Á endanlega að rústa samgönguæð borgarinnar? Vilhelm Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Það þarf engan verkfræðing til að sjá að ný sjúkrahúsbygging á óbreyttum stað mun valda stórfelldum mistökum á staðarvali og verða dýrasta byggingarleið. Byggingartími mun lengjast verulega ekki síst ef tekið er tillit til legu spítalans og flutningsgetu stofnæða. Samtímis á að byggja nýtt íbúðarhverfi á Hlíðarenda (Valssvæðið) á kostnað flugvallarins sem mun enn frekar ýta undir meiri umferðarþunga á Miklubraut, Hringbraut, Skógarhlíð og valda óafturkræfum umferðartöfum. Stórfelldir efnis-og steypuflutningar þurfa að eiga sér stað vegna framkvæmda þar sem milljónir rúmmetra þarf að flytja á þessum samgönguæðum austur sem vestur. Þessar framkvæmdir munu endanlega rústa eðlilegu umferðarflæði ekki síst þar sem umfangsmiklir þungaflutningar þurfa að eiga sér stað. Þó svo viðkomandi byggingarland sem mýrin er sé mikils virði, er eðlilegast að aðlaga notagildi þess með þeim hætti að flugvöllur geti staðið áfram óbreyttur þar sem höfuðborg Íslands hefur samfélagslega skyldu gagnvart öllum landsmönnum. Nánast allri uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu næstu árin er beint í þröngan miðhluta borgarinnar, þar með taldar hótelbyggingar sem rísa hver af annarri. Lágmarkskrafa er að eðlileg frumhönnun eigi sér stað með þéttingu byggðar og öðrum stórtækum framkvæmdum og það sé ekki látið stjórnast af ómarkvissu og óábyrgu verklagi.Stóreykur kostnað Núverandi staðarval á nýju sjúkrahúsi mun stórauka byggingarkostnað samanborið við aðra og hyggilegri staðsetningu og lengja byggingartíma verulega. Tímafrekar og kostnaðarsamari jarðvegsframkvæmdir þyrftu að eiga sér stað með flutningi og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þyrfti að stórauka. Örtröð í kringum sjúkrahúsið yrði alger og erfið fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur ásamt íbúum aðliggjandi gatna ekki síst þar sem um margra ára byggingartíma er að ræða. Bygging af slíkri stærðargráðu krefst mikils athafnapláss á byggingarstað og afgirts vinnusvæðis þar sem stórtækar vinnuvélar þurfa að hafa óheft aðgengi, ásamt miklu broti á klöppum, sprengingum og annarri jarðvegsvinnu sem mun reyna mikið á nærliggjandi byggð árum saman. Lágmarkskrafa er að vandað sé til alls undirbúnings og til þess séu bærir umsjónarmenn sem láti ekki stjórnast af óraunhæfum þrýstingi úti í samfélaginu. Stjórnvöld hafa kjörið tækifæri til að auka á trúverðugleika sinn sem er ekki vanþörf á og verður ekki endurheimtur með innantómum loforðum korteri fyrir kosningar. Miðað við stærð og umfang þessara framkvæmda og hversu þung undiralda er til staðar verður að teljast með ólíkindum að stjórnvöld bregðist ekki við með betri og markvissari hætti. Stjórnvöld hafa gefið í skyn vilja til að flugvöllurinn verði áfram og nýtt sjúkrahús verði ekki byggt á sama stað. Nú- og fyrrverandi heilbrigðisráðherrum er til vansa miðað við hversu mikil andstaða er með staðsetninguna, að baða sig í sviðsljósinu með fyrstu skóflustungu sjúkrahótels nýs Landspítala. Heilbrigðisráðherra er bitlítill tækifærissinni sem fyrr og lætur stjórnast af tvöfeldni með staðarval eftir því sem umræða þróast hverju sinni. Mun ódýrari háttur Eignir Landspítalans eru stórar og verðmiklar og auðvelt yrði í ljósi staðsetningar að hámarka söluandvirði þeirra frá því sem áætlað var. Með öðru staðarvali mætti byggja nýtt sjúkrahús á mun ódýrari hátt og skemmri tíma ásamt margra milljarða sparnaði jarðvegsframkvæmda umfram það sem þær þyrftu að vera. Stórlega má draga í efa að borgarstjórn ásamt stjórnvöldum sé fær um að taka einhliða ákvörðun um stærstu ágreiningsmál þjóðarinnar þar sem látið er stjórnast af þröngsýni og sérhagsmunaöflum til að þvinga illa ígrunduð verk áfram. Leiða má hugann að því hvort eðlileg frumhönnun og áreiðanleikakönnun á svo stórum framkvæmdum hafi átt sér stað með gagnsæjum- og lýðræðislegum hætti. Jafnvel þó svo búið sé að henda þrem milljörðum í hönnunarkostnað nýs sjúkrahúss er það brotabrot af þeim skaða sem óbreytt staðarval mun valda. Gangi vilji meirihluta borgarstjórnar eftir sem flest bendir til væri eðlilegast að fara að gera ráðstafanir til að finna betri staðsetningu fyrir slökkvistöð og sjúkraflutninga en er frá Skógarhlíð. Það væri gott mótvægi gegn óbilgirni borgarstjórnarinnar að stærsti vinnustaður þjóðarinnar yrði byggður í öðru sveitarfélagi og færi e.t.v. best á því að reisa sjúkrahúsið við Vífilsstaði. Gangi óhæfuverk borgaryfirvalda eftir um afdrif flugvallarins mun sú staðsetning (Keflavíkurflugvöllur) nálgast enn frekar legu á nýju sjúkra- og innanlandsflugi landsbyggðinni til hagsbóta. Breytt og betri staðsetning á nýju sjúkrahúsi mun leiða til minni kostnaðar upp á tugi milljarða ásamt meiri byggingarhraða þar sem nóg landflæmi er til staðar og kostnaðarminna að bæta við nýjum stofnbrautum og aðgengi eftir þörfum. Hvernig svo sem á allt er litið mun það verða stórslys ef nýr Landspítali rís á núverandi stað og óafturkræft. Vegfarendur munu „fá“ ómældan tíma í umferðarhnútum og biðröðum um ókomin ár til að íhuga dómgreindarleysið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf engan verkfræðing til að sjá að ný sjúkrahúsbygging á óbreyttum stað mun valda stórfelldum mistökum á staðarvali og verða dýrasta byggingarleið. Byggingartími mun lengjast verulega ekki síst ef tekið er tillit til legu spítalans og flutningsgetu stofnæða. Samtímis á að byggja nýtt íbúðarhverfi á Hlíðarenda (Valssvæðið) á kostnað flugvallarins sem mun enn frekar ýta undir meiri umferðarþunga á Miklubraut, Hringbraut, Skógarhlíð og valda óafturkræfum umferðartöfum. Stórfelldir efnis-og steypuflutningar þurfa að eiga sér stað vegna framkvæmda þar sem milljónir rúmmetra þarf að flytja á þessum samgönguæðum austur sem vestur. Þessar framkvæmdir munu endanlega rústa eðlilegu umferðarflæði ekki síst þar sem umfangsmiklir þungaflutningar þurfa að eiga sér stað. Þó svo viðkomandi byggingarland sem mýrin er sé mikils virði, er eðlilegast að aðlaga notagildi þess með þeim hætti að flugvöllur geti staðið áfram óbreyttur þar sem höfuðborg Íslands hefur samfélagslega skyldu gagnvart öllum landsmönnum. Nánast allri uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu næstu árin er beint í þröngan miðhluta borgarinnar, þar með taldar hótelbyggingar sem rísa hver af annarri. Lágmarkskrafa er að eðlileg frumhönnun eigi sér stað með þéttingu byggðar og öðrum stórtækum framkvæmdum og það sé ekki látið stjórnast af ómarkvissu og óábyrgu verklagi.Stóreykur kostnað Núverandi staðarval á nýju sjúkrahúsi mun stórauka byggingarkostnað samanborið við aðra og hyggilegri staðsetningu og lengja byggingartíma verulega. Tímafrekar og kostnaðarsamari jarðvegsframkvæmdir þyrftu að eiga sér stað með flutningi og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þyrfti að stórauka. Örtröð í kringum sjúkrahúsið yrði alger og erfið fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur ásamt íbúum aðliggjandi gatna ekki síst þar sem um margra ára byggingartíma er að ræða. Bygging af slíkri stærðargráðu krefst mikils athafnapláss á byggingarstað og afgirts vinnusvæðis þar sem stórtækar vinnuvélar þurfa að hafa óheft aðgengi, ásamt miklu broti á klöppum, sprengingum og annarri jarðvegsvinnu sem mun reyna mikið á nærliggjandi byggð árum saman. Lágmarkskrafa er að vandað sé til alls undirbúnings og til þess séu bærir umsjónarmenn sem láti ekki stjórnast af óraunhæfum þrýstingi úti í samfélaginu. Stjórnvöld hafa kjörið tækifæri til að auka á trúverðugleika sinn sem er ekki vanþörf á og verður ekki endurheimtur með innantómum loforðum korteri fyrir kosningar. Miðað við stærð og umfang þessara framkvæmda og hversu þung undiralda er til staðar verður að teljast með ólíkindum að stjórnvöld bregðist ekki við með betri og markvissari hætti. Stjórnvöld hafa gefið í skyn vilja til að flugvöllurinn verði áfram og nýtt sjúkrahús verði ekki byggt á sama stað. Nú- og fyrrverandi heilbrigðisráðherrum er til vansa miðað við hversu mikil andstaða er með staðsetninguna, að baða sig í sviðsljósinu með fyrstu skóflustungu sjúkrahótels nýs Landspítala. Heilbrigðisráðherra er bitlítill tækifærissinni sem fyrr og lætur stjórnast af tvöfeldni með staðarval eftir því sem umræða þróast hverju sinni. Mun ódýrari háttur Eignir Landspítalans eru stórar og verðmiklar og auðvelt yrði í ljósi staðsetningar að hámarka söluandvirði þeirra frá því sem áætlað var. Með öðru staðarvali mætti byggja nýtt sjúkrahús á mun ódýrari hátt og skemmri tíma ásamt margra milljarða sparnaði jarðvegsframkvæmda umfram það sem þær þyrftu að vera. Stórlega má draga í efa að borgarstjórn ásamt stjórnvöldum sé fær um að taka einhliða ákvörðun um stærstu ágreiningsmál þjóðarinnar þar sem látið er stjórnast af þröngsýni og sérhagsmunaöflum til að þvinga illa ígrunduð verk áfram. Leiða má hugann að því hvort eðlileg frumhönnun og áreiðanleikakönnun á svo stórum framkvæmdum hafi átt sér stað með gagnsæjum- og lýðræðislegum hætti. Jafnvel þó svo búið sé að henda þrem milljörðum í hönnunarkostnað nýs sjúkrahúss er það brotabrot af þeim skaða sem óbreytt staðarval mun valda. Gangi vilji meirihluta borgarstjórnar eftir sem flest bendir til væri eðlilegast að fara að gera ráðstafanir til að finna betri staðsetningu fyrir slökkvistöð og sjúkraflutninga en er frá Skógarhlíð. Það væri gott mótvægi gegn óbilgirni borgarstjórnarinnar að stærsti vinnustaður þjóðarinnar yrði byggður í öðru sveitarfélagi og færi e.t.v. best á því að reisa sjúkrahúsið við Vífilsstaði. Gangi óhæfuverk borgaryfirvalda eftir um afdrif flugvallarins mun sú staðsetning (Keflavíkurflugvöllur) nálgast enn frekar legu á nýju sjúkra- og innanlandsflugi landsbyggðinni til hagsbóta. Breytt og betri staðsetning á nýju sjúkrahúsi mun leiða til minni kostnaðar upp á tugi milljarða ásamt meiri byggingarhraða þar sem nóg landflæmi er til staðar og kostnaðarminna að bæta við nýjum stofnbrautum og aðgengi eftir þörfum. Hvernig svo sem á allt er litið mun það verða stórslys ef nýr Landspítali rís á núverandi stað og óafturkræft. Vegfarendur munu „fá“ ómældan tíma í umferðarhnútum og biðröðum um ókomin ár til að íhuga dómgreindarleysið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar