Innlent

Dómur mildaður yfir manni sem veittist að stjúpdóttur sinni og eiginkonu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni og stjúpdóttur. Dómurinn var mildaður í átján mánuði og er manninum gert að greiða mæðgunum alls 1,3 milljónir í miskabætur.

Sjá einnig: „Mér fannst þetta eðlilegt allt mitt líf“

Árásin átti sér stað í september á heimili þeirra í Breiðholti. Honum var gefið að sök að hafa rifið í hár stjúpdóttur sinnar og kýlt hana í andlitið, hrint henni í gólfið og sparkað í höfuð hennar í tvígang þar sem hún lá á gólfi íbúðarinnar. Hann neitaði sök og sagðist hafa „bankað“ í höfuð stúlkunnar með tá. Hann sagðist ekki hafa verið í skóm þegar þetta hafi atvikast, en Hæstiréttur taldi þó sannað, samkvæmt læknisvottorði, að maðurinn hefði verið í skóm.

Sjá einnig: Andlegu áverkarnir þeir verstu

Þá var hann meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni, hrækt á hana, rifið í hár hennar og slegið hana. Maðurinn sagði frásagnir mæðgnanna, við aðalmeðferð málsins í fyrra, uppspuna frá rótum.

Hann áfrýjaði dómi héraðsdóms, á þeim forsendum að dómurinn hefði átt að vera fjölskipaður. Hæstiréttur féllst ekki á það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×