Ættmóðir BMW fjölskyldunnar fellur frá Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 10:04 Johanna Quandt. Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent
Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent