Er bara heima á vappinu með köttunum mínum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 14:15 „Núna horfi ég á bókaútgáfuna úr heimspekilegri fjarlægð og skil ekkert í æsingnum í fólki,“ segir Einar. Vísir/Ernir „Það er bara stórfínt að eiga afmæli,“ segir Einar Kárason rithöfundur hress. Hann er sextugur í dag og er búinn að halda upp á það. „Ég fór með nánustu fjölskyldu minni út á land um síðustu helgi, konu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Við leigðum okkur stórt og flott hús og höfðum það skemmtilegt þar. Svo núna er bara eðlilegur þriðjudagur hjá mér, fótboltaæfing með strákunum, eins og ævinlega en ef ég þekki suma vini og kunningja rétt munu einhverjir reka inn nefið eða að minnsta kosti hringja. Ég verð bara heima við í rólegheitum að sinna mínum daglegu störfum.“ Spurður hvað hann sé að skrifa núna svarar Einar: „Það er nú ekkert til að segja frá, ég hef verið dálítið í því sem tengist sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum, einnig skrifa ég opnugrein í dagblað í hverri viku, svo eru alltaf einhverjar bækur í pípunum og þar detta inn kaflar.“ Þetta haust er Einar ekki með neina nýja bók á markaðinum svo hann kveðst vera voða afslappaður. „Yfirleitt hefur afmælisdagurinn minn verið markaður af upplestrum, viðtölum og spenningi yfir hvar bókin mín standi á vinsældalistanum en núna horfi ég á bókaútgáfuna úr heimspekilegri fjarlægð og skil ekkert í æsingnum í fólki. Er bara heima á vappi með köttunum mínum!“ Einar er alinn upp í Hlíðunum í Reykjavík af foreldrum sem báðir eru Vestfirðingar. „Rætur mínar eru fyrir vestan, afar, ömmur, frændur og frænkur. Ég var mikið hjá þeim bæði á Ísafirði og í Hnífsdal og svo er ég ættaður úr Dýrafirðinum líka,“ lýsir Einar og kveðst hafa verið dálítið á sjó þegar hann var yngri. „Ég var háseti á alls konar döllum,“ rifjar hann upp. „Það var svoleiðis þegar ég var í menntaskóla og háskóla að þá voru sumarfríin fjórir mánuðir og maður forframaðist alveg jafn mikið á sumrin og veturna, sigldi til útlanda og var að vinna með fullorðnu fólki í Ísbirninum. Við það efldist maður allur og lærði margt. Nú fer maður að tala eins og allt hafi verið betra í gamla daga!“ Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Það er bara stórfínt að eiga afmæli,“ segir Einar Kárason rithöfundur hress. Hann er sextugur í dag og er búinn að halda upp á það. „Ég fór með nánustu fjölskyldu minni út á land um síðustu helgi, konu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Við leigðum okkur stórt og flott hús og höfðum það skemmtilegt þar. Svo núna er bara eðlilegur þriðjudagur hjá mér, fótboltaæfing með strákunum, eins og ævinlega en ef ég þekki suma vini og kunningja rétt munu einhverjir reka inn nefið eða að minnsta kosti hringja. Ég verð bara heima við í rólegheitum að sinna mínum daglegu störfum.“ Spurður hvað hann sé að skrifa núna svarar Einar: „Það er nú ekkert til að segja frá, ég hef verið dálítið í því sem tengist sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum, einnig skrifa ég opnugrein í dagblað í hverri viku, svo eru alltaf einhverjar bækur í pípunum og þar detta inn kaflar.“ Þetta haust er Einar ekki með neina nýja bók á markaðinum svo hann kveðst vera voða afslappaður. „Yfirleitt hefur afmælisdagurinn minn verið markaður af upplestrum, viðtölum og spenningi yfir hvar bókin mín standi á vinsældalistanum en núna horfi ég á bókaútgáfuna úr heimspekilegri fjarlægð og skil ekkert í æsingnum í fólki. Er bara heima á vappi með köttunum mínum!“ Einar er alinn upp í Hlíðunum í Reykjavík af foreldrum sem báðir eru Vestfirðingar. „Rætur mínar eru fyrir vestan, afar, ömmur, frændur og frænkur. Ég var mikið hjá þeim bæði á Ísafirði og í Hnífsdal og svo er ég ættaður úr Dýrafirðinum líka,“ lýsir Einar og kveðst hafa verið dálítið á sjó þegar hann var yngri. „Ég var háseti á alls konar döllum,“ rifjar hann upp. „Það var svoleiðis þegar ég var í menntaskóla og háskóla að þá voru sumarfríin fjórir mánuðir og maður forframaðist alveg jafn mikið á sumrin og veturna, sigldi til útlanda og var að vinna með fullorðnu fólki í Ísbirninum. Við það efldist maður allur og lærði margt. Nú fer maður að tala eins og allt hafi verið betra í gamla daga!“
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira