggjandi á meðgöngu dvelja á 2. hæð og þá er gengið inn um inngang kvennadeildarhússins,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ný tilmæli um heimsóknir og viðveru á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt Landspítala taka gildi 1. maí 2015. Í tilkynningu frá Landspítala segir að tilmælin byggi á stefnu um heimsóknir og viðveru við fæðingar sem mótuð var þegar fæðingarþjónustunni á spítalanum var breytt árið 2014. Í þeirri stefnumótun hafi fagleg sjónarmið í hvívetna verið höfð að leiðarljósi. „Aðstandendur hafa eðlilega ríka þörf fyrir að koma í heimsókn og foreldrar að sýna nýja barnið sitt. Með breyttum heimsóknartilmælum vakir fyrir ljósmæðrum og læknum kvennadeilda að vernda viðkvæmt ferli tengslamyndunar og gæta sem best að heilsu móður og barns fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Hagsmunir fjölskyldunnar eru því hafðir í fyrirrúmi.Heimsóknir á fæðingarvakt 23BLjósmæður og læknar fæðingarvaktar mælast til þess að eingöngu einn einstaklingur sé viðstaddur fæðingu móðurinni til stuðnings til að trufla ekki það viðkvæma ferli sem fæðingin er. Heimsóknir á fæðingarvakt til fæðandi kvenna og fyrstu tímana eftir fæðingu eru ekki æskilegar. Fæðingin og tíminn fyrst eftir fæðingu er mikilvægur fyrir tengslamyndun foreldra og nýbura. Grunnurinn að brjóstagjöf er lagður á fyrstu tímunum eftir fæðingu og mikilvægt að móðir og barn fái frið og tíma til að leggja þann mikilvæga grunn. Konur dvelja á fæðingarvaktinni meðan á fæðingu stendur og í um það bil tvær klukkustundir eftir fæðingu. Eftir það flytjast þær á meðgöngu- og sængurlegudeild.Heimsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild 22AHeimsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild eru eingöngu fyrir nánustu aðstandendur milli kl. 16:00 og 19:30. Mikilvægt er að sýna tillitssemi, skipuleggja heimsóknir í samráði við foreldra og fresta heimsóknum ef fólk er með kvef eða flensu. Heimsóknir barna yngri en 12 ára hafa ekki verið leyfðar í vetur vegna RS víruss og verður það bann í gildi meðan ný tilfelli koma upp. Mikilvægt er að heimsóknargestir kanni hjá foreldrum hvar fjölskyldan er því meðgöngu- og sængurlegudeildin er bæði á 2. og 3. hæð í kvennadeildarhúsi Landspítala. Konur sem eiga börn á vökudeild dvelja yfirleitt á 3. hæð og þá er gengið inn um Barnaspítalann. Aðrar sængurkonur og konur sem eru inniliggjandi á meðgöngu dvelja á 2. hæð og þá er gengið inn um inngang kvennadeildarhússins,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira