Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“ Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira