Er bara heima á vappinu með köttunum mínum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 14:15 „Núna horfi ég á bókaútgáfuna úr heimspekilegri fjarlægð og skil ekkert í æsingnum í fólki,“ segir Einar. Vísir/Ernir „Það er bara stórfínt að eiga afmæli,“ segir Einar Kárason rithöfundur hress. Hann er sextugur í dag og er búinn að halda upp á það. „Ég fór með nánustu fjölskyldu minni út á land um síðustu helgi, konu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Við leigðum okkur stórt og flott hús og höfðum það skemmtilegt þar. Svo núna er bara eðlilegur þriðjudagur hjá mér, fótboltaæfing með strákunum, eins og ævinlega en ef ég þekki suma vini og kunningja rétt munu einhverjir reka inn nefið eða að minnsta kosti hringja. Ég verð bara heima við í rólegheitum að sinna mínum daglegu störfum.“ Spurður hvað hann sé að skrifa núna svarar Einar: „Það er nú ekkert til að segja frá, ég hef verið dálítið í því sem tengist sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum, einnig skrifa ég opnugrein í dagblað í hverri viku, svo eru alltaf einhverjar bækur í pípunum og þar detta inn kaflar.“ Þetta haust er Einar ekki með neina nýja bók á markaðinum svo hann kveðst vera voða afslappaður. „Yfirleitt hefur afmælisdagurinn minn verið markaður af upplestrum, viðtölum og spenningi yfir hvar bókin mín standi á vinsældalistanum en núna horfi ég á bókaútgáfuna úr heimspekilegri fjarlægð og skil ekkert í æsingnum í fólki. Er bara heima á vappi með köttunum mínum!“ Einar er alinn upp í Hlíðunum í Reykjavík af foreldrum sem báðir eru Vestfirðingar. „Rætur mínar eru fyrir vestan, afar, ömmur, frændur og frænkur. Ég var mikið hjá þeim bæði á Ísafirði og í Hnífsdal og svo er ég ættaður úr Dýrafirðinum líka,“ lýsir Einar og kveðst hafa verið dálítið á sjó þegar hann var yngri. „Ég var háseti á alls konar döllum,“ rifjar hann upp. „Það var svoleiðis þegar ég var í menntaskóla og háskóla að þá voru sumarfríin fjórir mánuðir og maður forframaðist alveg jafn mikið á sumrin og veturna, sigldi til útlanda og var að vinna með fullorðnu fólki í Ísbirninum. Við það efldist maður allur og lærði margt. Nú fer maður að tala eins og allt hafi verið betra í gamla daga!“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Það er bara stórfínt að eiga afmæli,“ segir Einar Kárason rithöfundur hress. Hann er sextugur í dag og er búinn að halda upp á það. „Ég fór með nánustu fjölskyldu minni út á land um síðustu helgi, konu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Við leigðum okkur stórt og flott hús og höfðum það skemmtilegt þar. Svo núna er bara eðlilegur þriðjudagur hjá mér, fótboltaæfing með strákunum, eins og ævinlega en ef ég þekki suma vini og kunningja rétt munu einhverjir reka inn nefið eða að minnsta kosti hringja. Ég verð bara heima við í rólegheitum að sinna mínum daglegu störfum.“ Spurður hvað hann sé að skrifa núna svarar Einar: „Það er nú ekkert til að segja frá, ég hef verið dálítið í því sem tengist sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum, einnig skrifa ég opnugrein í dagblað í hverri viku, svo eru alltaf einhverjar bækur í pípunum og þar detta inn kaflar.“ Þetta haust er Einar ekki með neina nýja bók á markaðinum svo hann kveðst vera voða afslappaður. „Yfirleitt hefur afmælisdagurinn minn verið markaður af upplestrum, viðtölum og spenningi yfir hvar bókin mín standi á vinsældalistanum en núna horfi ég á bókaútgáfuna úr heimspekilegri fjarlægð og skil ekkert í æsingnum í fólki. Er bara heima á vappi með köttunum mínum!“ Einar er alinn upp í Hlíðunum í Reykjavík af foreldrum sem báðir eru Vestfirðingar. „Rætur mínar eru fyrir vestan, afar, ömmur, frændur og frænkur. Ég var mikið hjá þeim bæði á Ísafirði og í Hnífsdal og svo er ég ættaður úr Dýrafirðinum líka,“ lýsir Einar og kveðst hafa verið dálítið á sjó þegar hann var yngri. „Ég var háseti á alls konar döllum,“ rifjar hann upp. „Það var svoleiðis þegar ég var í menntaskóla og háskóla að þá voru sumarfríin fjórir mánuðir og maður forframaðist alveg jafn mikið á sumrin og veturna, sigldi til útlanda og var að vinna með fullorðnu fólki í Ísbirninum. Við það efldist maður allur og lærði margt. Nú fer maður að tala eins og allt hafi verið betra í gamla daga!“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira