Sjávarútvegurinn sá eini sem getur greitt auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands vísir/gva Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem getur greitt auðlindagjald, segir Daði Már Kristófersson. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni i gær. Daði benti á að auðlindastjórnun í sjávarútvegi væri virk og skynsamleg og rekstrarhvatarnir skýrir og sterkir. „Þetta tel ég að menn ættu að hafa til hliðsjónar við mótun á nýtingarstefnu annarra auðlinda. Horfi til sjávarútvegarins og skilji hversu miklu máli skiptir að þessir hvatar séu skýrir,“ sagði Daði Már. Daði vísaði í McKinsey-skýrsluna þar sem fram kemur að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls. Það séu fiskveiðar. Orkugeirinn hafi alltaf búið við frumframleiðslu í höndum opinberra þjónustufyrirtækja. „Opinberum þjónustufyrirtækjum er ekki ætlað að skapa arð,“ segir hann. Þess vegna sé skiljanlegt að þessi fyrirtæki hafi haft takmarkaða arðsemi. „Það skal þó viðurkennt að núverandi stjórnendur t.d. Landsvirkjunar hafa lyft miklu grettistaki í að bæta þessa stöðu og vonandi verður framhald á því,“ sagði Daði, en á síðasta ársfundi Landsvirkjunar boðaði forstjórinn stórauknar arðgreiðslur í ríkissjóð á næstu árum. „Ferðaþjónustan býr kannski miklu frekar við vanda sem tengist aðgengi og takmörkun að aðgengi að auðlindinni. Í dag er sá aðgangur fullkomlega opinn, samkeppnin er hörð, og þar af leiðandi ólíklegt að einstakir aðilar geti náð að skapa þá rentu sem forsendur eru til,“ sagði Daði. Þar skorti skýra og virka nýtingarstefnu stjórnvalda til þess að takmarka svæði í því skyni að hámarka arðsemi af auðlindinni. „Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvernig nýtingin og hvernig staðan væri með Bláa lónið ef Bláa lónið væri með opnum aðgangi og væri í þjóðlendu,“ sagði Daði og bætti við að þá væri ferðaþjónustan þar líklegast ekki með sama móti og hún er í dag. „Þá væri þjóðgarðsvörður að banna fólki að fara út í lónið eða nokkrir skúrar þar sem fólk gæti skipt um föt og stokkið út í,“ sagði Daði. Ferðaþjónustan í Bláa lóninu væri algjörlega byggð upp á þeirri forsendu að einn aðili hafi einhvers konar nýtingarrétt. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem getur greitt auðlindagjald, segir Daði Már Kristófersson. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni i gær. Daði benti á að auðlindastjórnun í sjávarútvegi væri virk og skynsamleg og rekstrarhvatarnir skýrir og sterkir. „Þetta tel ég að menn ættu að hafa til hliðsjónar við mótun á nýtingarstefnu annarra auðlinda. Horfi til sjávarútvegarins og skilji hversu miklu máli skiptir að þessir hvatar séu skýrir,“ sagði Daði Már. Daði vísaði í McKinsey-skýrsluna þar sem fram kemur að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls. Það séu fiskveiðar. Orkugeirinn hafi alltaf búið við frumframleiðslu í höndum opinberra þjónustufyrirtækja. „Opinberum þjónustufyrirtækjum er ekki ætlað að skapa arð,“ segir hann. Þess vegna sé skiljanlegt að þessi fyrirtæki hafi haft takmarkaða arðsemi. „Það skal þó viðurkennt að núverandi stjórnendur t.d. Landsvirkjunar hafa lyft miklu grettistaki í að bæta þessa stöðu og vonandi verður framhald á því,“ sagði Daði, en á síðasta ársfundi Landsvirkjunar boðaði forstjórinn stórauknar arðgreiðslur í ríkissjóð á næstu árum. „Ferðaþjónustan býr kannski miklu frekar við vanda sem tengist aðgengi og takmörkun að aðgengi að auðlindinni. Í dag er sá aðgangur fullkomlega opinn, samkeppnin er hörð, og þar af leiðandi ólíklegt að einstakir aðilar geti náð að skapa þá rentu sem forsendur eru til,“ sagði Daði. Þar skorti skýra og virka nýtingarstefnu stjórnvalda til þess að takmarka svæði í því skyni að hámarka arðsemi af auðlindinni. „Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvernig nýtingin og hvernig staðan væri með Bláa lónið ef Bláa lónið væri með opnum aðgangi og væri í þjóðlendu,“ sagði Daði og bætti við að þá væri ferðaþjónustan þar líklegast ekki með sama móti og hún er í dag. „Þá væri þjóðgarðsvörður að banna fólki að fara út í lónið eða nokkrir skúrar þar sem fólk gæti skipt um föt og stokkið út í,“ sagði Daði. Ferðaþjónustan í Bláa lóninu væri algjörlega byggð upp á þeirri forsendu að einn aðili hafi einhvers konar nýtingarrétt.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira