
Uppskeruhátíð listmenntunar
Hversu margir muna eftir því að þakka hið góða uppeldi sem á sér stað í grunnskólum landsins? Það þykir ekkert sérlega smart að hampa grunnskólamenntun enda mun algengara að sjá óvægna gagnrýni á grunnskólann sem oft er lítill fótur fyrir.
Áhrifa góðrar grunnskólamenntunar gætir víða. Lagahöfundarnir sem skipa hópinn „Stop, wait, go“ og vermdu tvö efstu sætin í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision voru vissulega í Versló eins og fjölmiðlar hafa bent á. Ég bendi hér á að 10 árin áður voru þeir í Hlíðaskóla eins og Hera Hilmarsdóttir og margir fleiri.
Hlíðaskóli hefur lengi lagt áherslu á listir í skólastarfi. Unga fólkið sem hér var nefnt fékk tónmennt tvisvar í viku fyrstu sjö ár skólagöngunnar og settu upp söngleik fyrir foreldra árlega frá því í 1. bekk. Vikuleg danskennsla og leiklistarkennsla í lotum hefur einkennt grunnskólagöngu þeirra auk kennslu í öðrum list- og verkgreinum. Í unglingadeild fengu þau að taka þátt í að semja söngleik og setja á svið frá grunni með öllu sem því tilheyrir og það er ekki lítil menntun sem í því felst.
Hlíðaskóli er ekki einsdæmi. Stór hluti grunnskóla hefur á að skipa stórkostlegum kennurum á sviði list- og verkgreina sem aldrei fá neinar Eddur fyrir störf sín. Meiri hluti grunnskóla leggur metnað í að sinna listmenntun barna vel, en þetta starf fer ekki hátt og hlýtur ekki þá athygli og hrós sem það á skilið.
Settir skör lægra
Sjálfskipaðir sérfræðingar eiga það til að fullyrða ýmislegt misjafnt um grunnskólann sem ekki stenst skoðun. Mér sárnar fyrir hönd allra þeirra frábæru tónmenntakennara sem starfa í grunnskólum landsins þegar tónlistarskólunum er einum þakkað blómlegt tónlistarlíf landsins. Ófáir tónlistarmenn fengu grunninn að sinni tónlistarmenntun í tónmenntastofunni og margir þeirra áttu skrykkjótta göngu í hefðbundna tónlistarskóla. Um þetta þekki ég fjölmörg dæmi og lesendur væntanlega líka.
Það er því áhyggjuefni að list- og verkgreinakennarar eru, þrátt fyrir allt, settir skör lægra en aðrir kennarar grunnskólans ef litið er til stöðu þeirra í launasamningum. Þeir fá störf sín ekki metin til jafns við bekkjarkennara því samningar halla verulega á þá kennara sem ekki hafa bekkjarumsjón. Það er skömm að því að í skólakerfinu skuli ekki vera skýrari sýn á mikilvægi list- og verkgreinakennara sem hafa svo gríðarlega mikilvægt hlutverk í menntun barna þessa lands. Sömuleiðis vekur nýlegur og væntanlegur niðurskurður í kennaramenntun ugg þar sem ljóst er að minni möguleikar kennara á að sérhæfa sig í faggrein munu koma niður á færni þeirra til að kenna sérstakar námsgreinar eins og list- og verkgreinar.
Þrátt fyrir mýtur um að listkennsla í grunnskólum sé ekki upp á marga fiska eða á leið út úr grunnskólanum þá er þessi kennsla víða blómleg og íslenskir list- og verkgreinakennarar eru, samkvæmt rannsóknum, einna lífseigustu kennararnir í starfi. Þakka ber hversu margir listgreinakennarar vinna starf sitt af alúð og hugsjón.
Listgreinakennarar hlúa að skólabrag og menningu skóla. Þeir halda utan um hefðirnar, hátíðarstundirnar, samsönginn og allt það sem gerir skóla að stað þar sem fólki líður vel. Við megum ekki ganga út frá því sem gefnu að listkennsla haldi þeirri stöðu sem hún hefur haft svo víða í íslenskum grunnskólum. Tökum höndum saman til að tryggja góða menntun og starfsumhverfi list- og verkgreinakennara. Framtíðar okkar vegna.
Skoðun

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar