Joe & the juice opnaði sinn fjórða stað í dag í Leifsstöð en þetta kemur fram í tilkynningu frá matsölustaðnum.
Útibúið er á milli innritunar- og komusalar er öllum opinn, hvort sem þeir eru að koma heim eða leiðinni til útlanda.
Þessi staður er sá fyrri af tveimur en annað útibú mun opna í nýju og endurbættu verslunarsvæði flugstöðvarinnar í mars.
Joe and the Juice á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar þar sem fyrsti staðurinn var opnaður árið 2002. Nú eru rúmlega 50 staðir í rekstri sem starfræktir eru í fimm löndum.

