Glímukappinn Grado, en hans raunverulega nafn er Greame Stevely, er í uppáhaldi margra í þessum heimi en hann hefur það fyrir sið að mæta til keppni undir laginu Like a Prayer með Madonnu.
Fyrr á þessu ári hóf hann herferðina #SayYesMadonna eftir að söngkonan meinaði honum að nota lagið á bardagakvöldi sem fram fór í Bandaríkjunum en hún virðist hafa tekið hann í sátt núna.
Myndband af þessari skemmtilegu innkomu má sjá hér að neðan.