Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira