Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 3,7% í júlí Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 14:30 Volkswagen Passat. Volkswagen Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent
Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent