Er hættulegt efni í þessum sófa? Þuríður Hjartardóttir skrifar 3. júní 2015 00:01 Eins og fram kemur á síðunni grænn.is sem Umhverfisstofnun heldur úti eru kemísk efni alls staðar í okkar daglega lífi. Þar sem sum þeirra eru varasöm eiga upplýsingar um innihaldsefni, hættu og varúðarleiðbeiningar að koma fram á umbúðum efna og efnablandna. Hins vegar er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu á umbúðum hluta. Samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 geta viðskiptavinir farið fram á upplýsingar um hvort hluturinn sem verið er að skoða til kaups innihaldi efni sem eru sérstaklega varhugaverð fyrir umhverfi og heilsu. Þ.e. efni sem eru á lista (REACH) yfir sérlega hættuleg efni; hormónaraskandi efni, þalöt, eldtefjandi brómefni og lífræn flúorsambönd. Þetta á við um hluti eins og húsgögn, raftæki, fatnað, leikföng og íþróttavörur. Neytendur geta því óskað eftir þessum upplýsingum hjá söluaðila og ef hann þarf að sækja þær til framleiðanda eða birgja, hefur hann 45 daga til að koma þessum upplýsingum til neytandans honum að kostnaðarlausu. Danir hafa lagt mikla áherslu á að kynna þennan rétt og gera neytendum auðveldara fyrir að sækja upplýsingarnar. Þannig hafa dönsk stjórnvöld gert þjónustusamning við neytendasamtökin þar í landi um að gæta hagsmuna neytenda þegar kemur að efnum í umhverfinu, í samstarfi við dönsku umhverfisstofnunina. Þau hafa m.a. þróað áhugavert smáforrit fyrir snjallsíma, Tjekkemien, þar sem neytendur geta einfaldlega skannað strikamerkið og sent sjálfvirka fyrirspurn til seljandans um varasömu efnin í vörunni.Fáir nýta sér rétt sinn Fáir virðast vita af eða nýta sér rétt sinn til upplýsinga um hvort hluturinn innihaldi varasamt efni í þeim styrk sem tilgreindur er skv. lögum. Neytendasamtökin vilja gjarnan heyra frá neytendum sem hafa óskað eftir slíkum upplýsingum hér á landi og reynslu þeirra af því. Almennt eru neytendur lítið meðvitaðir um áhrifin sem efni í vörum geta haft bæði á heilsu og umhverfið og miðað við stefnu og áherslur hafa íslensk stjórnvöld sýnt þessum málaflokki lítinn skilning. Þó er fagnaðarefni þegar Norðurlandaráð birtir yfirlýsingu um rétt neytenda á daglegu lífi án eiturefna sbr. grein í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. þar sem Elín Hirst skrifar undir fyrir Íslands hönd. Önnur norræn ríki hafa lengi verið í fararbroddi í rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi. Í kjölfar áðurnefndrar yfirlýsingar er vonandi að íslensk stjórnvöld sýni það á borði en ekki bara í orði að þau ætli að gera þessum málaflokki hærra undir höfði. Stjórnvöld gætu innleitt Tjekkemien og jafnvel Hormonsjekk sem er norskt smáforrit fyrir snjallsíma og gefur upplýsingar eða kallar eftir upplýsingum um hormónatruflandi efni m.a. í snyrtivörum. Einnig gætu stjórnvöld stuðlað að sameiginlegum norrænum gagnagrunni fyrir áðurnefnd smáforrit. En hvað sem verður þá gætu íslensk stjórnvöld staðið fyrir miklu betri upplýsingagjöf til almennings á mörgum sviðum sem koma bættri lýðheilsu við. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá skýrar og skiljanlegar upplýsingar um innihald í vörum og áhættuna sem stafar af varasömum efnum í daglegu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eins og fram kemur á síðunni grænn.is sem Umhverfisstofnun heldur úti eru kemísk efni alls staðar í okkar daglega lífi. Þar sem sum þeirra eru varasöm eiga upplýsingar um innihaldsefni, hættu og varúðarleiðbeiningar að koma fram á umbúðum efna og efnablandna. Hins vegar er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu á umbúðum hluta. Samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 geta viðskiptavinir farið fram á upplýsingar um hvort hluturinn sem verið er að skoða til kaups innihaldi efni sem eru sérstaklega varhugaverð fyrir umhverfi og heilsu. Þ.e. efni sem eru á lista (REACH) yfir sérlega hættuleg efni; hormónaraskandi efni, þalöt, eldtefjandi brómefni og lífræn flúorsambönd. Þetta á við um hluti eins og húsgögn, raftæki, fatnað, leikföng og íþróttavörur. Neytendur geta því óskað eftir þessum upplýsingum hjá söluaðila og ef hann þarf að sækja þær til framleiðanda eða birgja, hefur hann 45 daga til að koma þessum upplýsingum til neytandans honum að kostnaðarlausu. Danir hafa lagt mikla áherslu á að kynna þennan rétt og gera neytendum auðveldara fyrir að sækja upplýsingarnar. Þannig hafa dönsk stjórnvöld gert þjónustusamning við neytendasamtökin þar í landi um að gæta hagsmuna neytenda þegar kemur að efnum í umhverfinu, í samstarfi við dönsku umhverfisstofnunina. Þau hafa m.a. þróað áhugavert smáforrit fyrir snjallsíma, Tjekkemien, þar sem neytendur geta einfaldlega skannað strikamerkið og sent sjálfvirka fyrirspurn til seljandans um varasömu efnin í vörunni.Fáir nýta sér rétt sinn Fáir virðast vita af eða nýta sér rétt sinn til upplýsinga um hvort hluturinn innihaldi varasamt efni í þeim styrk sem tilgreindur er skv. lögum. Neytendasamtökin vilja gjarnan heyra frá neytendum sem hafa óskað eftir slíkum upplýsingum hér á landi og reynslu þeirra af því. Almennt eru neytendur lítið meðvitaðir um áhrifin sem efni í vörum geta haft bæði á heilsu og umhverfið og miðað við stefnu og áherslur hafa íslensk stjórnvöld sýnt þessum málaflokki lítinn skilning. Þó er fagnaðarefni þegar Norðurlandaráð birtir yfirlýsingu um rétt neytenda á daglegu lífi án eiturefna sbr. grein í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. þar sem Elín Hirst skrifar undir fyrir Íslands hönd. Önnur norræn ríki hafa lengi verið í fararbroddi í rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi. Í kjölfar áðurnefndrar yfirlýsingar er vonandi að íslensk stjórnvöld sýni það á borði en ekki bara í orði að þau ætli að gera þessum málaflokki hærra undir höfði. Stjórnvöld gætu innleitt Tjekkemien og jafnvel Hormonsjekk sem er norskt smáforrit fyrir snjallsíma og gefur upplýsingar eða kallar eftir upplýsingum um hormónatruflandi efni m.a. í snyrtivörum. Einnig gætu stjórnvöld stuðlað að sameiginlegum norrænum gagnagrunni fyrir áðurnefnd smáforrit. En hvað sem verður þá gætu íslensk stjórnvöld staðið fyrir miklu betri upplýsingagjöf til almennings á mörgum sviðum sem koma bættri lýðheilsu við. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá skýrar og skiljanlegar upplýsingar um innihald í vörum og áhættuna sem stafar af varasömum efnum í daglegu lífi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun