Mál gegn konu sem reyndi að smygla sterum inn á Litla-Hraun vísað í annað sinn heim í hérað Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2015 17:33 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Hæstiréttur Íslands hefur enn á ný ómerkt dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir konu sem hefur játað að hafa reynt að smygla sterum inn í fangelsið Litla-Hraun í maí árið 2013 með því að fela þá í leggöngum sínum. Lögreglustjórinn á Selfossi gaf fyrst út ákæru gegn konunni í september árið 2013. Í ákærunni kom fram að konan hefði um hádegisbilið laugardaginn 18. maí 2013 smyglað inn í fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka lyfjatöflum sem innihéldu vefaukandi sterann Metandróstenólón sem konan faldi upp í leggöngum sínum en framvísaði til fangavarða í fangelsinu umrætt sinn. Í ákærunni kom fram að konunni hefði mátt vera það ljóst að óheimilt væri með öllu að koma með framangreindar lyfjatöflur í fangelsið á þennan máta.Viðurkenndi brotið við yfirheyrslu Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi konan að hafa ætlað að smygla töflunum inn í fangelsið til bróður síns en hún hafi verið beðin um það og fengið töflurnar afhentar ókunnugum manni. Hún sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að þetta væri svo alvarlegt brot og hefði aldrei gert það hefði hún vitað að það væri lögreglumál.Mætti ekki við þingfestingu Konan mætti ekki við þingfestingu málsins í október sama ár en það gerði hins vegar nafngreindur lögmaður sem sagði konuna hafa forföll og hafa óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar í málinu. Var það gert og málinu frestað að því búnu til 7. nóvember sama ár. Í þinghaldi þann dag mætti konan heldur ekki og kvaðst verjandinn ekki hafa náð til hennar. Var þá bókað að dómari teldi framlögð gögn nægileg og ekki þörf á frekari sönnunarfærslu. Málið var dómtekið en þess getið að fjarvist konunnar yrði metin til jafns við að hún viðurkenndi brotið og að dómur yrði lagður í málinu að henni fjarstaddri. Dómur gekk í málinu 5. desember sama ár þar sem ákærða var sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.Málinu vísað aftur heim í hérað Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm 18. desember árið 2014 og vísaði málinu aftur í hérað á þeirri forsendu að verjandi konunnar hefði mætt í héraðsdóm og því ekki hægt að segja að konan hafi verið fjarverandi réttarhaldið. Var málinu því vísað aftur heim í hérað til nýrrar málsmeðferðar. Málið var tekið fyrir að nýju í héraði 15. janúar 2015 og sóttu þá fyrirtökuna fulltrúi ákæruvaldsins og verjandi konunnar. Hún mætti þó ekki og var haft eftir verjandanum að hann hafi rætt við konuna sem vissi um þinghaldið en væri búsett í öðrum landshluta. Var afstaða konunnar sú að hún játi háttsemina sem lýst er í ákæru en telji háttsemi sína ekki refsiverða. Var málið dómtekið og sætti það hvorki andmælum af hálfum sækjanda né verjanda. Var konan aftur sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Ríkissaksóknar skaut málinu aftur til Hæstaréttar í febrúar í ár og var niðurstaða Hæstaréttar sú sama og áður, að vísi ætti málinu aftur heim í hérað út frá sömu forsendu og áður.Töflunum hafði ekki verið smyglað inn í fangelsið Ástæðan fyrir því að Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna af ákærunni er sú að í því refsiákvæði sem vísað sé til í ákærunni sé ekki að finna efnisreglu kveðið um að refsivert sé að smygla í fangelsi lyfjum eða öðrum tilgreindum hlutum. Þá er komið inn á að bannað sé að hafa í vörslum sínum hluti sem smyglað hefur verið inn í fangelsið samkvæmt lögum, en dómurinn taldi liggja fyrir að umræddum töflum hefði ekki verið smyglað inn í fangelsið áður en konan kom með þær og verður því ekki talið að konan hafi gerst brotleg gegn því lagaákvæði. Þá var einnig vísað til reglna Fangelsismálastofnunar ríkisins sem kveða á um hvað föngum sé óheimilt að hafa í vörslum sínum eða klefa. Var það álit dómsins að löggjafinn geti ekki framselt Fangelsismálastofnun ríkisins það vald að ákveða í raun hvaða háttsemi sé refsiverð. Breytir í því efni engu að umræddar reglur hafi verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Var konan því sýknuð af ákærunni. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur enn á ný ómerkt dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir konu sem hefur játað að hafa reynt að smygla sterum inn í fangelsið Litla-Hraun í maí árið 2013 með því að fela þá í leggöngum sínum. Lögreglustjórinn á Selfossi gaf fyrst út ákæru gegn konunni í september árið 2013. Í ákærunni kom fram að konan hefði um hádegisbilið laugardaginn 18. maí 2013 smyglað inn í fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka lyfjatöflum sem innihéldu vefaukandi sterann Metandróstenólón sem konan faldi upp í leggöngum sínum en framvísaði til fangavarða í fangelsinu umrætt sinn. Í ákærunni kom fram að konunni hefði mátt vera það ljóst að óheimilt væri með öllu að koma með framangreindar lyfjatöflur í fangelsið á þennan máta.Viðurkenndi brotið við yfirheyrslu Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi konan að hafa ætlað að smygla töflunum inn í fangelsið til bróður síns en hún hafi verið beðin um það og fengið töflurnar afhentar ókunnugum manni. Hún sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að þetta væri svo alvarlegt brot og hefði aldrei gert það hefði hún vitað að það væri lögreglumál.Mætti ekki við þingfestingu Konan mætti ekki við þingfestingu málsins í október sama ár en það gerði hins vegar nafngreindur lögmaður sem sagði konuna hafa forföll og hafa óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar í málinu. Var það gert og málinu frestað að því búnu til 7. nóvember sama ár. Í þinghaldi þann dag mætti konan heldur ekki og kvaðst verjandinn ekki hafa náð til hennar. Var þá bókað að dómari teldi framlögð gögn nægileg og ekki þörf á frekari sönnunarfærslu. Málið var dómtekið en þess getið að fjarvist konunnar yrði metin til jafns við að hún viðurkenndi brotið og að dómur yrði lagður í málinu að henni fjarstaddri. Dómur gekk í málinu 5. desember sama ár þar sem ákærða var sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.Málinu vísað aftur heim í hérað Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm 18. desember árið 2014 og vísaði málinu aftur í hérað á þeirri forsendu að verjandi konunnar hefði mætt í héraðsdóm og því ekki hægt að segja að konan hafi verið fjarverandi réttarhaldið. Var málinu því vísað aftur heim í hérað til nýrrar málsmeðferðar. Málið var tekið fyrir að nýju í héraði 15. janúar 2015 og sóttu þá fyrirtökuna fulltrúi ákæruvaldsins og verjandi konunnar. Hún mætti þó ekki og var haft eftir verjandanum að hann hafi rætt við konuna sem vissi um þinghaldið en væri búsett í öðrum landshluta. Var afstaða konunnar sú að hún játi háttsemina sem lýst er í ákæru en telji háttsemi sína ekki refsiverða. Var málið dómtekið og sætti það hvorki andmælum af hálfum sækjanda né verjanda. Var konan aftur sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Ríkissaksóknar skaut málinu aftur til Hæstaréttar í febrúar í ár og var niðurstaða Hæstaréttar sú sama og áður, að vísi ætti málinu aftur heim í hérað út frá sömu forsendu og áður.Töflunum hafði ekki verið smyglað inn í fangelsið Ástæðan fyrir því að Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna af ákærunni er sú að í því refsiákvæði sem vísað sé til í ákærunni sé ekki að finna efnisreglu kveðið um að refsivert sé að smygla í fangelsi lyfjum eða öðrum tilgreindum hlutum. Þá er komið inn á að bannað sé að hafa í vörslum sínum hluti sem smyglað hefur verið inn í fangelsið samkvæmt lögum, en dómurinn taldi liggja fyrir að umræddum töflum hefði ekki verið smyglað inn í fangelsið áður en konan kom með þær og verður því ekki talið að konan hafi gerst brotleg gegn því lagaákvæði. Þá var einnig vísað til reglna Fangelsismálastofnunar ríkisins sem kveða á um hvað föngum sé óheimilt að hafa í vörslum sínum eða klefa. Var það álit dómsins að löggjafinn geti ekki framselt Fangelsismálastofnun ríkisins það vald að ákveða í raun hvaða háttsemi sé refsiverð. Breytir í því efni engu að umræddar reglur hafi verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Var konan því sýknuð af ákærunni.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira