Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun.
Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum.
Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu.
Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari.
Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag.
Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag.
Kristján Þór bætti vallarmetið eftir ótrúlegan hring | Ísland í öruggri forystu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn