Er hættulegt efni í þessum sófa? Þuríður Hjartardóttir skrifar 3. júní 2015 00:01 Eins og fram kemur á síðunni grænn.is sem Umhverfisstofnun heldur úti eru kemísk efni alls staðar í okkar daglega lífi. Þar sem sum þeirra eru varasöm eiga upplýsingar um innihaldsefni, hættu og varúðarleiðbeiningar að koma fram á umbúðum efna og efnablandna. Hins vegar er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu á umbúðum hluta. Samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 geta viðskiptavinir farið fram á upplýsingar um hvort hluturinn sem verið er að skoða til kaups innihaldi efni sem eru sérstaklega varhugaverð fyrir umhverfi og heilsu. Þ.e. efni sem eru á lista (REACH) yfir sérlega hættuleg efni; hormónaraskandi efni, þalöt, eldtefjandi brómefni og lífræn flúorsambönd. Þetta á við um hluti eins og húsgögn, raftæki, fatnað, leikföng og íþróttavörur. Neytendur geta því óskað eftir þessum upplýsingum hjá söluaðila og ef hann þarf að sækja þær til framleiðanda eða birgja, hefur hann 45 daga til að koma þessum upplýsingum til neytandans honum að kostnaðarlausu. Danir hafa lagt mikla áherslu á að kynna þennan rétt og gera neytendum auðveldara fyrir að sækja upplýsingarnar. Þannig hafa dönsk stjórnvöld gert þjónustusamning við neytendasamtökin þar í landi um að gæta hagsmuna neytenda þegar kemur að efnum í umhverfinu, í samstarfi við dönsku umhverfisstofnunina. Þau hafa m.a. þróað áhugavert smáforrit fyrir snjallsíma, Tjekkemien, þar sem neytendur geta einfaldlega skannað strikamerkið og sent sjálfvirka fyrirspurn til seljandans um varasömu efnin í vörunni.Fáir nýta sér rétt sinn Fáir virðast vita af eða nýta sér rétt sinn til upplýsinga um hvort hluturinn innihaldi varasamt efni í þeim styrk sem tilgreindur er skv. lögum. Neytendasamtökin vilja gjarnan heyra frá neytendum sem hafa óskað eftir slíkum upplýsingum hér á landi og reynslu þeirra af því. Almennt eru neytendur lítið meðvitaðir um áhrifin sem efni í vörum geta haft bæði á heilsu og umhverfið og miðað við stefnu og áherslur hafa íslensk stjórnvöld sýnt þessum málaflokki lítinn skilning. Þó er fagnaðarefni þegar Norðurlandaráð birtir yfirlýsingu um rétt neytenda á daglegu lífi án eiturefna sbr. grein í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. þar sem Elín Hirst skrifar undir fyrir Íslands hönd. Önnur norræn ríki hafa lengi verið í fararbroddi í rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi. Í kjölfar áðurnefndrar yfirlýsingar er vonandi að íslensk stjórnvöld sýni það á borði en ekki bara í orði að þau ætli að gera þessum málaflokki hærra undir höfði. Stjórnvöld gætu innleitt Tjekkemien og jafnvel Hormonsjekk sem er norskt smáforrit fyrir snjallsíma og gefur upplýsingar eða kallar eftir upplýsingum um hormónatruflandi efni m.a. í snyrtivörum. Einnig gætu stjórnvöld stuðlað að sameiginlegum norrænum gagnagrunni fyrir áðurnefnd smáforrit. En hvað sem verður þá gætu íslensk stjórnvöld staðið fyrir miklu betri upplýsingagjöf til almennings á mörgum sviðum sem koma bættri lýðheilsu við. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá skýrar og skiljanlegar upplýsingar um innihald í vörum og áhættuna sem stafar af varasömum efnum í daglegu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kemur á síðunni grænn.is sem Umhverfisstofnun heldur úti eru kemísk efni alls staðar í okkar daglega lífi. Þar sem sum þeirra eru varasöm eiga upplýsingar um innihaldsefni, hættu og varúðarleiðbeiningar að koma fram á umbúðum efna og efnablandna. Hins vegar er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu á umbúðum hluta. Samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 geta viðskiptavinir farið fram á upplýsingar um hvort hluturinn sem verið er að skoða til kaups innihaldi efni sem eru sérstaklega varhugaverð fyrir umhverfi og heilsu. Þ.e. efni sem eru á lista (REACH) yfir sérlega hættuleg efni; hormónaraskandi efni, þalöt, eldtefjandi brómefni og lífræn flúorsambönd. Þetta á við um hluti eins og húsgögn, raftæki, fatnað, leikföng og íþróttavörur. Neytendur geta því óskað eftir þessum upplýsingum hjá söluaðila og ef hann þarf að sækja þær til framleiðanda eða birgja, hefur hann 45 daga til að koma þessum upplýsingum til neytandans honum að kostnaðarlausu. Danir hafa lagt mikla áherslu á að kynna þennan rétt og gera neytendum auðveldara fyrir að sækja upplýsingarnar. Þannig hafa dönsk stjórnvöld gert þjónustusamning við neytendasamtökin þar í landi um að gæta hagsmuna neytenda þegar kemur að efnum í umhverfinu, í samstarfi við dönsku umhverfisstofnunina. Þau hafa m.a. þróað áhugavert smáforrit fyrir snjallsíma, Tjekkemien, þar sem neytendur geta einfaldlega skannað strikamerkið og sent sjálfvirka fyrirspurn til seljandans um varasömu efnin í vörunni.Fáir nýta sér rétt sinn Fáir virðast vita af eða nýta sér rétt sinn til upplýsinga um hvort hluturinn innihaldi varasamt efni í þeim styrk sem tilgreindur er skv. lögum. Neytendasamtökin vilja gjarnan heyra frá neytendum sem hafa óskað eftir slíkum upplýsingum hér á landi og reynslu þeirra af því. Almennt eru neytendur lítið meðvitaðir um áhrifin sem efni í vörum geta haft bæði á heilsu og umhverfið og miðað við stefnu og áherslur hafa íslensk stjórnvöld sýnt þessum málaflokki lítinn skilning. Þó er fagnaðarefni þegar Norðurlandaráð birtir yfirlýsingu um rétt neytenda á daglegu lífi án eiturefna sbr. grein í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. þar sem Elín Hirst skrifar undir fyrir Íslands hönd. Önnur norræn ríki hafa lengi verið í fararbroddi í rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi. Í kjölfar áðurnefndrar yfirlýsingar er vonandi að íslensk stjórnvöld sýni það á borði en ekki bara í orði að þau ætli að gera þessum málaflokki hærra undir höfði. Stjórnvöld gætu innleitt Tjekkemien og jafnvel Hormonsjekk sem er norskt smáforrit fyrir snjallsíma og gefur upplýsingar eða kallar eftir upplýsingum um hormónatruflandi efni m.a. í snyrtivörum. Einnig gætu stjórnvöld stuðlað að sameiginlegum norrænum gagnagrunni fyrir áðurnefnd smáforrit. En hvað sem verður þá gætu íslensk stjórnvöld staðið fyrir miklu betri upplýsingagjöf til almennings á mörgum sviðum sem koma bættri lýðheilsu við. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá skýrar og skiljanlegar upplýsingar um innihald í vörum og áhættuna sem stafar af varasömum efnum í daglegu lífi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun