Toyota Fortuner byggður á Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:04 Toyota Fortuner. Autoblog Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent
Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent