Volvo stöðvar sölu 7 sæta XC90 jeppans Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 09:37 Volvo XC90 jeppinn. Volvo sendi í gær tilkynningu til allra söluaðila Volvo bíla að stöðva sölu á 7 sæta útfærslu hins nýja jeppa Volvo XC90. Ástæða þessa er galli í innréttingu bílsins við loftpúðana sem vernda eiga farþega í öftustu sætaröð bílsins. Þeir bílar sem þegar hafa verið seldir verða innkallaðir og á það einnig við þá bíla sem seldir hafa verið hér á landi. Brimborg hefur, að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra, nú þegar afgreitt um 15 bíla. „Um leið og ljóst er hvort þessi innköllun eigi við einhvern þessara bíla þá munum við hafa samband við eigendur umsvifalaust, gera við þeim að kostnaðarlausu og lána þeim bíl á meðan. Ekkert slys hefur orðið að völdum þessa því vandamálið kom í ljós við árekstrarprófanir hjá Volvo. Vandinn felst í því að hluti af klæðningu í innréttingu getur haft áhrif á útblástur gardínuloftpúða við þriðju sætaröðina“, sagði Egill. Innköllun þessi varðar ekki loftpúðana sjálfa og á ekkert skilt við þá stóru innköllun sem varðað hafa loftpúða frá Takata loftpúðaframleiðandanum japanska. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Volvo sendi í gær tilkynningu til allra söluaðila Volvo bíla að stöðva sölu á 7 sæta útfærslu hins nýja jeppa Volvo XC90. Ástæða þessa er galli í innréttingu bílsins við loftpúðana sem vernda eiga farþega í öftustu sætaröð bílsins. Þeir bílar sem þegar hafa verið seldir verða innkallaðir og á það einnig við þá bíla sem seldir hafa verið hér á landi. Brimborg hefur, að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra, nú þegar afgreitt um 15 bíla. „Um leið og ljóst er hvort þessi innköllun eigi við einhvern þessara bíla þá munum við hafa samband við eigendur umsvifalaust, gera við þeim að kostnaðarlausu og lána þeim bíl á meðan. Ekkert slys hefur orðið að völdum þessa því vandamálið kom í ljós við árekstrarprófanir hjá Volvo. Vandinn felst í því að hluti af klæðningu í innréttingu getur haft áhrif á útblástur gardínuloftpúða við þriðju sætaröðina“, sagði Egill. Innköllun þessi varðar ekki loftpúðana sjálfa og á ekkert skilt við þá stóru innköllun sem varðað hafa loftpúða frá Takata loftpúðaframleiðandanum japanska.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent