Janette Beckman á leið til landsins: Hef alltaf verið hrifin af menningu uppreisnarinnar 22. október 2015 09:00 Janette Beckman hefur tekið margar þekktar myndir. „Bæði pönkið og hiphop-menningin komu frá götunni. Þetta var menning hinna ungu. Þetta var tónlist sem gaf hinum raddlausu rödd,“ segir ljósmyndarinn Janette Beckman, sem er á leið til landsins. Beckman kemur hingað til lands til þess að halda sýningu ásamt goðsögn í graff-heiminum, Cey Adams. Adams gengdi mikilvægu hlutverki hjá Def Jam Records, sem hefur í gegnum tíðina verið með margar af merkilegustu rappstjörnum heims á samning. Beckman tók myndir af goðsögnum á borð við LL Cool J, Bustah Rhymes, Run DMC, Beastie Boys og Salt N‘ Pepa. Því má segja að þarna séu tvær manneskjur sem hafi haft áhrif á sögu rapps í heiminum, sem ætla að sameina krafta sína með sýningu í Reykjavík.Hér má sjá mynd sem Beckman tók af Grandmaster FlashKemur frá London Beckman kemur frá London og hóf ljómsyndaraferilinn þar. Hún vakti strax athygli og tók myndir fyrir mörg þekkt tímarit í heimalandinu. Í upphafi níunda áratugarins fluttist hún til New York, og við það stækkaði kúnnahópurinn talsvert. Myndir eftir Beckman hafa birst í Rolling Stone, Glamour, The Times, Newsweek, Esquire og svona mætti lengi telja. En hennar þekktustu verk eru líklega myndir sem hún tók af tónlistarfólki. Myndir eftir hana hafa ratað á plötuumslög þekktra hljómsveita og listamanna á borð við The Police, Salt-n-pepa og Run DMC.Magnaðir tímar Í samtali við Fréttablaðið segir Beckman frá því að tímarnir sem hún var á fullu að mynda í rappsenunni hafi verið magnaðir. „Ég finn að fólk leitar enn í þessa tíma og hefur enn mikinn áhuga á þessum myndum.“ Sýningar Beckman hafa vakið mikla athygli og verið settar upp í New York, Los Angeles, París, London og fleiri stórborgum. Ein af sýningum hennar var til dæmis Archive of Attitude, en myndirnar í henni voru margar af meðlimum gengisins Hoyo Maravilla, frá austurhluta Los Angeles. „Fyrir sýninguna komst ég aftur í samband við suma af meðlimum gengisins. Það var ótrúlegt að rifja upp hluti sem gerðust fyrir um 30 árum síðan. Flestir sem ég hafði tekið myndir af voru annað hvort dánir eða á bakvið lás og slá. En þrjár kvennana sem ég ræddi við lifðu þessa baráttu af og mér þykir afar vænt um þær.“Sex Pistols var mynduð af Beckman.Breyttir tímar Beckman segist enn fylgjast með rappinu í dag. „Mér líkar við nokkra rappara, held mest upp á Drake. En í sannleika sagt finnst mér rappararnir af „gamla skólanum“ betri en þeir sem eru í dag. Rapparar níunda og tíunda áratugarins.“ Hún segir að sér finnist senan hafa breyst talsvert. „Ég hreyfst af pönkinu og rappinu því þar var fólk sem elskaði tónlistina sína og menningu meira en viðskiptahliðina. Peningarnir hafa breytt þessu öllu. Áður fyrr voru allir miklu frjálsari einhvernveginn.“Hlakkar til að koma „Ég kem því vinur minn Smutty Smiff bað mig að koma hingað og setja sýninguna upp,“ segir hún. Smutty er útvarpsmaður á X-inu og á viðburðarfyrirtækið Wildcat. „Ofboðslega margir sem ég þekki hérna í Bandaríkjunum hafa sagt mér frá fegurð Íslands, þannig að ég get eiginlega ekki beðið að koma.“ Beckman mun hafa í nógu að snúast þegar hún kemur. Hún heldur sýningu í Gallerí Fold ásamt Cey Adams, þar sem nokkrir færir listamenn úr graffsenunni munu mála eftirlíkingar af myndum Beckman. Hún verður einnig með ljósmyndanámskeið hjá Ljósmyndaskólanum og heldur fyrirlestra.Salt-n-Pepa er ein stærsta kvenrappsveit sögunnar. Beckman vann oft með þeim.Beckman myndaði líka hjartaknúsarann LL Cool J.Slick Rick þekkja magrir. Sú fiskisaga flaug hér á landi lengi að hann þyrfti að vera með lepp vegna þess að hann hafi fengið skeið í augað, sem var ofan í glasi. Skeiðina hafði hann átt að hafa notað til þess að hræra kakómalt við mjólk. Sú saga er ekki sönn.Beastie Boys þarf varla að kynna. Þeir byrjuðu í pönkinu og fóru yfir í rappið, svipað og má segja um Beckman. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Bæði pönkið og hiphop-menningin komu frá götunni. Þetta var menning hinna ungu. Þetta var tónlist sem gaf hinum raddlausu rödd,“ segir ljósmyndarinn Janette Beckman, sem er á leið til landsins. Beckman kemur hingað til lands til þess að halda sýningu ásamt goðsögn í graff-heiminum, Cey Adams. Adams gengdi mikilvægu hlutverki hjá Def Jam Records, sem hefur í gegnum tíðina verið með margar af merkilegustu rappstjörnum heims á samning. Beckman tók myndir af goðsögnum á borð við LL Cool J, Bustah Rhymes, Run DMC, Beastie Boys og Salt N‘ Pepa. Því má segja að þarna séu tvær manneskjur sem hafi haft áhrif á sögu rapps í heiminum, sem ætla að sameina krafta sína með sýningu í Reykjavík.Hér má sjá mynd sem Beckman tók af Grandmaster FlashKemur frá London Beckman kemur frá London og hóf ljómsyndaraferilinn þar. Hún vakti strax athygli og tók myndir fyrir mörg þekkt tímarit í heimalandinu. Í upphafi níunda áratugarins fluttist hún til New York, og við það stækkaði kúnnahópurinn talsvert. Myndir eftir Beckman hafa birst í Rolling Stone, Glamour, The Times, Newsweek, Esquire og svona mætti lengi telja. En hennar þekktustu verk eru líklega myndir sem hún tók af tónlistarfólki. Myndir eftir hana hafa ratað á plötuumslög þekktra hljómsveita og listamanna á borð við The Police, Salt-n-pepa og Run DMC.Magnaðir tímar Í samtali við Fréttablaðið segir Beckman frá því að tímarnir sem hún var á fullu að mynda í rappsenunni hafi verið magnaðir. „Ég finn að fólk leitar enn í þessa tíma og hefur enn mikinn áhuga á þessum myndum.“ Sýningar Beckman hafa vakið mikla athygli og verið settar upp í New York, Los Angeles, París, London og fleiri stórborgum. Ein af sýningum hennar var til dæmis Archive of Attitude, en myndirnar í henni voru margar af meðlimum gengisins Hoyo Maravilla, frá austurhluta Los Angeles. „Fyrir sýninguna komst ég aftur í samband við suma af meðlimum gengisins. Það var ótrúlegt að rifja upp hluti sem gerðust fyrir um 30 árum síðan. Flestir sem ég hafði tekið myndir af voru annað hvort dánir eða á bakvið lás og slá. En þrjár kvennana sem ég ræddi við lifðu þessa baráttu af og mér þykir afar vænt um þær.“Sex Pistols var mynduð af Beckman.Breyttir tímar Beckman segist enn fylgjast með rappinu í dag. „Mér líkar við nokkra rappara, held mest upp á Drake. En í sannleika sagt finnst mér rappararnir af „gamla skólanum“ betri en þeir sem eru í dag. Rapparar níunda og tíunda áratugarins.“ Hún segir að sér finnist senan hafa breyst talsvert. „Ég hreyfst af pönkinu og rappinu því þar var fólk sem elskaði tónlistina sína og menningu meira en viðskiptahliðina. Peningarnir hafa breytt þessu öllu. Áður fyrr voru allir miklu frjálsari einhvernveginn.“Hlakkar til að koma „Ég kem því vinur minn Smutty Smiff bað mig að koma hingað og setja sýninguna upp,“ segir hún. Smutty er útvarpsmaður á X-inu og á viðburðarfyrirtækið Wildcat. „Ofboðslega margir sem ég þekki hérna í Bandaríkjunum hafa sagt mér frá fegurð Íslands, þannig að ég get eiginlega ekki beðið að koma.“ Beckman mun hafa í nógu að snúast þegar hún kemur. Hún heldur sýningu í Gallerí Fold ásamt Cey Adams, þar sem nokkrir færir listamenn úr graffsenunni munu mála eftirlíkingar af myndum Beckman. Hún verður einnig með ljósmyndanámskeið hjá Ljósmyndaskólanum og heldur fyrirlestra.Salt-n-Pepa er ein stærsta kvenrappsveit sögunnar. Beckman vann oft með þeim.Beckman myndaði líka hjartaknúsarann LL Cool J.Slick Rick þekkja magrir. Sú fiskisaga flaug hér á landi lengi að hann þyrfti að vera með lepp vegna þess að hann hafi fengið skeið í augað, sem var ofan í glasi. Skeiðina hafði hann átt að hafa notað til þess að hræra kakómalt við mjólk. Sú saga er ekki sönn.Beastie Boys þarf varla að kynna. Þeir byrjuðu í pönkinu og fóru yfir í rappið, svipað og má segja um Beckman.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira