Fleiri knatthús í Reykjavík Trausti Harðarson skrifar 5. júní 2015 12:00 Í Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri, Grindavík, Reykjanesbæ, Reyðarfirði og meira segja á Höfn í Hornafirði er búið að byggja glæsileg knatthús, þ.e. yfirbyggða knattspyrnuvelli. Þar geta börn, krakkar og unglingar á öllum aldri æft knattspyrnu yfir vetrartímann innanhúss í knatthúsum. Algjör bylting í aðstöðu. Í sumum bæjarfélögunum eru meira að segja komin tvö knatthús. Í Reykjavík, 120 þúsund manna borg þar sem um 30 þúsund börn, krakkar og unglingar búa, er eitt knatthús, þ.e. Egilshöll. Strákar og stelpur frá fyrsta ári í grunnskóla og upp úr sem búa í Reykjavík og hafa áhuga á og vilja til að æfa knattspyrnu verða yfir vetrarmánuðina að æfa knattspyrnu úti í öllum veðrum, þó oftast í rigningu eða snjókomu. Knattspyrna er orðin heilsársíþrótt fyrir suma, sum bæjarfélög og sum íþróttafélög og hefur árangur þeirra barna-, krakka- og unglingaliða sem og meistaraflokksliða verið öðrum fremri. Fyrir nokkru setti ég sem einn af sjö aðalfulltrúum í Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fram fyrirspurn sem áframsend var á öll níu hverfisíþróttafélög borgarinnar sem hafa knattspyrnudeildir. Hún var einnig send Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Knattspyrnusambandi Íslands og var tilgangurinn sá að meta þörf á nýju og öðru knatthúsi í Reykjavík og ef menn teldu þörf á hvaða staðsetningum þeir myndu mæla með. Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt heims, ein vinsælasta íþrótt landsins og ein vinsælasta íþrótt Reykvíkinga. Í nánast öllum hverfisíþróttafélögum borgarinnar er knattspyrna sú íþrótt sem hefur flesta iðkendur og það jafnvel langtum fleiri iðkendur en aðrar íþróttagreinar félaganna. Samkvæmt svörum félaganna er það klárt mál að Reykjavíkurborg þarf að huga hratt að því að styðja við knattspyrnuna í borginni með nýjum yfirbyggðum knattspyrnuvelli í Reykjavík sem fyrst og jafnvel tveimur.Hvað segja félögin? Hér má sjá brot af því sem hverfisíþróttafélögin segja um þörfina á nýju/öðru knatthúsi í Reykjavík og hvaða staðsetningar voru nefndar. Fjölnir: „klárlega þörf fyrir annan yfirbyggðan knattspyrnuvöll í Reykjavík“, „í vesturhluta borgarinnar“. Fylkir: „hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með innanhússaðstöðu“, „bætt við öðru húsi, t.d. í Laugardal“. Leiknir: „Það er gríðarleg þörf á knatthúsum í Reykjavík“, „byggja lítil knatthús á svæðum félaganna“. ÍR: „ný inniaðstaða myndi renna sterkari fótum undir knattspyrnuiðkun í borginni“, „suður Mjódd“. Víkingur: „það er skoðun okkar Víkinga að þörfin fyrir annað hús sé mikil“, „Laugardalurinn“, „svæði Markarinnar“. Valur: „Það er morgunljóst að vöntun er á öðru knatthúsi í Reykjavík“, „svæðið sem þarf að styrkja er vestan megin við Elliðaárnar“. KR: „Við KR-ingar erum talsmenn þess að byggja minni hús, hús sem eru 50 x 75 og 9-10 m há“, „ef það er niðurstaða manna að byggja annað yfirbyggt knattspyrnuhús í Reykjavík ætti það að rísa í Örfirisey“. Fram: „Egilshöll getur með engum hætti fullnægt þörf íþróttafélaganna í Reykjavík“. „Við teljum að minni æfingahús í nágrenni við stóru íþróttafélögin séu eitthvað sem muni nýtast betur en eitt stórt hús“. ÍBR: „Innanhússaðstaða fyrir knattspyrnu skorar sérstaklega illa fyrir Reykjavík“, „ný höll verði byggð í Laugardal, nánar tiltekið á gervigrasinu í Laugardal“. KSÍ: „telur engan vafa á því að þörf sé á fleiri knatthúsum í Reykjavík“, „tilkoma þessara húsa hefur án nokkurs vafa sannað gildi sitt og eftirspurn félaga í Reykjavík er langt umfram þá tíma sem félögum standa til boða. Knatthúsin hafa fjölgað iðkendum og aukið gæði knattspyrnunnar og því er augljóst að veruleg þörf er á fleiri knatthúsum“. Knattspyrnufélög sem hafa aðgang að knatthúsi ná betri árangri í sínu barna-, krakka- og unglingastarfi, meistaraflokksstarf þeirra færist á enn hærra stig og gerir íþróttina sem er vinsælasta íþrótt landsins og borgarinnar fullkomlega að heilsársíþrótt. Við þurfum fleiri knatthús í Reykjavík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri, Grindavík, Reykjanesbæ, Reyðarfirði og meira segja á Höfn í Hornafirði er búið að byggja glæsileg knatthús, þ.e. yfirbyggða knattspyrnuvelli. Þar geta börn, krakkar og unglingar á öllum aldri æft knattspyrnu yfir vetrartímann innanhúss í knatthúsum. Algjör bylting í aðstöðu. Í sumum bæjarfélögunum eru meira að segja komin tvö knatthús. Í Reykjavík, 120 þúsund manna borg þar sem um 30 þúsund börn, krakkar og unglingar búa, er eitt knatthús, þ.e. Egilshöll. Strákar og stelpur frá fyrsta ári í grunnskóla og upp úr sem búa í Reykjavík og hafa áhuga á og vilja til að æfa knattspyrnu verða yfir vetrarmánuðina að æfa knattspyrnu úti í öllum veðrum, þó oftast í rigningu eða snjókomu. Knattspyrna er orðin heilsársíþrótt fyrir suma, sum bæjarfélög og sum íþróttafélög og hefur árangur þeirra barna-, krakka- og unglingaliða sem og meistaraflokksliða verið öðrum fremri. Fyrir nokkru setti ég sem einn af sjö aðalfulltrúum í Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fram fyrirspurn sem áframsend var á öll níu hverfisíþróttafélög borgarinnar sem hafa knattspyrnudeildir. Hún var einnig send Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Knattspyrnusambandi Íslands og var tilgangurinn sá að meta þörf á nýju og öðru knatthúsi í Reykjavík og ef menn teldu þörf á hvaða staðsetningum þeir myndu mæla með. Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt heims, ein vinsælasta íþrótt landsins og ein vinsælasta íþrótt Reykvíkinga. Í nánast öllum hverfisíþróttafélögum borgarinnar er knattspyrna sú íþrótt sem hefur flesta iðkendur og það jafnvel langtum fleiri iðkendur en aðrar íþróttagreinar félaganna. Samkvæmt svörum félaganna er það klárt mál að Reykjavíkurborg þarf að huga hratt að því að styðja við knattspyrnuna í borginni með nýjum yfirbyggðum knattspyrnuvelli í Reykjavík sem fyrst og jafnvel tveimur.Hvað segja félögin? Hér má sjá brot af því sem hverfisíþróttafélögin segja um þörfina á nýju/öðru knatthúsi í Reykjavík og hvaða staðsetningar voru nefndar. Fjölnir: „klárlega þörf fyrir annan yfirbyggðan knattspyrnuvöll í Reykjavík“, „í vesturhluta borgarinnar“. Fylkir: „hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með innanhússaðstöðu“, „bætt við öðru húsi, t.d. í Laugardal“. Leiknir: „Það er gríðarleg þörf á knatthúsum í Reykjavík“, „byggja lítil knatthús á svæðum félaganna“. ÍR: „ný inniaðstaða myndi renna sterkari fótum undir knattspyrnuiðkun í borginni“, „suður Mjódd“. Víkingur: „það er skoðun okkar Víkinga að þörfin fyrir annað hús sé mikil“, „Laugardalurinn“, „svæði Markarinnar“. Valur: „Það er morgunljóst að vöntun er á öðru knatthúsi í Reykjavík“, „svæðið sem þarf að styrkja er vestan megin við Elliðaárnar“. KR: „Við KR-ingar erum talsmenn þess að byggja minni hús, hús sem eru 50 x 75 og 9-10 m há“, „ef það er niðurstaða manna að byggja annað yfirbyggt knattspyrnuhús í Reykjavík ætti það að rísa í Örfirisey“. Fram: „Egilshöll getur með engum hætti fullnægt þörf íþróttafélaganna í Reykjavík“. „Við teljum að minni æfingahús í nágrenni við stóru íþróttafélögin séu eitthvað sem muni nýtast betur en eitt stórt hús“. ÍBR: „Innanhússaðstaða fyrir knattspyrnu skorar sérstaklega illa fyrir Reykjavík“, „ný höll verði byggð í Laugardal, nánar tiltekið á gervigrasinu í Laugardal“. KSÍ: „telur engan vafa á því að þörf sé á fleiri knatthúsum í Reykjavík“, „tilkoma þessara húsa hefur án nokkurs vafa sannað gildi sitt og eftirspurn félaga í Reykjavík er langt umfram þá tíma sem félögum standa til boða. Knatthúsin hafa fjölgað iðkendum og aukið gæði knattspyrnunnar og því er augljóst að veruleg þörf er á fleiri knatthúsum“. Knattspyrnufélög sem hafa aðgang að knatthúsi ná betri árangri í sínu barna-, krakka- og unglingastarfi, meistaraflokksstarf þeirra færist á enn hærra stig og gerir íþróttina sem er vinsælasta íþrótt landsins og borgarinnar fullkomlega að heilsársíþrótt. Við þurfum fleiri knatthús í Reykjavík!
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar